Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 102

Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 102
var um þessar mundir að lenda á milli tveggja kerfa? Skólarnir úti um land voru að breytast í gagnfræðaskóla með það mark- mið að búa fólk undir nám í framhaldsskólum. Er ég þá að segja að héraðsskólarnir hafi verið einir um að búa fólk undir lífið - svona almennt? Langt frá því. Lífið er svo undarlegt að maður er alltaf að búa sig undir það. Og það er svo skemmtilegt að allt er undirbúningur fyrir lífið, allt sem við tök- um okkur fyrir hendur. Skólinn okkar bar öll einkenni þjóðrækni og virðingar fyrir hinu nýja Islandi, þessu landi þar sem þjóðin var að feta sig fyrstu skrefin inn í nútímann. Við vissum ekki alltaf hvert okkur bar, og ef til vill voru breytingarnar of örar, framþróunin of yfir- þyrmandi, hin margvíslegu áhrif úr öllum áttum of ruglingsleg. En þrátt fyrir allt vona ég að við höfum haldið áttum, - svona nokkurn veginn. Það er svo margt sem upp kemur á ævinni, og oft er það háð vilja eða viljaleysi hvað verður til góðs og hvað ekki. Það er líka svo mikið komið undir því hvernig brugðist er við því sem hend- ir. Mér kemur í hug saga um mann sem kom þar að sem menn voru að bera steina úr einni hrúgu í aðra. Hann spurði einn manninn hvað hann væri að gera. „Eg er að bera grjót,“ svaraði hann. Þá spurði hann annan. Sá svaraði: „Eg er að byggja must- eri.“ Það gegnir miklu fyrir okkur hvort við teljum erfiði okkar það eitt að bisa við grjót eða hvort við sjáum fyrir að musteri muni rísa þar sem við vorum að strita. Margt erum við líka að rogast með sem óþarfi er að láta íþyngja sér. I indverskri sögu segir frá tveimur munkum á ferð. Þeir komu að fljóti þar sem gleðikona sat og komst ekki yfir. Annar munkurinn vorkenndi henni og bar hana yfir á herðum sér. Hinn munkurinn ávítaði félaga sinn fyrir að hafa saurgað sig með því að bera gleðikonu af lágri stétt. Þusaði hann um það lengi, þar til hinn sagði: „Kæri félagi, ég bar stúlkuna yfir fljótið og setti hana þar niður. Þú heldur enn á henni.“ Hendir það ekki okkur öll að burðast með ýmislegt sem við ættum fyrir löngu að hafa létt af okkur. En ekki skulum við víla og fyllast alls konar iðrun og eftirsjá. Þvert á móti. Fögnum því að vera saman. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.