Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 15
Mér leizt undir eins vel á þessa hugmynd. Vel
fer á því, að blað, sem megináherzlu vill leggja á
umræður um heimilið og allan þess hag, birti hug-
leiðingar og fróðleiksefni um móðurmálið. Eftir
nokkra umhugsun taldi ég rétt að skorast ekki und-
an þessum vanda. Mun ég í fyrstu seilast einkum
inn á þau svið tungunnar, er sérstaklega varða
heimilið og störfin þar. En vitaskuld verður efni
þáttanna hvergi nærri einskorðað við þetta, heldur
drepið á margvísleg vandamál, er öllum má að
gagni verða að fá lausn á, og fluttur ýmiskonar
fróðleikur um íslenzkt mál.
Auðsætt er, að mér verður um megn að gera
þáttum þessum sæmileg skil nema í samráði við
smekkvíst fólk, sem hug hefur á málvöndun. Ég
heiti því á alla lesendur þessa blaðs til samvinnu
við mig og æski þess, að þeir sendi mér fyrirspum-
ir, athugasemdir og tillögur. Utanáskrift á bréf,
sem þennan þátt varða, er:
BJARNI VILHJÁLMSSON,
Lauganesvegi 41. — Reykjavík.
Ég drep þá að lokum á nokkur atriði, sem verða
mega til leiðbeiningar og athugunar um daglegt
málfar:
Sniðkennsla.
Á hverju hausti birtast í dagblöðum Reykjavík-
ur auglýsingar frá konum, sem vilja taka að sér
að kértná öðrum konum áð Stííða fatnað. Fyrirsögn
slíkra auglýsinga er oft „Sníðakennsla“, og stund-
um er sama orði komið fyrir einhvers staðar í meg-
inmálinu. Orð þetta er allsendis óhæft. Líklega er
það myndað í samræmi við orðið smíðakennsla,
sem hins vegar er réttilega myndað. Þó að nafn-
háttur sagnanna smíða og sníða hljómi mjög líkt,
er beyging þeirra, og þá um leið nafnorð þau, sem
af þeim eru mynduð, gerólík; smíða- er dregið af
nafnorðinu smíð eða smíði (í fleirtölu), en ekkert
slíkt orð er til af sagnorðinu sniða. Hér virðist því
sem nafnháttur sagnarinnar sé samsetningarliður
orðsins sníðakennsla; hvernig litist ykkur á orð
eins og reiknakennsla og lesakennsla? Algengasta
nafnorð af sagnorðinu að sníða er snið. Það snertir
að vísu margt, en ein merkingin táknar verknað-
inn að sníða. Kennsla þessi ætti því að heita snið-
kennsla. Fyrirsögnin „Sníðakennsla“ ætti sem
fyrst að hverfa úr blöðunum og orðið sjálft úr mál-
inu, en SNIÐKENNSLA að koma í staðinn.
metri — lítri.
Sjaldan vill svo vel til, að landslög geti úr
skorið, hvort orð sé „rétt“ eða „rangt“. Þegar tug-
kerfið franska um mál og vog var tekið upp hér
á landi (lög nr. 108, 16. nóv. 1907), urðu miklar
deilur um, hvernig heitin ættu að verða. Ofan á
varð þó, að frumeiningarnar skyldu nefnast metri
(kk.) og lítri (kk.) og gramm (hk.). Forskeytin
erlendu skyldu haldast óbreytt, nema rithætti
þeirra breytt í samræmi við framburð og hljóð-
tákn í íslenzku: desi-, sentí- og millí-; deka-, hektó-,
kíló-.
Síðar var þó ákveðið (með Auglýsingu um
tugamæli og tugavog, nr. 109, 30. nóv. 1909, sjá
Stjórnartíðindi 1909, B-deild, bls. 204 o. áfr.), hver
íslenzk heiti mætti nota jafnhliða erlendu heit-
unum, samkvæmt heimild í lögunum frá 1907.
Ég hirði ekki um að telja hér upp íslenzku heit-
in, því að þau hafa engri festu náð, en hef hins
vegar vísað nákvæmlega til, hvar þau er að finna,
ef einhver kynni að hafa hug á að afla sér vitneskju
um þau. Enn fremur má benda hér á grein í
Skírni 1908, Stikukerfið (Tugamál og tugavog),
eftir séra Jón Jónsson á Stafafelli, en þar er vitn-
að í ýmislegt af því, sem ritað var um þessi mál
á þeim tímum.
Æði mikill misbrestur vill á því verða í mæltu
máli og rituðu, að rétt sé farið með tvö hin fyrst
nefndu frumheiti kerfisins. Tíðast eru notaðar
orðmyndirnar meter og líter í nefnifalli, þolfalli
og þágufallí, en meters og líters í eignarfalli. Lög-
boðin beyging orðanna er veik beyging; auka-
föllin (þf., þgf., ef.) verða þá metra, lítra. Sá er
þó höfuðókostur þessarar beygingar (einkum þar
sem þessi orð eru notuð, þegar mikillar nákvæmni
er þörf), að þolfall og eignarfall af þeim hljóðar
eins í eintölu og fleirtölu (metra, lítra). Sennilega
er þar að leita ástæðunnar fyrir því, hve ófúsir
menn eru að taka upp veiku beyginguna í eintölu.
— Hér skulu að lokum tekin nokkur dæmi um
notkun þessara orða í eintölu, en aðeins greindar
þær einingar, er tíðkast í venjulegu máli.
Lítri af mjólk (1 1 mjólkur, mjólkurlítrinn)
kostar kr. 1,83. — Einn desílítri af rjóma kostar
kr. 1.30. — Sæktu einn lítra af mjólk og einn
desílítra af rjóma. — Þú hefur keypt einum metra
of lítið í kjólinn. — Einn metri hrekkur skammt.
— Við eigum að minnsta kosti eins kílómetra leið
fyrir höndum (einn kílómetra ófarinn). — Verk-
smiðjuna munar lítið um einn hektólítra af sild.
— Hektólítri af nýrri síld kostar nú líklega rúm-
ar 50 krónur við skipshlið. — Þér má ekki skeika
um einn sentímetra í mælingunni, helzt ekki
millímetra.
Þess má geta, að venja er að setja ekki punkt
S Y R P A
5