Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 20

Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 20
að ferðast um Skotland án þess að skoða eins og eina Whisky verksmiðju og því var ákveðið að hópurinn kynnti sér eina slíka. Fyrir valinu varð verksmiðja sem stofnuð var 1825 og er minnsta verksmiðjan í Skotlandi, en þar starfa aðeins þrír menn. Verk- smiðjan heitir Edrador og framleiðir „single“ malt whisky, sem ber sama nafn. Verksmiðjan er minnsta eining sem lögleg er án þess að flokkast undir heimabrugg, sem er ólögleg starfsemi í Skotlandi. Að kvöldi komum við í lítinn bæ sem nefnist Avimore og gistum þar. Að morgni áttunda dags héldum við ferð okkar áfram norður og að þessu sinni var haldið til bæjarins Inverness þar sem hóp- urinn dreifðist og fékk sér hádegisverð á ýmsum veidngastöð- um. Afram var haldið og nú lá leiðin til hins fræga Loch Ness vatns til að aðgæta hvort ekki bæri á skrímslinu fræga. Ekkert skrímsli sást en sumir fengu þó sárabót við að skoða myndir af skrímslinu og kaupa minjagripi, sem þarna eru til í ótrúlegu úr- vali. Það kom reyndar ekki rnikið að sök að Loch Ness skrímslið væri ekki viðlátið, því fegurð staðarins er slík að fátt annað kemst að meðan dvalið er við vatnið og ekið þar um. Næsti við- komustaður var Loch Lomond þar sem stoppað var til að liðka lúin bein og litast smávegis um. Að því loknu lá leiðin um skosku hálöndin tíl New Lanark, sem var næsti viðkomustaður. A leiðinni var ekið eftir Glenchoe dalnum, sem er sögufrægur dalur sem margir Skotar segja að geymi svartasta blettinn í sögu þeirra. í dalnum áttu ættingjar Mc Donald og Campbell eitt sinn í útistöðum, sem leiddu til þess að fólk Campbells réðst á fólk Mc Donalds að nóttu til og drap alla sem þeir náðu til, en sum- ir náðu að flýja til fjalla. í dalnum var sagan rifjuð upp og víst er að hún hafði töluverð áhrif á mörg okkar. Landslag skosku há- landanna er stórbrotið og fallegt, en það kom þó nokkuð á óvart að fjöllin eru ekki eins há og hrikaleg og margir höfðu áður gert sér í hugarlund. Til gamans má geta að hæstu fjöllin eru ekki nema um 400 rnetrar yfir sjávarmáli. Um kvöldið var komið til New Lanark þar sem hópurinn gisti á mjög góðu far- fuglaheimili og var okkur tekið af einstakri gestrisni og velvild. Þarna var gist í tvær nætur og starfsfólkið gerði allt til að gera dvölina sem eftirminnilegasta - og tókst það með miklum sóma. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.