Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 82
slátur kæmust á einn hest, er ljóst að hér var um allmikla fyrirhöfn
að ræða.
Nú vilcli svo til að bátur frá Ófeigsfirði var á Norðurfirði,
svokallaður Nonnabátur. Eigandi hans var Jón (Nonni) Arn-
grímsson í Ófeigsfirði. Var það 3ja manna far, breiður bátur og
burðarmikill en ekki að sama skapi gott „sjóskip" eins og sagt var
um suma báta. Hvernig á því stóð að hann var þar man ég ekki.
Líklega orðið að ganga af honum þar — ekki gefið fyrir Krossnes-
fjall á honum heim.
Nú var kominn sunnudagur. Guðmundur Pétursson var þá
kaupfélagsstjóri, eftir lát Torfa sonar síns. Var hann nú þarna og
hafði stjórn á öllu, þar með hvernig leysa skylcli vandamálið að
koma slátrinu heim. A Norðurfirði var þá líka staddur Elías Guð-
mundsson í Bæ, fóstursonur Guðmundar í Ófeigsfirði. Hann
liafði ekki farið heim til sín á laugardagskvöldið einhverra hluta
vegna. — Veður var hæglátt um morguninn en þungbúið svo
hvergi sá til lofts, en nokkuð þunga öldu lagði upp að bryggju-
hrófi kaupfélagsins.
Fer nú Guðmundur að orða það, að gott væri ef hægt væri að
koma slátrinu heim á bátnum kringum Krossnesijall. Fer hann að
ráðskast um þetta við Elías frænda sinn. Það var þjóðráð en veður
var ekki einsýnt. Elli tók fálega í það og voru þeir að bræða þetta
með sér, frændurnir. Sjálfur lagði ég ekkert til þeirra mála, enda
hafði ég ekkert vit á því annað en að með þeim hætti yrði slátrinu
auðveldast komið heim. En að sjálfsögðu var mér ætlað að fara
með Elíasi, ef svo sýndist að fara. Fann ég að Elli færðist heldur
undan að leggja í ferðina. En Guðmunclur var þess fýsandi að við
reyndum það. „Þið getið þá snúið við ef ykkur sýnist" sagði gamli
maðurinn. Og þar með var sagt lokaorðið um það.
Við fórum þá sem snarast að búast til ferðar. Bera poka og
annað niður á bryggju. Síðan var báturinn settur á flot og farmur-
inn látinn í hann eins og fært þótti að hlaða bátinn. Síðan var ýtt
frá bryggjunni og ferðin hafin. Gamli maðurinn, Guðmundur,
kvaddi okkur og bað okkur góðrar ferðar.
Við Elli rerum nú út fjörðinn, því logn var á og ég held að ekkert
segl hafi verið í bátnum. Þegar við komum út fyrir Láturna, milli
80