Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 26

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 26
vevma Meiri hluti íslendinga eru konur. Nú hefir kom- ið upp mikil hreyfing meðal þeirra um það, að sætta sig ekki lengur við áfengisbölið. Þær vilja ekki, að ríkið reki áfengisverzlun og ætla sér að binda endi á hana. Samtök þeirra eru þegar orðin mjög öflug, og eiga áreiðanlega eftir að styrkjast enn betur. Ef þau taka höndum saman við hin miklu bindindisöfl, sem fyrir eru í landinu, hlýtur að vera hægt að ná takmarkinu á fáum árum. „Syrpa“ óskar samtökunum sigurs. Hún mun ætíð hafa rúm fyrir það, sem þau vilja gera heyr- um kunnugt. Hér birtist nú orðsending frá hinni nýstofnuðu Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði. f aprílmánuði síðastliðnum gengust flest kvenfélög í Reykjavík fyrir fundahöldum til þess að mótmæla hinni hóflausu áfengisneyzlu landsmanna. Var samþykkt að vinna að því að koma á samtökum kvenna um allt land til að hrinda þessu böli. Undirbúningurinn var falinn fram- kvæmdarnefnd, sem starfaði fram á síðastliðið haust. Sendi hún öllum kvenfélögum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fyrirspurn um vilja kvenna til þátttöku, og hafa þegar bor- izt undirskriftir meira en sjö þúsund kvenna hvarvetna af landinu, sem tjá sig fúsar til að leggja málinu allt það lið, sem þeim sé unnt Miklu fleiri nöfn eru væntanleg, því í strjálbýli er undirskriftasöfnun erfið að sumri til, þegar fundahöld eru engin. Nefndin skrifaði jafnframt öllum kvenfélögum í Reykja- vík og Hafnarfirði og óskaði eftir að þau skipuðu fulltrúa til starfsins. í byrjun desembermánaðar boðaði hún fulltrú- ana til fundar, og var þá einróma samþykkt að mynda form- leg samtök um málið. Lög voru samþykkt og samtökunum gefið nafnið „Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga í Reykjavik og Hafnarfirði". Þessi félög stóðu að stofnuninni: f REYKJAVÍK: Kvenfélag Alþýðuflokksins. Sjálfstæðis- kvennafélagið „Hvöt“. Kvenfélag Sósialistaflokksins. Kven- félag Framsóknarflokksins. Kveméttindafélag íslands. Hús- mæðrafélag Reykjavíkur. Félag islenzkra hjúkrunarkvenna. fþróttafélag kvenna. Ljósmæðrafélag íslands. Verkakvenna- félagið „Framsókn". Þvottakvennafélagið „Freyja". Mæðra- félagið. Hvitabandið. Félag afgreiðslustúlkna í brauðbúðum. Thorvaldsensfélagið. Kvenfélagið „Keðjan“. Systrafélagið „Alfa“. Trúboðsfélag kvenna. Kvenfélag Hallgrímskirkju. Kvenfélag Laugarnessóknar. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins. Kristilegt félag ungra kvenna. í HAFNARFIRÐI: Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins. Kven- félagið „Hringurinn". Húsmæðraskólafélag Hafnarfjarðar. Sjálfstæðiskvennafélagið „Vorboðinn". Kvenfélag Alþýðu- flokksins. Verkakvennafélagið „Framsókn". Fundurinn kaus nefndinni sjö kvenna stjórn og fól henni allar framkvæmdir. Hefir stjórnin ritað öllum kvenfélög- um landsins og hvatt þau til að taka höndum saman á svipaðan hátt og hér hefir verið gert. Jafnframt reyndi hún að fá allar tillögur og áskoranir stofnfundarins birtar í heild í útvarpi og dagblöðum, en það hefir því miður gengið mjög treglega. Þótt nokkuð sé um liðið, verða þær því látn- ar koma hér fyrir sjónar almennings: Til Alþingis. Áfengisnarnarnefnd kvenfélaga í Reykjavik og Hafnar- firði leyfir sér hér með að bera fram þá kröfu íslenzkra kvenna, að Alþingi geri allt, sem í valdi þess stendur, til að stemma stigu fyrir áfengisböli þjóðarinnar. Nefndin telur það grundvallarskilyrði fyrir úrbótum þessa vandamáls, að rikið hætti að afla sér fjár með áfengis- sölu. Leyfir hún sér því að skora á Alþing það, er nú situr, að leita annarra leiða til fjáröflunar, og að gera ráðstafan- ir til að leggja áfengisverzlun ríkisins niður eins fljótt og unnt verður. Jafnframt vill nefndin leggja eindregið til að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu Skúla Guðmunds- sonar, þess efnis, að rikið hætti að veita áfengi í veizl- um sinum, og að settar verði strangar hömlur við því, að starfsmenn rik- isins, og þá fyrst og fremst kennarar, vinni störf sin und- ir áhrifum áfengis. Til ríkisstjórnar íslands. Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga í Reykjavik og Hafnar- firði leyfir sér hér með að skora á háttvirta ríkisstjórn Is- lands: að fella niður vínveitingarlefi Hótel Rorgar um næstu áramót, að hætta með öllu að láta einstaklingum eða fé- lögum í té svokallaðar undanþáguheimildir til vínveit- inga og að veita ekki áfenga drykki í opinberum veizlum. Til menntamálaráðherra Islands. Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga i Reykjavik og Hafnar- firði skorar hér með á yður, herra menntamálaráðherra, að gera gangskör að því að útrýma áfengi úr framhaldsskól- um landsins. Islenzkar mæður sætta sig ekki lengur við að þurfa að eiga á hættu, þegar þær senda börn sín í skóla, að þau læri þar drykkjuskap. Nefndin gerir því þá kröfu 1. að hverjum kennara, sem er undir áhrifum áfengis i ná- vist nemenda sinna, eða vanrækir kennslu vegna of- drykkju, sé tafarlaust vikið úr stöðu, og 2. að nemendum allra skóla sé gert að skyldu algert áfengis- bindandi, enda varði ítrekað brot brottrekstri. Til bæjarstjórnar Reykjavíkur. Áfengisvamarnefnd kvenfélaga í Reykjavík og Hafnar- firði skorar hér með á háttvirta bæjarstjóm Reykjavíkur að láta áfengisvandamál bæjarbúa ekki lengur reka á reið- anum. 16 S Y R P A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.