Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 24

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 24
ans og eins vinnumannsins, sem reyndu að koma honum í skilning um, að þarna væru ræktaðar matjurtir. Hann sagðist ekki skilja, að það skipti miklu máli, þó kindurnar gengju ofan á þessum grastægjum, og af því að tvö hlið voru á garðin- um, þá rak hann hópinn inn um annað hliðið jafnóðum og piltarnir komu því út um hitt. Skrif- arinn sagði bóndanum, að sýslumaðurinn mundi ekki láta þetta athæfi óátalið, þegar hann kæmi heim, en þá varð bóndinn alveg æfur og mölv- aði í bræði sinni fiskhjallinn okkar. Þegar honum þóttu kindurnar vera búnar að hvíla sig nógu lengi í garðinum, þá hélt hann áfram í kaupstað- inn og mætti okkur á leiðinni. Engin merki sáust þess, að neitt hefði í skorizt; hann var svo vin- gjamlegur, sem framast mátti verða, kyssti mann- inn minn hjartanlega og gleymdi ekki að reka að mér rembingskoss, og sagði, að ég hlyti að vera engill. Það hefir víst verið af því, að ég var í hvítum kjól. Þegar við komum heim, sáum við hvað orðið var, og hver maður getur víst gert sér í hugar- lund, hve sárt okkur tók að sjá blettinn, sem við höfðum lagt svo mikla rækt við, þannig útleikinn, að engin von var um árangur af allri fyrirhöfn- inni. Maðurinn minn stefndi bóndanum, og hann var dæmdur til að borga tvær spesíur í sekt, til fátækra. Þetta vakti óhemju reiði og skelfingu allra Islendinga í nágrenniu, ekki eingöngu alþýð- unnar, heldur engu síður prestanna. Þegar sum- ir þeirra heimsóttu okkur síðar, létu þeir í ljós undrun sína yfir því, að nokkrum skyldi koma til hugar að sekta mann fyrir það eitt, að kind- urnar hans hefðu traðkað niður dálítið af grasi. Ég er ekki að færa þetta litla atvik í frásögur vegna þess, að mér þyki það í sjálfu sér skipta miklu máli, heldur vegna þess, að afleiðingarnar urðu svo ótrúlega erfiðar og langvarandi, að við urðum að súpa sevðið af beim árum saman. Það kom fyrir hvað eft.ir annað, þegar maðurinn minn var á þingaferðum, að honum var úthýst eða vísað til næsta bajjar til þess að fá sér mjólkursopa, ein- ungis vegna þess, að menn voru svo æfir út af þessari sekt, sem á bóndann hafði fallið. — Bóndi þessi var ávarpaður „Monsieur“, en það merkir, að hann var auðugur og átti mikið undir sér í sinni sveit. Skömmu eftir að Thorlacius sýslumaður og kona hans settust að á Eskifirði, voru þau boðin í brúð- kaupsveizlu séra Björns Vigfússonar, sem gekk að eiga dóttur Petersens, sýslumanns í Norður-Múla- sýslu. Þau þágu boðið, án þess að frú Thorlacius hefði nokkurt hugboð um þá erfiðleika og hættur, sem þesskonar ferðalag hefir í för með sér á þess- um tíma árs, en þá var komið að septemberlok- um. Samt sem áður komust þau heilu og höldnu á ákvörðunarstaðinn, sem var tíu mílur frá heim- ili þeirra. Þau voru heilan dag á leiðinni, og auð- vitað á hestum, því önnur farartæki eru ekki til á Islandi. Lýsing þessarar dönsku konu á brúðkaupinu dregur upp fyrir okkur skemmtilega mynd af hin- um gömlu venjum alþýðunnar í landinu, eða að minnsta kosti í þessu byggðarlagi. „Á næsta bæ við kirkjuna“, segir hún, „koma brúðkaupsgestirnir saman. Karlmennirnir raða sér hlið við hlið og haldast í hendur og kvenfólkið raðar sér beint á móti þeim á sama hátt eins og í dansinum Ecossaise Fylkingin heldur síðan hægt og sígandi af stað til kirkjunnar, og er þetta kallaður brúðargangur. Vegalengd, sem venjul. er farin á einni eða tveim- ur minútum, verður ekki minna en stundarfjórð- ungsferð með þessu móti. Hjónavígslan fór fram eins og hjá okkur, og borðhaldið allt var að dönsk- um sið, og hefir því víst orðið mjög kostnaðarsamt. Tveír stálpaðir synir prestsins lásu borðbæn á latínu. Um kvöldið fór fram athöfn, sem frú Thor- lacius gat ekki verið viðstödd vegna lasleika, en seinna komst hún ekki hjá því að kynnast þess- um sið. Þó að það, sem ég ætla nú að segja, kunni að koma illa við þá, sem vanizt hafa allra fáguð- ustu menningarsiðum, þá vona ég, að góðir les- endur, sem kynnast vilia íslenzku þjóðlífi eins og það er í raun og veru, virði mér til vorkunnar, þó é*T seai söguna eins og hiin kemur fyrir. Brúðkaupskvöldið, þegar aðalveizlan er um garð gemrin, fer brúðurin úr ytri fötum sínum, sezt á brúðarsængina, og til beggja handa við hana setj- ast konur, sem hún hefir valið sér að formælend- um. Brúðguminn kemur nú inn með nokkra karl- menn með sér, og þeir taka að ræða sín á milli, hve mikið væri fyrir það gefandi að fá að hátta hiá brúðinni. Svo gerir brúðguminn fyrsta boðið, bvínæst býður annar betur, og svona koll af kolli, bangað til formælendunum þykir nógu hátt boð- ið; síðastur býður auðvitað brúðguminn sjálfur. Þetta fé, sem oft kemst upp í nokkur hundruð spesíur, er séreign konunnar og ávallt skjalfest. Þó að maðurinn láti eftir sig skuldir, hefir aldrei heyrzt, að gripið væri til þessa fjár. Ef fá- tæklingar eiga í hlut, eru þó ekki boðnir pening- ar, heldur einhverjir gripir, ein kýr eða nokkrar kindur. — Þegar nú þetta er um garð gengið, og formælendurnir hafa fallizt á upphæðina, 14 S Y R P A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.