Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 14
BJARN! VILHJÁLMSSDN,
CAN □. MAG.:
Á síðustu árum hefur meira verið rætt og ritað
um meðferð íslenzks máls en oft áður. — Á 19. öld
var háð hér á landi hörð barátta fyrir bættu mál-
fari í ræðu og riti. Þjóðin var þá tekin að rétta sig
úr kútnum eftir margra alda áþján og ófrelsi.
Tungan var dýrasti arfur hennar. Á hana hafði þó
fallið erlent gróm, og var þá unnið rösklega að því
að afmá það. Varla var svo rituð bókarfregn, að
málið á bókinni væri ekki þaulrætt.
Öllum ber nú saman um, að íslenzkt ritmál hafi
tekið heillavænlegum stakkaskiptum á öldinni, sem
leið. Þó er ekki fyrir það að synja, að ýmislegt var
á þeim tímum smásmugulegt og einhliða, er um
mál var ritað. En yfirleitt urðu þessi skrif rithöf-
undum hollt aðhald, þótt stíll manna yrði þá oft
einhæfari en æskilegt hefði verði. Á 20. öld, eink-
um þó árunum milli heimsstyrjaldanna, bar minna
á „nöldri“ málfræðinga en áður. Við eignuðumst
djarfa rithöfunda, er ruddu nýjar brautir um rit-
hátt og brutu af sér hefðgróin bönd. Upp ur þess-
ari nýju stefnu hefur á síðustu áratugum sprottið
hressilegt, tilþrifamikið og fjölbreytilegt ritmál.
Hins vegar hefir þjóðin samtímis orðið að gera sér
að góðu ógrynnin öll af blöðum og bókum, einkum
þó þýðingum, bæði skáldsögum og öðrum ritum,
þar sem hirðuleysi og vankunnátta hafa haldizt í
hendur.
Eftir hernám landsins á öndverðum styrjaldar-
árunum varð margur uggandi um hag íslenzks
þjóðernis og íslenzkrar tungu, sem vonlegt var, er
fjölmennur her frá tveimur stórveldum settist að
í landinu. Hér skal enginn dómur á það lagður,
hvernig þjóðin stóðst þá miklu prófraun, enda mun
það enn of snemmt og vart enn komin öll kurl til
þeirrar grafar. En fullyrða má þó, að fleiri karlar
og konur en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar
hafi á síðustu áratugum hugsað um íslenzkt þjóð-
erni og séreinkenni þess og gert sér þess ljósa grein,
að við verðum að heyja markvissa og þrotlausa
baráttu til viðhalds og eflingar hinu heilbrigðasta
Bjarni Vilhjálmsson skólastjóri er, eins og kunnugt
er, eftirmaður dr. Björns Sigfússonar við útvarps-
þáttinn „Spurningar og svör um íslenzkt mál“. —
„Syrpa“ gerir sér von um, að lesendur hafi mikið
gagn og ánægju af starfsemi hans við blaðið og taki
sjálfir virkan þátt í henni.
og göfugasta í menningararfi okkar og að við verð-
um sífellt að vera viðbúin að velja úr eða hafna er-
lendum menningaráhrifum, ef vel á að fara, en
megum aldrei láta kylfu ráða kasti í þeim efnum.
Víða sér þess merki, að íslenzkri tungu er nú
meiri gaumur gefinn en undanfarna áratugi. Á síð-
ustu árum hefur þráfaldlega komið fram snörp
gagnrýni á málfar blaða og bóka, þegar tungan
hefur verið hart leikin. Eg er þó ekki fjarri því, að
gagnrýni þessi hafi stundum verið helzt til óvægi-
leg og því misst marks, en yfirleitt hefur hún kom-
ið góðu til leiðar og orðið til þess að örva hlutaðeig-
endur til vandvirkni.
En fleiri aðferðir eru til en reiða refsivöndinn sí-
fellt á loft, þegar út af ber. Það getur verið ágætt
öðru hverju. En ugglaust er heppilegra, þegar til
lengdar lætur, að laða menn til umliugsunar um
móðurmál sitt með fræðslu og hugvekjum í ræðu
og riti. Upp á síðkastið hefur talsvert bólað á slíku
efni í blöðum og tímaritum, en þó um of á strjál-
ingi. Hins vegar hefur útvarpið haft mörg undan-
farin ár fastan dagskrárlið, — auk málfræði-
kennslu —, sem helgaður hefur verið móðurmál-
inu. Ég á þar við þáttinn Spurningar og svör um
íslenzkt mál. Má fullyrða, að fátt útvarpsefni hafi
átt meiri eða almennari vinsældum að fagna. Sýn-
ir það ljóslega, að mikill þorri manna tekur fegins
hendi við hvers konar fræðslu um móðurmálið og
hefur hug á málvöndun.
Óvíða er brýnni þörf á því en hér á landi, að
blöð, tímarit, útvarp og önnur menningartæki ann-
ist að staðaldri fræðslu um málfar, því að fáar
menningarþjóðir munu vera snauðari að handhæg-
um leiðbeiningarritum um mál sitt en vér Islend-
ingar. Veldur þar sennilega mestu mannfæð vor
og fátækt. Vonandi rætist þó bráðlega eitthvað úr
þessum vansæmandi skorti, eftir því sem mál-
vísindamönnum í landinu fjölgar og starfsskil-
yrði þeirra batna.
Ritstjóri „Syrpu“ tjáði mér um áramótin þá fyr-
irætlun sína, að blaðið flytti að jafnaði stutta pistla
um íslenzkt mál, og fór þess jafnframt á leit við
mig, að ég tækist á hendur að sjá um þessa þætti.
4
S Y R P A