Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 37

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 37
Þegar íslendingur erlendis þarf að taka svari þjóðar sinnar, ber hann ætíð fyrir sig sömu vörn. Hann minnir á þau rit forfeðra sinna, sem talin eru meðal mestu afreka mannlegs anda, og sýn- ir fram á hið einstæða þrekvirki íslenzku þjóðar- innar, er hún varðveitti þenna arf á margra alda þymibraut sinni og auðgaði hann stórum. Hann vekur athygli á því, að ein göfgasta tunga mann- kynsins væri nú dauður bókstafur, ef þessi svanga og klæðlitla útkjálkaþjóð hefði ekki haldið henni lifandi á striðnuðum vörum sínum. Hann telur upp skáld og ritsnillinga þessarar aldar, og fer ósmeik- ur í mannjöfnuð á því sviði við hvaða þjóð sem er. Loks getur hann þess, að nú riti íslendingar meira en nokkur önnur þjóð í heimi, að tiltölu við fólks- fjölda, og að ef dæma megi eftir bókasölu, þá lesi þeir einnig meira en aðrir menn á jörðunni. Og áð- ur en varir er hann kominn í sókn. En það eru ekki einasta einstaklingarnir, sem byggja varnir sínar á þessum grundvelli. Þjóðar- heildin reisir einnig fyrst og fremst á honum kröf- ur sínar um frelsi og fullveldi. Eins og nú er kom- ið málum, virðist helzta lífsvon hennar einmitt vera fólgin í þeim möguleika, að svo takist að búa um hnúta, að herveldin komi sér ekki að því að gleypa hana alveg, vegna þess að hún verði að teljast nokkurs virði fyrir heimsmenninguna. Það ætti að vera aðalerindi okkar í samtök hinna sam- einuðu þjóða, að tryggja alþjóðlegan vettvang til þess að sýna fram á tilverurétt þjóðarinnar frá þessu sjónarmiði, og að færa rök fyrir því, að hún þurfi að fá að lifa ein og í friði í landi sínu. Svona eru bókmenntirnar örlögum okkar mikils virði. En gætum við þeirra þá eins og skyldi? Margir beztu fslendingar verja ævi sinni til þess að hlúa að þeim og blása í þær nýju lífi. Þeir leit- ast við að kryfja hin gömlu rit til mergjar, grafa upp gleymd gullkorn, rita sjálfir merkilegar bæk- ur, og vinna að því öllum árum að endurheimta hin fornu handrit, sem lent hafa í útlegð. Samt er ekki allt með felldu. Hinn 26. október 1945 birtist svohljóðandi aug- lýsing í dagblaðinu „Vísi“: ER ÞAÐ S ATT ? að í næsta mánuði komi út á íslenzku fyrsta nútíma hand- bókin um samlíf karls og konu? að í bók þessari: RAUNHÆFT ÁSTALÍF, SÉU 11 INN- SIGLAÐAR LITMYNDIR? að síðan 1939 hafi bókin verið endurprentuð 15 sinnum í Englandi? að LÆKNAVlSINDIN HAFI GERT ALLAR ELDRI BÆKUR UM ÞESSI EFNI ORELTAR? að RAUNHÆFT ÁSTALlF sé berorð, hreinskilin og sönn bók, — en aðeins fyrir fullorðna? að RAUNHÆFT ÁSTALlF kosti í bandi aðeins rúmar 20 krónur? að RAUNHÆFT ÁSTALÍF sé bókin, sem yður hefir allt- af vantað? JÁ, ÞAÐ E R SATT! Utg. Fræðsluhringurinn, Pósthólf 733, Reykjavík. Hinn 30. október s.l. gat þessa auglýsingu að líta í Morgunblaðinu: I dag kemur í bókabúðir bók amerisku hjónanna Henry og Freda Thornton HJÖNALÍF. Bók þessi fjallar um hin nánu, líkamlegu samskifti hjóna- bandsins og er fyrsta bók þess efnis, sem hjón hafa skrifað í sameiningu. Hún hefir því þá meginyfirburði yfir bækur um sama efni, að hér er tekið fullt tillit til beggja aðila, eiginmannsins og eiginkonunnar. Og þó að bókin sé ákaf- lega hispurslaus og frjálsmannlega rituð, þarf hún engan að hneyksla. Hér er aðeins fjallað um einn mikilsverðasta þátt i lífi manna feimnislaust og blátt áfram. Eigi að sið- ur er ástæða til að benda á það, að bók þessi er ætluð full- vaxta fólki, en ekki óþroskuðum unglingum. Bókin er byggð á þeirri reynslu, sem höfundarnir hafa aflað sér í hjónabandi sínu, og ennfremur á þekkingu, sem sálfræðingar, læknar og aðrir ábyrgir aðilar hafa miðlað höfundunum á umræðufundum um kynferðismál. Annar höfundur bókarinnar er auk þess útlærður sálfræðingur og á að baki margra ára reynslu sem ráðunautur i hjónabands- vandamálum. Og bókin hefir að geyma tæmandi upplýs- ingar um það, sem sérhver hjón þurfa að vita, til þess að geta lifað fullkomlega hamingjusömu kynlífi. Bók þessi hefir hlotið gífurlega útbreiðslu í Ameriku og þótt hið ágætasta rit sinnar tegundar. Einnig hefir hún verið þýdd á ýms önnur tungumál, þar á meðal á Norðurlandamál, og hvarvetna hlotið geysi-útbreiðslu og góða dóma. Þess er þó ekki að dyljast, að ýmsar myrk- ursálir hafa hneykslast é bókinni og fordæmt hana, enda þótt hinir sömu hafi sennilega ekki lesið hana með minni áfergju en aðrir. HJÓNALlF fæst hjá bóksölum um land allt og kostar að- eins kr. 11.—. Hrafnsútgáfan. 5 Y R P A 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.