Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 107

Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 107
vék enginn sér undan, enda var vísast að menn yrðu spurðir þeg- ar heim kæmi hvort þeim hefði verið fullnægt. Að koma á heimili þeirra Jóns Elíasar og Ragnheiðar var nokkuð sérstakt. Þau buðu í hæinn eins og það var kallað og Jón settist sjálfur til borðs með þessum litla sendiboða meðan Ragn- heiður reiddi fram góðgerðirnar. Hann tók gestinn tali, spurði almæltra tíðinda og hagaði umræðuefni sínu á sama hátt og hann væri að tala við fullorðinn mann. Ekki man ég lengur hvernig þessum unga gesti gekk að vera jafningi húsbóndans í þessu efni, en hann taldi þó ómaksins vert að halda uppi sam- ræðum og er mér minnisstæð alúð Jóns og Ragnheiðar. Maður varð maður að meiri fyrir slíkt viðmót. Þegar árin hafa liðið hefir mér orðið nokkuð hugstætt viðmót Jóns Elíasar við ungan dreng. Jón átti ekki börn, en kannske var það líka ástæðan fyrir því á hvern hátt hann tók þessum gesti sínum. Það hefi ég fyrir satt eftir öðrum, að við önnur tilefni gætti hann þess einnig að börn sætu til jafns við fullorðna eins og kostur var. Þetta sýnir ef til vill í hnotskurn hversu mikils virði börnum er að þeim sé sýnt svipað viðmót og fullorðnu fólki. Það er einnig gaman að geta þess hér að þegar ég þakkaði Jóni fyrir góðgerðirnar var andsvar hans, „Forláttu geiið mitt“, algengt andsvar við þessu þakklæti var að segja bara „Fyrirgefðu". Vafa- laust endurspeglast í þessu svari eðlislægt lítillæti almúgamanns- ins, að biðjast afsökunar á hvað góðgerðirnar hefðu verið léleg- ar og var ekki óalgengt að það væri látið í ljós á þennan hátt. Ekki tók ég illa upp þetta tilsvar Jóns við þakklæti mínu, en hann hefði líklega ekki orðað þetta svona við hreppstjórann eða oddvitann. Þessi minningarbrot þurfa ekki að vera margorðari, þau fjalla aðeins um mann sem var af annarri kynslóð, en varð mér eftir- minnilegur fýrir þær sakir sem hér hefir verið greint. Blessuð sé minning þessa fólks. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.