Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 131
SKRIÐNISENNI. Kortið er frá árunum 1728—1730, en teiknar-
inn er ókunnur. Kortið tengist málaferlum milli Jóns Eiríkssonar,
fyrrum lögréttumanns, vegna Efra-Núpskirkju, og eigenda
Skriðnisennis, Jóns Hákonarsonar og Ólafs Ólafssonar. Getið er
um reka í landareign Ennis í Jarðabók þeirra Arna Magnússonar
og Páls vídalíns (Jarðabók, VII. bls. 424). „Þar á Asgarðskirkja
rekapláts fyrir landi millum bæjarlækjarins og Rauðuskriðu, og
þess reka nýtur hún átölulaust. Menn segja og að Staðarbakka-
kirkja skuli eiga fyrir landinu nokkurn reka, en ábúandi veit ei
skilmerkilegt þar um, hefur og langvarandi ei uppá heimt verið.
Enn hefur verið fyrir landinu kallaður þriðjungsreki, hefur sagt
verið að Skarðskirkja á Skarðsströnd ætti þar þriðjung reka, Stað-
arhólskirkja þriðjung, enjörðin Enni þriðjung. En uppá þá kirkna
reka hefur lengi ei heimt verið. En rekapláts, sem jörðin einsömul
á, er kallað Bænhúsvíkur."
Málið kom fyrir lögréttudóm á Alþingi 1728, en áður hafði
verið dæmt í því í héraði. Á Alþingi var lagt fram afrit af forn-
bréfum á kálfskinni frá 1448 og 1493, sem sönnuðu ítak Efra-
Núpskirkju. Lögréttudómur dæmdi því kirkjunni allan hálfan
reka fyrir Skriðnisenni til móts við Staðarbakkakirkju (Alþb. Isl.,
XI. bls. 445-450).
Öll fyrrgreind örnefni koma fram á kortinu. Þar er fjörðurinn
nefndur Bitrufjörður eða Bitrólfsfjörður. Síðara nafnið kemur
einnig fram í Alþingisbók.
BJARNARFJÖRÐUR SYÐRI. Halldór Jakobsson sýslumaður
(1735-1810) teiknaði kortið 1796. Halldór var áhugamaður um
náttúrufræði og sögu og skrifaði talsvert um þessi hugðarefni sín,
meðal annars Fuldstændige Efterretninger en de udi Island
ildsprudende Bjerge, Chronologiæ tentamen, Ármannssögu, At-
hugavert við útleggingar, Söguna af Göngu-Hrólfi, Persakon-
unga kroniku, Hertöku Mexicó, Starkaðar sögu gamla og Ágrip
af ævisögum keisara. Fjögur síðastnefndu ritin hafa ekki verið
prentuð, en hin voru prentuð í Kaupmannahöfn eða Hrappsey.
Ekki er tilefni þessarar kortagerðar með öllu ljóst, en Halldór
129