Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 40
DDRDTHY FARKER :
’ona.
Pilturinn með skrautlega hálsklútinn leit órólega á stúlk-
una í frunsukjólnum, sem sat í sófanum og var að skoða
vasaklútinn sinn. Hún var svo niðursokkin í að athuga klút-
inn í krók og kring, að það var eins og þetta væri fyrsti
vasaklúturinn, sem hún hefði séð á ævi sinni. Pilturinn
ræskti sig vandræðalega.
„Viltu sígarettu?11 sagði hann.
„Nei, þakka þér fyrir“, sagði hún. „Þakka þér fyrir
samt“.
„Því miður hef ég ekki nema þessa
„Áttu nokkrar sjálf?“
„Ég veit það eiginlega ekki“, sagði
verið. Þakka þér fyrir".
„Ef þú átt engar", sagði hann, „þá
í búð og ná þér í pakka“.
„Ö, þakka þér fyrir, ég vil ó-
mögulega, að þú sért að hafa fyrir
því“, sagði hún. „En það var samt
fallega gert af þér að hugsa út í það.
Þakka þér fyrir“.
„1 guðanna bænum hættu að
þakka mér“, sagði hann.
„Nú?“ sagði hún. „Ég vissi
ekki að ég væri að ssegja neitt
ljótt. Mér þykir verst ef ég hef sært þig. Ég veit vel, hvern-
ig það er að láta særa sig. Ég hafði ekki hugmynd um, að
það væri móðgandi fyrir neinn að láta þakka sér. Ég hef
aldrei orðið fyrir því fyrr að fólk rjúki upp með stóryrði,
þó maður þakkaði fyrir sig“.
„Ég rauk ekki upp með stóryrði", sagði hann.
„Ekki það“, sagði hún. „Einmitt".
„Guð minn góður“, sagði hann. „Ég spurði blátt áfram,
hvort þú vildir að ég færi að sækja þér sígarettur. Er nokk-
ur ástæða til að stökkva upp á nef sér út af því?“
„Hver hefir stokkið upp á nef sér?“ sagði hún. „Mig
grunaði ekki að það væri neinn glæpur að segja, að ég vildi
ekki að þú færir að hafa svona mikið fyrir mér. Ég hlýt
tegund", sagði hann.
hún. „Það getur vel
skal ég skreppa upp
að vera afskaplega skilningsljó".
„Viltu eða viltu ekki að ég nái í sígarettur?“
„Almáttugur!" sagði hún. „Ef þig langar svona mikið
til að fara, þá láttu þér ekki detta í hug, að þú þurfir endi-
lega að vera. Ég vil sízt af öllu,
að þú haldir, að þér sé ekki
frjálst að fara, hvenær sem þér þókn-
ast“.
„Æi, láttu ekki svona“, sagði
hann.
„Hvernig?“ sagði hún. „Ég læt
enganveginn".
„Hvað er eiginlega að?“ sagði hann.
„Ekki neitt“, sagði hún. „Hversvegna spyrðu eiginlega?11
„Þú hefir verið skrítin i allt kvöld“, sagði hann. „Þú hef-
ir varla sagt orð við mig síðan ég kom“.
„Það er verst ef þú hefir ekki skemmt þér“, sagði hún.
„1 öllum hænum láttu þér ekki detta í hug að vera að sitja
hér, ef þér leiðist. Þú gætir áreiðanlega skemmt þér miklu
betur einhvers staðar annars staðar. Það var hara verst, að ég
skyldi ekki vita það fyrr. En það er alveg sama. Ég var
bara búin að lofa mér út, bæði í leikhúsið og ýmislegt ann-
að, en hætti við það, þegar þú hringdir. En það gerir ekki
nokkurn hlut til. Ég vil langtum heldur að þú farir og
skemmtir þér. Það er ekkert gaman fyrir mig að horfa upp
á þig vera að deyja úr leiðindum".
„Mér leiðist ekki“, sagði hann. „Mig langar ekki til að
fara neitt! Æ, elsku góða, viltu nú ekki segja mér hvað er
að? Gerðu það fyrir mig!“
„Ég hef bara ekki hugmynd um við hvað þú átt“, sagði
hún. „Það gengur ekki nokkur skapaður hlutur að mér. Ég
veit ekki um hvað þú ert að tala“.
„Jú, þú veizt það. Það er eitthvað að þér. Er það nokk-
uð, sem ég hef gert?“
„Hamingjan góða!“ sagði hún. „Hvað heldurðu að mér
komi við hvað þú gerir? Mér dettur ekki í hjartans hug að
ég hafi neinn rétt til að setja út á þig“.
„Hættu þessu tali“, sagði hann. „Viltu gera það fyrir
mig?“
„Hvaða tali?“ sagði hún.
„Þú veizt við hvað ég á“, sagði hann. „Þú varzt líka svona
í dag, þegar ég var að tala við þig í símann. Þú varzt svo
andstyggileg, að ég þorði varla að yrða á þig“.
„Ha“, sagði hún. „Hvernig sagðirðu að ég hefði verið?“
„Æ, fyrirgefðu", sagði hann. „Ég sagði þetta alveg óvart.
Þú gerir mig svo ringlaðan".
„Jæja?“ sagði hún. „Það er bara af því að ég er svo
óvön svona orðbragði. Það hefir aldrei á ævi minni verið
talað svona við mig fyrr“.
„Heyrðirðu ekki að ég var að biðja þig afsökunar?“ sagði
hann. „1 alvöru talað, ég meinti ekkert með þessu. Ég veit
ekki, hvernig ég álpaði þessu út úr mér. Viltu fyrirgefa
mér?“
„Það er ekki nema sjálfsagt", sagði hún. „Þú mátt ekki
halda að þú þurfir að vera að afsaka þig. Þetta gerir ekk-
ert til. Mér finnst bara dálítið skrítið að heyra mann, sem
ég hef alltaf haldið að væri fínn í sér, tala svona til mín,
þegar hann er að heimsækja mig. En það gerir ekki minnstu
vitund til“.
„Það er vist alveg sama hvað ég segi“, sagði hann. „Þú
ert áreiðanlega reið við mig“.
„Ég reið? Hvernig dettur þér það í hug? Hversvegna ætti
ég svo sem að vera reið við þig?“
„Það er einmitt það, sem ég er að spyrja þig um“, sagði
hann. „Viltu ekki segja mér, hvað ég hef gert? Hef ég sært
þig eitthvað, elskan? Ég var svo leiður þegar ég heyrði
hvernig þú varst í símanum, að ég gat ekki gert hand-
arvik eftir það í dag“.
„Það er svei mér gaman að hugsa til þess, að ég skuli vera
að trufla þig við vinnuna!" sagði hún. „Ég veit að mörg-
um stelpum er sama um svoleiðis, en mér finnst það voða-
legt. Þú skalt ekki halda að mér þyki skemmtilegt að hlusta
á það. að fólk hafi ekki vinnufrið fyrir mér“.
„Það sagði ég ekki“, sagði hann. „Það sagði ég ekki“.
3D
S Y R P A