Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 137
Móðir litla drengsins sem þarna var heimiliskona þurfti að
bregða búi þegar hún missti mann sinn. En hér hafði hún aðsetur
fyrir sig og litla drenginn. Læknir var fenginn á bæ þennan, sem
átti leið um seint í febrúar. Umsögn hans var ekki af bjartsýni
sögð. Hann vildi fá hann til sín í spítalann, hafði aðstöðu til að taka
nokkra sjúka. Þennan harða dóm varð að framkvæma og það
strax og veður leyfði, og varð það áður en langt um leið. Nú var
svo háttað, sem fyrr er sagt, að hörku frost höfðu gengið undan-
farnar vikur, svo að allir firðir, víkur og flóar, voru ísilögð, svo að
fara mátti hvert sem var á glæra ís.
Þetta sinn var farið á sleða með hesti fyrir og með því að fara
eftir ísnum styttist leiðin allmikið. Sem á stóð var þetta besti
ferðamátinn með sjúkling sem hugsast gat. Lengi á eftir var þessi
ferð í huga litla drengsins. Járnið undir sleðameiðunum ískraði
við ísinn og söng við í logninu. Taktur fóta hestsins við ísinn var
jafn og háttbundinn í rólegri tóntegund. Þessi hljóð ásamt því sem
fyrir augu bar var svo fjarlægt þeim þrönga heimi undangeng-
inna mánaða með útsýn aðeins út fyrir rúmið og baðstofuna.
Kaupstaðurinn sem læknirinn átti heima í stóð á litlu nesi við
fjörðinn innanverðan. Læknishúsið var timburbygging. Hæð og
ris með kvistum. Asamt því var önnur bygging úr steini, sem
rúmaði tvær eða þrjár sjúkrastofur, ásamt öðru sem tilheyrði. Inn
í eina þessa stofu var litli drengurinn lagður. Móðir hans sleppti
ekki af honum hendinni fyrstu dagana á meðan hann var að
kynnast nýju umhverfi. Svo vel vildi til að þarna réð ríkjum kona á
aldur við móður hans, blíð og góð sem hans móðir. Þessari góðu
konu aðlagaðist litli drengurinn fljótlega, svo að söknuðurinn
eftir móður hans varð minni en ella. Alla tíð geymdi hann minn-
ingamynd í huga sínum af þessari góðu komu, sem varð sem
sólskinsblettur á lífsins leið. Hjá henni og undir hennar verndar-
væng leið honum vel og kveið ekki komandi degi. Veikindi litla
drengsins bötnuðu ekki, síður en svo. Við þetta réð ekki læknir-
inn, sem sat í héraði sem átti fátt tækja til lækninga, utan hand-
læknisverkfæra þeirra allra nauðsynlegustu og meðala, sem hann
varð sjálfur að setja saman og hrista.
135