Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 13

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 13
F' lokaðar götur, sem einungis eru ætlaðar gangandi fólki. Börnin geta örugg farið ferða sinna innan hverfisins — í smá sendiferðir, á leikvöllinn o.s.frv. — án þess að leggja líf sitt í hættu í umferðinni. Hinsvegar eru svo geysihá hús, 10—15 hæðir, sem byggð eru úti í frjálsri náttúru, eftir því sem bezt má fara, ef tekið er tillit til landslags, og þarfa fólksins. Einnig hefir verið reynt að blanda sam- an þessum ólíku byggingarháttum, og eru menn ekki á eitt sáttir um árangurinn. En hvarvetna í heiminum gera menn tilraunir og ræða þessi mál af miklu kappi. Sveitirnar fara heldur ekki varhluta af bollalegg- ingum hinna skipulagsfróðu. Verður þar efst á baugi landsskipulagið, sem þá er skipulag fram- leiðslusvæða landbúnaðarins, því landssvæðin eru misvel fallin til framleiðslu hinna ýmsu landbún- aðarafurða. Allt eru þetta vandamál, jafnt frá menningar- legu sem fjárhagslegu sjónarmiði. 1 bæjunum skiptast húsnæðisvandamálin í tvennt: Húsið, sem fjölskyldan byggir eftir þörfum sínum, og hinsvegar leiguíbúðin. Þessar tvær tegundir dvalarstaða hafa hvor sín sérstöku viðhorf. Yfirleitt munu menn segja, að hver maður ráði, hvernig hann ráðstafi sínu eigin fé, og þekki bezt sjálfur þarfir sínar. Þar af leiðandi sé þetta með arkitektinn aðeins formsatriði, þó að vísu séu ýms tæknileg atriði, sem hann þurfi að leysa. Um þessa skoðun fólks skal ekki fjölyrt að sinni, en aðeins bent á, að fáir byggja hús sín fyrir eigið fé. Flestir munu til þeiira hluta fá lánað fé almenn- ings, þannig að húsið verður aðeins að nokkru leyti einkaeign mannsins sem byggir, og því ekki þjóðfélaginu óviðkomandi. Um leiguíbúðina gegnir öðru máli. Hún er föst söluvara á markaði, og byggjandinn gerir sér ljóst eins og aðrir framleiðendur, að vara hans verður að minnsta kosti að fullnægja lágmarkskröfum markaðsins, og þar að auki að gefa sem mest í aðra hönd. Það sem hér hefir verið sagt um viðhorf þess er byggir, til þessara tveggja tegunda híbýla, eru al- menn sjónarmið, sem vonandi eiga fyrir sér að breytast, svo að þau létti oss leiðina til bættra húsa- kynna. Enn er ótalið eitt það atriði, sem hefir haft nei- kvæðust áhrif á byggingarnar, en það er „stíll- inn“. Jafnt lærðir sem leikir ræða um byggingar af miklum fjálgleik, og ávallt er rætt um stílinn. Venjulega eru þessar umræður á svipuðu stigi og ef menn í umræðum um almennt gildi klæðnaðar færu að deila um, hvort betra væri -— kjólföt eða fjallgöngubúnaður. Ætli væri við því að búast, að útkoman yrði sérlega jákvæð fyrir daglegan klæðn- að okkar? — Og eins fer um byggingarnar. Ibúðimar hafa um langan tíma verið háðar til- hneigingum fólksins til að „taka sig út“. Þegar menn hafa mótað sér ibúð, hafa þeir gert það með hliðsjón af, að þeir væru að útbúa handa sér leik- svið, þar sem þeir tækju á móti náunganum, og sýndu honum nú, hvað þeir í rauninni væru virðu- legir menn. Þessi sýningartilhneiging hefir í lang- an tíma staðið í vegi fyrir góðum og eðlilegum híbýlum, og hefir þar mjög innilega haldizt í hend- ur við stílinn. „Stíllinn" sem slíkur hefir löngum verið óeðlileg viðurkenning á lífsviðhorfum, sem ekki áttu sér lengur stað í raunveruleikanum, og því verið fjötur um fót þeim, er meira máttu sín, en hinum hefðbundinn rammi daglega lífsins. Ytra útlit hússins var bundið af stílnum, og á bak við hina „stílhreinu“ fagskiptu hlið var óeðli- legt og vonlaust að setja hin frjálsu og óreglulegu „íbúðarplön“, sem nú ryðja sér til rúms. Við mót- un þessara íbúða er byrjað á nýrri braut, þar sem mestu máli skipta þarfir og eðlilegt líf fólksins. Er síðan íbúðin og ytra útlit hússins lagað þar eft- ir. Maður gæti nefnt þetta lífræna byggingarlist, í mótsetningu við stílinn. 1 viðleitninni til þess að gera íbúðina íbúðarhæfa áttu menn áður fyrr við mikla örðugleika að stríða, vegna þess hve tæknin var skammt á veg komin. En á því sviði hefir orðið mikil breyting. Yms ný byggingarefni, og aukin þekking á eldri bygging- arefnum hafa skapað þá tæknilegu möguleika, að nú ætti að vera hægt, ef menn legðu sig fram um það, að skapa fólki dvalarstaði, sem væru því ekki til trafala. Byggingarlistin er ef til vill öðrum listum frem- ur háð lífsskoðunum og lífsviðhorfum. Hún er ekki list fárra útvaldra. Það, sem gefur henni gildi, er, að hún stendur föstum fótum í veruleikanum. Hún er spegilmynd viðhorfa okkar til lífsins, en henni er þó ekki um megn að stuðla að aukinni þróun og bættum högum. Þess vegna er nauðsynlegt að við ræðum hana — forsendur hennar og afleið- ingar. Við gerum það ekki með því að sökkva okk- ur niður í kalda stílfræði, heldur með því að at- huga dagleg afskipti okkar af húsinu, kosti þess og galla. Hin heilbrigða lausn liggur ekki í stofulær- dómi „lærðra“ manna. Forsendur hennar eru í okkur sjálfum og í samtíð okkar. S Y R P A 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.