Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 49

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 49
„Hreindýrið hefir fleiri hár á skrokknum held- ur en úlfurinn“, sagði annar. „Nei og sei sei nei“, sagði hinn. „tJlfurinn hef- ir langtum fleiri“. Nú urðu þeir svo ákafir að þræta um þetta, að þeir settust flötum heinum á jörðina og tóku að telja hárin, sinn á hvoru skinni. En við vitum öll, að hæði hreindýr og úlfar hafa óskaplegan f jölda af hárum, og að það muni þurfa meira en lítinn tíma til að telja þau öll, enda sátu þeir dag eftir dag og nótt eftir nótt og töldu og töldu. „Ég er viss um að hreindýrið hefir fleiri hár“, sagði annar í sífellu. „Olfurinn skal hafa fleiri hár“, tautaði hinn. Báðir voru þeir jafn þrjóskir og hvorugur gat feng- ið sig til að láta undan, svo þeir héldu áfram að telja þangað til þeir dóu háðir úr hungri. Svona fer nú fyrir þeim, sem eru svo heimskir að eyða tímanum í að vinna verk, sem eru til einskis nýt. Barnaræninginn Langt niðri á hafsbotni býr ógurleg ófreskja. Oft kemur hún upp á yfirborðið og inn á strönd- ina — þá mega börnin vara sig, því ef þau orga og láta illa þegar þau eru að leika sér, þá tekur hún þau. Einu sinni var stór krakkahópur að leika sér niðri í fjöru. Þau æptu hátt af kæti, svo undir tók í klettunum. Þetta heyrði ófreskjan og lædd- ist inn að ströndinni. Þegar börnin sáu til hennar, urðu þau yfirkomin af hræðslu og flýðu eins og fætur toguðu upp í klettagjóturnar. En eitt barnið gat ekki flúið. Það var lítill, foreldra- laus drengur, sem engan átti að. Hann var svo fá- tækur, að hann átti ekki einu sinni sóla undir skóna sína, og þess vegna gat hann ekki hlaupið eins hart í grjótinu og hin börnin. Hann dróst fljótt afturúr og ófreskjan var alveg á hælunum á honum. En þá datt snáða ráð í hug: Hann fleygði sér niður og sparkaði út í loftið með fótunum, og allar tærnar stóðu út úr skónum. Ökindin var nú komin fast að honum, og ætlaði að grípa hann á loft, en hann gerði sér lítið fyrir, rak framan í hana aðra stórutána og hrópaði: „Varaðu þig á stórutánni, hún étur menn“. Þá varð ófreskjan svo hrædd að hún flýtti sér í dauðans ofboði langt út á haf, en drengurinn hljóp heim eins hart og hann gat. Það er ljótt að fyrirlíta smælingjana Einu sinni var ofurlítil mýfluga, sem flaug langt út í heiminn. Hún var svo lítil, að henni datt ekki í hug að mennirnir tækju eftir sér. Þegar hún var orðin svöng, þá settist hún á hendina á dreng- hnokka, og á meðan hún sat og hvíldi sig, heyrði hún að einhver sagði við drenginn: „Svei, þarna er þá óhræsis mýfluga. Flýttu þér að kremja hana sundur“. En þá vissi mýflugan ekki fyrri til en hún var allt í einu búin að fá málið, ag hún sagði svo hátt, að drengurinn heyrði það: „Æ, æ. Vægðu mér. vægðu mér. Ég á dálítinn dótturson heima, og hann fer að gráta, ef ég kem ekki aftur“. Hafið þið nokkurntíma vitað annað eins: Svona agnarlítil, og orðin amma! 5 Y R P A 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.02.1947)
https://timarit.is/issue/420852

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.02.1947)

Aðgerðir: