Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 157
fer grandalaus í skógarferð og villist svo í þessu völundarhúsi.
Hvern hringinn eftir annan ganga þau í gegnum skóginn, í fyrstu
örugg um að komast út úr þykkninu, en svo óttaslegin og ráðvillt.
Að síðustu gefast þau upp og leggjast fyrir til að deyja.
Flest munum við eftir þeim hörmulega atburði, þegar lítil
stúlka týndist og fannst látin eftir marga daga í dalverpi einu. Eg
hef kornið í þetta dalverpi síðan, og hef oft hugsað til þess með
köldum hrolli hvernig væri að vera lítill og hræddur í því ótræðis-
kjarri sem þarna er . . . En nóg um það. Eg hef gætt þess í þessum
lítilfjörlegu skrifum mínum að vekja ekki harma fólks með frá-
sögnum af voveiflegum atburðum, og vildi óska þess að aðrir
gerðu það líka. Við eigum nóga gleði til að þurfa ekki að vekja upp
sorgina.
En ég ætlaði að tala um annan atburð, þótt hann sé á engan hátt
tengdur Ströndunum. Smá atvik sem hefði getað farið illa en fór
vel. Eftir að börn okkar hjóna, mín og Gísla, voru komin til manns,
tókum við sumarfríið með þeim hætti að við keyptum okkur lítið
hjólhýsi og fórum með það hringveginn. Þetta var undursamleg-
ur tími, með svona ferðamáta er maður svo frjáls, er ekki bundinn
við staðinn eða klukkuna. Við höfðum þennan háttinn á, allt
þangað til Gísli dó 1981. Hann var frá Reyðarfirði og var aldrei í
rónni nema að sjá æskustöðvarnar árlega.
Eitt sumarið komum við að áliðnum degi í Hallormsstaðaskóg.
Veður var blftt eins og oftast þarna og Atlavíkin full af fólki.
Nokkur hjólhýsi voru fyrir á hjólhýsastæðinu og þröng eins og oft
vill verða, þegar fólk ókunnugt hvert öðru, verður að þjappa sér
saman. Þetta vildi minn maður ekki sætta sig við svo við héldum
áfrarn en ætluðum að nátta okkur framar í dalnum vestan skóg-
ræktargirðingarinnar.
Við ókum í rólegheitum vesturúr, og nutum umhverfisins og
blíðunnar.
En rétt þegar við erum að koma að girðingarhliðinu sé ég lítinn
dreng standa í skógarjaðrinum. Hann virðist ætla að hlaupa til
okkar en dettur í runnaflækjunni og fer auðsjáanlega að gráta.
„Stoppaðu“ segi ég „það er þarna barn að gráta“. Gísli segir:
„Hvaða vitleysa er þetta, fólkið hans er áreiðanlega þarna líka“.
155