Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 20
febrúar fjölmenntu bændur á Ströndum á fund í Sævangi, þar
sem skýrsla nefndarinnar var kynnt. I ályktun fundarins kom
fram, að menn töldu niðurstöðuna óviðunandi fyrir Strandasýslu,
og kæmi reyndar engu svæði verr. I skýrslunni var gert ráð fyrir
að framleiðsla sauðfjárafurða yrði dregin jafnt saman um allt
land, óháð afkomumöguleikum, byggðasjónarmiðum og gróður-
vernd. Síðar var þessu þó breytt, þannig að svæði sem byggðu
afkomu sína algjörlega á sauðfjárrækt lentu í minni skerðingu en
önnur. Skv. þessu þurftu Strandamenn að draga úr framleiðsl-
unni um 7,2%, en stefnt var að 12% samdrætti yfir landið allt. Var
bændum gefinn frestur til 1. sept. til að semja um sölu á fullvirðis-
rétti og þar með slátrun á „Mexíkönunum", sem fyrr voru nefnd-
ir. Þeim samdrætti, sem ekki náðist með þessum hætti, var náð
fram með flatri skerðingu. Af þeim 7,2%, sem Strandamönnum
var ætlað að afsala sér, náðust í reynd 2,2% með raunverulega
frjálsri sölu, en mest af því sem á vantaði seldu bændur síðustu
dagana í ágúst þegar séð var hvert stefndi. Allur fullvirðisréttur
var seldur af tveimur bæjum í sýslunni, þ.e. af Svanshóli og öðrum
bænum á Munaðarnesi.
Mikill tófugangur var á Ströndum á árinu, og virtust refir
óvenju frjósamir enda árferði í besta lagi. Sem dæmi um fjöldann
má nefna, að í Óspakseyrarhreppi voru drepin 28 dýr á einni viku
um vorið.
Útgerð ogfiskvinnsla. Arið 1991 var fremur hagstætt fyrir sjávar-
útveginn, einkum vegna góðra gæfta og fiskgengdar. Hins vegar
átti rækjuvinnsla mjög undir högg að sækja, en verð á rækju
lækkaði enn frá fyrra ári. Atvinna við veiðar og vinnslu hélst
nokkuð jöfn, og atvinnuleysi var mjög lítið.
Síðustu mánuði ársins var skortur á vinnuafli. Var þá gripið til
þess ráðs að ráða pólska verkamenn til starfa í fiskvinnslu. Þegar
flest var, störfuðu 12 Pólverjar hjá Hlein og Kaupfélagi Stein-
grímsfjarðar á Hólmavík og 4 hjá Hraðfrystihúsi Drangsness hf.
Þrátt fyrir þennan liðsauka tókst ekki að vinna allan þann afla sem
barst að landi við Steingrímsfjörð. Af þeim sökum voru t.d. flutt
um 200 tonn af fiski til vinnslu á Dalvík tvo síðustu mánuði ársins.
Einnig var nokkuð af fiski selt á Faxamarkaði.
18