Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 61

Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 61
hann var sagt að hann kynni ekki að hræðast, en lífsbaráttan hefur líklega kennt honum að til þess að komast af urðu menn að vita hvað þeir voru að gera og ekki tapa áttum þótt stundum þyrfti að taka tæpasta vaðið. Ekki hafði Jón sig mikið í frammi er kona hans ræddi við gesti. Kæmi það fyrir að hann vildi blanda sér í umræður átti Jakobína til að segja: „Þegiðu Jón ég er að tala.“ Fór hann þá þegjandi út í skemmu að smíða. Dagfarsprúður var Jón og sagð- ist Jakobína aðeins einu sinni hafa séð hann reiðan. Svo vildi til að allnokkurt tré hafði rekið á fjörur Bolungavíkurs-Sels, en ná- granna hans og frænda hafði orðið það á að velta því yfir landa- merkin. Þegar þeir félagar hittust heima hjá Jóni, tók Jón til hans og var liarðhentur. Sagði Jakobína að hann hefði vafið granna sínum um staur einn mikinn sem stóð á hlaðinu og mátti hann biðjast vægðar, enda mun hann aldrei hafa reynt aft- ur að hlunnfara frænda sinn. Sigríður kom í Hraundal sumarið 1915 og þá voru strax komnir sex manns í heimili. Ráðskonan unga, aðeins rúmlega tvítug, hefur því haft ærinn starfa, innan húss sem utan. A þess- um árum var tíðarfar mjög erfitt á Islandi. Þau miklu harðindi er hófust um og upp úr 1880 voru enn ekki farin að láta undan síga svo neinu næmi. Hafís fyrir og við Vestfirði mátti heita ár- viss, með tilheyrandi kulda og grasleysi. Uti í heimi geisaði heimsstyrjöldin fyrri. Verðlag allra nauðsynjavara rauk upp úr öllu valdi, en afurðir hækkuðu ekki að sama skapi. Menn voru ýmsu vanir í þessum efnum, en ekki auðveldaði þetta ástand eignalitlum bónda í afdal á Islandi að koma undir sig fótunum. Hann varð að koma upp bústofni sem væri nógu stór til að fram- fleyta heimilinu, en á meðan hlutu afurðirnar sem áttu að greiða kostnaðinn við búið að verða litlar. Húsbóndinn var ungur og fullur trúar og trausts á framtíðina og ekki spillti ráðskonan unga og fallega fyrir, Sigríður Stranda- sól. Hún sómdi sér hvar sem var. Hvenær samdráttur þeirra hófst vitum við ekki, en það hefur verið fljótlega eftir að Sigríð- ur kom í Hraundal, því eftir áramótin 1916 var Sigríður orðin ófrísk. Hvort það hefur breytt nokkru um framtíðardrauma Sig- rfðar vitum við ekki, en sjálfsagt hafa þau bæði gert sér grein fyr- 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.