Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 135
Endurminningar
Brot úr stærra verki
í rúmi, í flmmstafgólfa baðstofu undir skarsúð á Norðvestur-
landi, lá lítill drengur vetrartíma einn fyrir meir en hálfri öld.
Þegar þessi frásögn hefst var hann búinn að liggja í nokkrar vikur
með slen, hita á kvöldin, nær hitalaus á morgnana, bólgur hér og
þar urn líkamann og stirður í limum.
I endaðan febrúar var ekki enn búið að vitja læknis, en til þess
hafði illa viðrað. Ótíð hin mesta undanfarnar vikur, en þá stytti
upp, gerði hörkufrost, svo mikil að menn mundu ekki eftir öðru
eins. En um leið stilltist veður og hreyfði lítið vind dögum saman,
frost herti og fór stundum allt niður í 20 gráður. Ef vindur var á
var kuldinn enn meiri og var þá mörgum manninum hætt við kali.
Það var oft kalt í gömlu baðstofunum á þessum árum, og væri
ekki einhver upphitun, eða nógu þykkir moldarveggir, dó fólkið
úr kulda. Margt barnið hafði farið þá leið frá því land byggðist.
Kuldinn og of lítil fæða samfara kunnáttuleysi hjálpaði til að gera
út af við þessa litlu sakleysingja. Líf eins barns var ekki hátt metið
hjá þorra fólks. Það gilti einu hvoru megin hryggjar þessi grey
lægju. Ef það var nokkuð sem bjargaði þessum litlu vesalingum þá
var það mjólkin og móðurásdn. En mjólk var þá ekki ævinlega
fyrir hendi. Móðurþelið dugði stundum ekki til björgunar, ef
ylinn vantaði. Moldarveggirnir stundum ekki nógu þykkir og
efnislitlir eða torfið í þekjunni of þunnt.
Ekki einasta moldin og grjótið eða mómaskínurnar héldu líftór-
unni í þessu hrjáða fólki, ef ekki hefði komið til íslenska kindaull-
in. An hennar hefði þetta hrjáða fólk fæst lifað af.
Það var ekki nóg að fæða okkar var fyrst og fremst kindakjöt
heldur stuðlaði ullin af kindinni að því að færri dóu úr kulda, ef á
133