Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 33

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 33
hlut til“. Ég verð alveg eins og íyrst, þegar við hittumst. Þá fer honum kannske að þykja vænt um mig aftur. Ég var alltaf góð fyrst. Ö, það er svo lítill vandi að vera góður við fólk áður en manni fer að þykja vænt um það. Ég held honum sé ennþá dálitið vel við mig. Hann hefði ekki sagt elskan tvisvar við mig í dag, ef honum væri ekki svolítið vel við mig. Það er ekki allt búið á meðan honum er svolítið vel við mig, þó það sé ekki nema pínu, pínulítið. Þú sérð það, guð, að ef þú vildir bara láta hann hringja til min núna, þá þyrfti ég aldrei framar að biðja þig neins. Ég skyldi vera góð við hann, ég skyldi vera kát, ég skyldi vera alveg eins og ég á að mér, og þá færi hann að elska mig aftur. Og þá þyrfti ég aldrei framar að biðja þig neins. Þú sérð þetta sjálfur, guð. Viltu þá ekki láta hann hringja? Viltu ekki vera svo góður? Viltu ekki gera það að vera svo góður? Ertu að hegna mér, guð, af því ég var vond? Ertu reiður af því ég gerði það? En það eru svo margir vondir, góði guð, þú getur ekki tekið hart á mér einni? Og það var ekk- ert ljótt, það er ómögulegt að það hafi verið ljótt. Við gerð- um engum mein. Það er ekkert ljótt til, guð, annað en það að gera öðrum mein. Við gerðum ekki nokkurri lifandi sálu mein, þú veizt það. Þú veizt, að það var ekki ljótt, veiztu það kannske ekki, guð? Viltu þá láta hann hringja strax? Ef hann hringir ekki, þá veit ég, að guð er reiður við mig. Ég tel upp að fimm hundruð, og ef hann verður ekki bú- inn að hringja þá, þá veit ég, að guð ætlar ekki að hjálpa mér. Það skal vera prófsteinninn. Fimm, tíu, fimmtán, tutt- ugu, tuttugu og fimm, þrjátíu, þrjátíu og fimm, fjörutíu, fjörutíu og fimm, fimmtíu, fimmtíu og fimm, .... Það var ljótt. Ég vissi að það var ljótt. Allt í lagi, guð, sendu mig bara til helvítis. Þú heldur þú getir hrætt mig með helvitinu þínu, er það ekki það, sem þú heldur? Þú held- ur vist, að þitt helviti sé verra en mitt. Ég má þetta ekki. Ég má ekki láta svona. Þó hann hafi kannske orðið of seinn að hringja, er það nokkur ástæða til að sleppa sér? Kannske hann ætli sér ekkert að hringja, kannske hann komi bara beina leið án þess að vera nokk- uð að hringja? Hann verður reiður, ef hann sér, að ég hei verið að gráta. Þeir vilja ekki að maður sé að gráta. Aldrei grætur hann. Ég vildi að guð gæfi, að ég gæti komið hon- um til að gráta. Ég vildi að ég gæti komið honum til að gráta og æða afturábak og áfram um gólfið og finna hjart- að í sér verða blýþungt og blæðandi og kæfandi. Ég vildi að ég gæti sært hann svo mikið, að hann afbæri það ekki. Ekki hugsar hann svona um mig. Hann hefir víst enga hugmynd um, hvernig mér líður. Ég vildi að hann vissi það, án þess að ég segði honum það. Þeir kæra sig ekkert um að hlusta á, að þeir hafi komið manni til að gráta. Þeim leiðist að maður sé að segja þeim, að þeir geri mann óham- ingjusaman. Ef maður gerir það, þá finnst þeim mað- ur vera smámunasamur og óþolandi. Og þá hata þeir mann. Þeir hata mann ef maður talar nokkurntíma eins og manni býr í brjósti. Maður verður alltaf að vera að leika. 0, ég hélt, að maður þyrfti ekki alltaf að vera að leika. Ég hélt, að þetta væri svo stórfenglegt, að manni væri óhætt að segja allt, sem manni dytti í hug. En það er líklega aldrei óhætt. Það er víst ekkert til svo stórfenglegt, að manni sé það óhætt. 