Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 98
Um skjöl úr Strandasýslu er þetta að segja:
Til Þjóðskjalasafns barst árið 1990 talsvert af skjölum frá sýslu-
manni, sem hafa verið skráð. Má fá upplýsingar úr þeirri skrá á
safninu. Síðastliðin ár hafa komið prestsþjónustubækur og sókn-
armannatöl úr öllum prestaköllum sýslunnar og prófastsskjöl eru
á leiðinni. En gögn úr skjalasöfnum sveitarstjórna, hreppstjóra,
opinberra nefnda og félaga, einkanlega frá 20. öld, eru fáséð, þótt
þau séu skilaskyld til Þjóðskjalasafns lögum samkvæmt, en ein-
staklingum ekki heimilt að fara með þau sem sína eign.
Nítjánda og tuttugasta öld er mikið breytingarskeið í íslensku
samfélagi. Því skiptir miklu máli að halda til haga og draga saman
á einn stað allar tiltækar heimildir um það starf, sem unnið hefur
verið hvar sem er á landinu, og það mannlíf, sem lifað hefur verið.
Þjóðskjalasafn Islands er því nærtækasti staðurinn til þess að
koma á skjölum þeirra aðila, sem nefndir hafa verið hér á undan.
Bæði vegna skyldu til þess að skila þangað opinberum gögntim og
þess, að þar eru varðveittar sambærilegar heimildir, sem gera
úrvinnslu auðveldari, og heimildir, sem styðja aðrar athuganir,
hvort sem það er í ættfræði, byggðasögu eða félagsmálum.
Hafa skal í huga, að skjöl, sem afhent eru Þjóðskjalasafni, eru
ekki horfin úr héraði. Verði stofnað héraðsskjalasafn í Stranda-
sýslu, yrði skilað þangað aftur skjölum þeim, sem samkvæmt
reglugerð um héraðsskjalasöfn ættu að fara þangað, eða afritum
þeirra, þætti tryggara að varðveita frumritin á Þjóðskjalasafni.
Einnig geta þeir aðilar, sem ekki eru skilaskyldir, komið skjölum
sínurn í geymslu á Þjóðskjalasafni með þeirn ákvæðum, að þeim
yrði komið á safn heima í héraði, ef það yrði sett á fót og aðstaða
skapaðist til notkunar í heimahéraði.
96