Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 93
sumar, þá og þar, kynntist hann Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá
Bjarnarnesi, sem síðar varð sambúðarkona hans á rneðan bæði
lifðu.
Ingibjörg var mikil dugnaðar- og röskleikakona, en þótti dálítið
sérstök að ýmsu leyti, ekki síður en sambúðarmaður hennar.
Sumarið 1915 er Ingibjörg (Imba hans Láfa) kaupakona hjá for-
eldrum mínum, sem þá búa á Vatnshorni í Þiðriksvalladal. í júlí
eða ágúst eignast hún tvíbura, er annað hvort fæddust andvana
eða dóu í fæðingu. Einu eða tveimur árum fyrr höfðu þau misst
mjög efnilegan skýrleiks dreng á öðru eða þriðja ári. Þennan
ótímabæra barnadauða tóku bæði fjarska nærri sér, eins og von
var, en Ólafur þó meir, að því er séð varð.
A þriðja áratugnum eru þau komin á „ísloftið“ (íshúsloftið) og
þar voru þessir skemmtilegu og hjartahreinu orginalar bernsku
minnar og æsku, þegar ég hvarf úr héraðinu og flutti búferlum
vestur að Isafjarðardjúpi vorið 1932. Þarna á „ísloftinu“ gerði
Ólafur þó uppgötvun, sem allir neftóbaksmenn urðu honum
þakklátir fyrir, en það var að saxa B.B. rjólið sundur í hakkavél í
stað þess að skera það með tóbaksjárni á eikarfjöl. Með þessari
aðferð varð tóbakið bæði betur skorið og lyktarsterkara.
I nálega þrjá áratugi var ég allvel kunnugur í Hólmavíkur-
kauptúni eins og yfirleitt í Hrófbergshreppi hinum forna, enda
fæddur þar og uppalinn til fullorðinsára. Sem slíkur fæ ég ekki
annað séð, en að „Hólmavíkurbók" sé öllum aðstandendum til
sóma og þá ekki hvað síst textahöfundi, sem í nokkrum for-
málsorðum endurnýjar fornt spakmæli um sannleik og sagn-
fræði, þannig: „Von er til, að víða þyki þeim, sem betur vita, gæta
missagna. Þá væri ósköp gott, ef fólk gæti litið á slíkt sem mis-
heppnaðar tilgátur eða umræðugrundvöll fremur en að beint sé
logið“.
Að mati undirritaðs fengi þessa snotra og myndauðuga
„Hólmavíkurbók" aukið gildi fyrir bæði samtíma og síðari tíma, ef
samhliða öllum húsamyndunum fylgdi uppdráttur, þótl lausleg-
ur væri, af nánasta umhverfi og gatnakerfi staðarins, sem mun
vera mjög ungt. I sambandi við þessa vankanta umræddrar bókar,
kemur í hugann gömul skröksaga, sem höfð var fyrir satt í ná-
91