0, ef hann vildi bara sima, þá skyldi ég ekkert láta hann vita, hvað hann er búinn að gera mig sorgmædda. Þeim leiðist að maður sé sorgmæddur. Ég skyldi vera svo kát og blíð, að hann gæti ekki annað en látið sér þykja vænt um mig. Ef hann bara hringdi nú. Ef hann bara hringdi nú. Kannske þetta sé svoleiðis: Kannske hann ætli bara að koma án þess að hringja. Kannske hann sé á leiðinni. Kann- ske hann hafi orðið fyrir einhverju. Mér er ómögulegt að ímynda mér, að hann hafi orðið fyrir neinu. Mér dettur aldrei í hug, að hann verði fyrir slysi. Ég geri mér aldrei í hugarlund, að hann liggi einhvers staðar stirður og kaldur og dáinn. Ég vildi að hann væri dáinn. Þetta er hræðileg ósk. Þetta er yndisleg ósk. Ef hann væri dáinn, þá ætti ég hann. Ef hann væri dáinn, skyldi ég aldrei hugsa um þessa stund og aldrei muna eftir þessum síðustu vikum. Þá skyldi ég alltaf bara hugsa um það góða. Þá væri allt gott og fallegt. Ég vildi óska að hann væri dáinn. Ég vildi óska að hann væri dáinn, dáinn, dáinn. Þetta er bjánalegt. Það er bjánalegt að vera óska fólki dauða, þó það hringi menn ekki upp nákvæmlega á þeirri mínútu, sem það hefir lofað. Kannske klukkan sé of fljót; ég veit ekki, hvort hún er rétt. Kannske hann sé hér um bil ekkert of seinn eftir allt saman. Það getur margt komið fyrir, svo maður verði svolítið of seinn. Kannske hann hafi ekki komizt úr skrifstofunni. Kannske hann hafi farið heim og ætlað að hringja til min þaðan, en svo hafi ein- hver komið. Hann vill ekki vera að tala við mig þegar aðr- ir heyra. Kannske hann sé órólegur af því hann veit, að ég er að bíða. Kannske hann sé pínu, pínulítið órólegur. Kann- ske hann sé meira að segja að vonast eftir að ég hringi. Ég gæti gert það. Ég gæti hringt til hans. Ég má það ekki. Ég má það ekki. Ég má það ekki. 0, guð, láttu mig ekki gera það. Ég veit það alveg eins vel og þú, guð, að ef hann væri órólegur út af mér, þá mundi hann hringja til mín hvar sem hann væri, og hvað margt fólk sem væri í kring um hann. Láttu mig muna þetta, guð. Ég er ekki að biðja þig um að láta mig ekki finna til, — það gætirðu ekki, þó aldrei nema þú hafir skapað heiminn. Láttu mig bara muna þetta, guð. Láttu mig ekki hálda á- fram að vona. Láttu mig ekki vera að reyna að hugga mig. Láttu mig ekki halda áfram að vona, góði guð. Gerðu það ekki, guð. Ég skal ekki hringja til hans. Ég skal aldrei hringja til hans framar, hvað lengi sem ég lifi. Hann má brenna í hel- víti fyrir mér, ég skal aldrei hringja til hans framar. Þú þarft ekki að gefa mér styrk, guð. Ég hef nógan styrk sjálf. Ef hann kærði sig um mig, þá gæti hann fengið mig. Hann veit hvar ég er. Hann veit að ég er að bíða héma. Hann er svo viss um mig, alveg hárviss. Af hverju ætli þeir fari alltaf að hata mann undir eins og þeir eru orðnir vissir um mann? Ég hugsaði einmitt, að það væri svo indælt að vera viss. Það væri svo gott að mega hringja til hans. Þá þyrfti ég ekki lengur að vera í þessari óvissu. Kannske það væri ekk- ert vitlaust. Kannske honum væri sama. Kannske honum þætti bara vænt um. Kannske hann hafi verið að reyna að né sambandi. Stundum reynir maður og reynir að ná sam- bandi og alltaf er sagt að það sé á tali. Ég er ekkert að segja þetta til að hugga mig, það er alveg satt. Guð, þú veizt að það er satt. 0, guð, forðaðu mér frá þessum síma. Forð- aðu mér frá honum. Láttu mig ekki missa allt stolt. Ég má víst ekki án þess vera. Það verður víst bráðum það eina sem ég á. 0, hvað varðar mig um stolt, fyrst ég get hvort sem er ekki lifað án hans? Svoleiðis stolt er vesælt og kjánalegt og ljótt. Hið sanna stolt, hið stórfenglega stolt, það er ein mitt í raun og veru ekkert stolt. Ég er ekki að segja þetta S Y R P A 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.