Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 31

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 31
.( „Berblaveiki", var okkur svarað. — Berkla- veiki, — þetta orð er að verða hræðilega algengt í þýzku máli. Berklarnir æða nú yfir stríðslöndin og sýkja æ fleiri og fleiri. Á sjúkrahúsinu sá ég líka tvö lítil börn, sem enginn vissi nánari deili á, hvorki nöfn þeirra, né heldur hvaðan þau voru eða hverja þau ættu að, eða hvort þau áttu yfirleitt nokkurn að. Þau höfði; borizt með flóttamannastraumnum frá rússneska hernámssvæðinu til flóttamannabúðanna í Fried- land, sem eru þarna skammt frá. En þangað komu daglega 2—5 þúsundir flóttamanna að austan. Þetta fólk fékk að dvelja í flóttamannabúðunum í einn sólarhring, tvo þegar bezt lét. Síðan var því dreift vestur, en einkum þó norður um brezka her- námssvæðið. 1 Schleswig-Holstein, sem fyrir stríð hafði ca. 1 j/2 millj. íbúa, eru nú nál. 3 millj. manna. Viðbótin er flóttafólk, flest að austan. — Þessi litlu börn voru aðeins tvö af fjölmörgum öðrum, sem líkt stóð á með. Ef til vill lágu mæð- ur þeirra sem liðin lík í einhverjum vegarskurð- inum? — Við hjónin komum til fjölskyldu einnar í Göttingen. Þar fékk ég að sjá matarskammtinn, sem hverjum manni er ætlaður á dag. Þetta er það, sem skammtað var hverjum einum; Dagskammtur: 285 gr. kartöflur 16 gr. kjöt 1/10 ltr. mjólkur 250 gr. brauð 7 gr. feitmeti 35V2 gr. haframjöl o. þ. h. 18 gr. sykur 4,6 gr. gerfikaffi Hugurinn hvarflaði heim til kjötkatlanna í Beykjavík------------- Núna, eftir að ég kom aftur heim, minnist ég oft með hryllingi þessarar myndar frá Göttingen. Eða þegar ég hugleiði muninn á húsnæði og klæðnaði manna hér heima og fólksins í hinum hrjáðu stríðslöndum. Hvernig ætli honum líði núna í frosthörkunum, litla kotroskna drengsnáðanum í Kiel? Og öllum hinum litlu börnunum á megin- landinu, sem enga sokka eiga og enga skó og enga hlýja úlpu eða peysu, engan frakka, engan trefil, enga vettlinga til að skýla frostbólgnum fingrun- um? Hvernig skyldi þeim líða núna litlu systkinun- um í rústadyngjunni í Frankfurt? Lifa þau það af þarna niðri í rökum, köldum, dimmum kjallaran- um? Eða fjölskyldan í herbergistóftinni? Og Eitt af sjúku börnunum. hvernig líður aumingjunum litlu berklaveiku í Göttingen? Og öllum hinum berklaveiku börnun- um víðsvegar um álfuna? Þúsundum og aftur þús- undum barna, sem berklaveikin nú hefir ráðizt á. — Það er svo sárt að sjá þetta og geta svo líti? gert til hjálpar. Hvað hafa þessi blessuð börn unn- ið til saka? Hví eiga þau að líða svona og þjást? En er ekki hægt að hjálpa þeim? Er ekki nóg til af fæðu og klæðum á þessari jörð til þess að allir geti haft nóg? Jú, það er nóg til. mun flytja ritgerðir færustu manna um öll mál- efni heimilisins (svo sem uppeldi, húsakynni, mat- aræði og heilbrigðishætti), þjóðræknismál (svo sem tungu, bókmenntir, persónusögu og ættfræði), ýmiskonar félagsmál (svo sem jafnrétti, bindindi, vinnubrögð og skemmtanalíf), fegurð og nytsemi landsins og allskonar menningarmál. Ennfremur margt og mikið til fróðleiks og skemmtunar, bæði innlent og útlent. Fyrst um sinn munu arkitektarnir Gunnlaugur Halldórsson og Hannes Davíðsson rita um húsa- kost, dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður um bragfræði, Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. um íslenzkt mál, og framhald birtast af hinni merku og skemmtilegu frásögu frú Gythu Thorlacius um dvöli sína hér á landi í byrjun síðustu aldar. 1 næsta blaði hefst þáttur uppeldisfræðinga um uppeldismál. S Y R P A 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.