Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 29
kostnaður við verkið á þessu ári var um 5—6 milljónir króna. Stefnt
er að því að taka bygginguna í notkun haustið 1992.
Á árinu lauk byggingu nýju kirkjunnar í Árnesi í Trékyllisvík,
og var kirkjan vígð 8. september. Biskup íslands, herra Olafur
Skúlason, vígði kirkjuna, en auk hans voru 6 prestar viðstaddir
vígsluna, þ.á.m. Sigurður Guðmundsson, fyrrv. vígslubiskup og
Guðni Þór Ólafsson, prófastur. Heildarkostnaður við kirkjubygg-
inguna mun vera um 11 milljónir króna, auk þess sem margir hafa
lagt til timbur og vinnu án endurgjalds. Eftir er að ganga frá lóð
kirkjunnar, og kaupa í hana uþb. 50 stóla. Þar verða þá sæti fyrir
100 manns.
Áfram var unnið við endurbætur á gömlu kirkjunni í Árnesi.
Kirkjan var m.a. máluð og unnið við raflagnir, frágang utanhúss
ofl. Þá var kirkjugarðurinn sléttaður og lagfærður og leiði merkt.
Á árinu var unnið við stækkun íbúðarhúss í Litlu-Ávík, og tvö
einingarhús hafa verið reist á Broddadalsá í Kollafirði. Reyndar
mun annað húsið hafa risið í árslok 1990. Að örðu leyti voru ekki
miklar byggingarframkvæmdir í sveitum.
Áfram var unnið við endurbætur sláturhússins á Óspakseyri.
Gengið var frá húsinu að utan og unnið við frágang innan dyra.
Ætlunin er að ljúka verkinu á næsta ári.
Aðrar verklegar framkvœmdir. Á árinu var endurbyggð báta-
bryggja á Norðurfirði, og bryggjan á Gjögri lagfærð. Þá voru
miklar hafnarframkvæmdir á Drangsnesi. Þar var byggð löndun-
arbryggja úr timbri í Kokkálsvík og lauk framkvæmdum þar í
júlímánuði. Heildarkostnaður við verkið var um 9,5 milljónir
króna.
Á Hólmavík var sett upp ný 60 tn. bílavog og steyptur sökkull
undir hús við vogina. Vogin var flutt inn frá Bandaríkjunum, og
kostaði um 2,3 milljónir króna með flutningskostnaði og virðis-
aukaskatti. Stærsta framkvæmdin á Hólmavík var hins vegar
bygging 630 m3 vatnstanks fyrir ofan svonefnd Brandskjól.
rankurinn kostaði um 7,5 milljónir króna, og var Vík hf. á
Hólmavík aðalverktaki við verkið. Tankurinn var formlega tek-
inn í notkun 12. október. Hönnuður tanksins var Gísli Karel
Halldórsson hjá Almennu verkfræðistofunni í Reykjavík.
27