Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 34

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 34
af því mig langar til að hringja hann upp. Ég er ekki að segja það af því. Það er alveg satt, það er áreiðanlega ekki af því. Ég skal vera stórbrotin. Ég skal vera hafin yfir vesæls stolt. Góði guð, forðaðu mér frá að hringja. Gerðu það, guð. Hvað kemur stolt þessu máli við? Þetta eru bara smá- munir. Hvað er ég þá að tala um stolt, hvað er ég að gera veður út af þessu? Kannske ég hafi misskilið hann. Kannske hann hafi verið að biðja mig um að hringja klukkan fimm. „Hringdu klukkan fimm, elskan“. Ég er nærri vissi um, að hann sagði það. Guð, láttu mig ekki hugsa svona. Láttu mig muna, gerðu það, láttu mig muna. Ég ætla að hugsa um eitthvað annað. Ég ætla bara að sitja kyrr. Ef ég bara gæti setið kyrr. Kannske ég geti lesið. 0, allar bækurnar eru um fólk, sem elskast svo innilega. Því eru þeir að skrifa urn það? Vita þeir ekki, að það er ekki satt? Vita þeir ekki, að það er lygi, helvízk bláber lygi og ekkert annað? Af hverju eru þeir að lýsa þessu svona, þegar þeir vita hvað það særir mann? Bölvaðir séu þeir, bölvaðir, bölvaðir. Ég má ekki láta svona. Ég verð að vera róleg. Það er eng- in ástæða til að láta svona. Sko til. Ef hann væri nú ein- hver annar, einhver sem ég þekkti litið, til dæmis einhver stúlka, þá mundi ég bara hringja og segja: „Heyrðu, góða, af hverju kemurðu ekki? Kom eitthvað fyrir þig?“ Þetta mundi ég gera, og ekkert finnast til um það. Því get ég ekki eins verið blátt áfram og eðlileg við hann, þó mér þyki vænt um hann? Ég get það. Það er alveg satt, ég get það vel. Ég hringi bara til hans og verð glaðleg og blátt áfram. Þú skalt sjá, hvort ég get það ekki, guð. Ö, láttu mig ekki hringja, gerðu það ekki, gerðu það ekki, gerðu það ekki. Guð, getur það hugsazt, að þú ætlir ekki að láta hann hringja? Er þér alvara, guð? Gætirðu ekki vægt mér? Ég er ekki að biðja þig um að láta hann endilega hringja strax, bara þú látir hann gera það rétt bráðum. Ég ætla að telja upp að fimm hundruð. Ég skal telja hægt og ekkert hafa rangt við. Ef hann verður ekki búinn að hringja þá, þá geri ég það. Ég geri það. Ó, góði guð, heilagi faðir á himnum, láttu hann verða búinn að hringja. Gerðu það, gerðu það, gerðu það. Fimm, tíu, fimmtán, tuttugu, tuttugu og fimm, þrjátíu, þrjátíu og fimm,.......... (J. K. þýddi). íecjlr íöffur: Jónas Gíslason (fæddur 8. sept. 1871) er Aust- firðingur að ætt og alinn upp á Héraði. Hann hef- ir verið bóndi ]tar eystra, í Loðmundarfirði og Fáskrúðsfirði og víðar, og einnig stundað útgerð og verzlun. Hann er mjög fróður um austfirzka sögu, bæði fyrr og síðar, kann ógrynni af sögn- um þaðan, og segir vel og hnittilega frá. Hann hefir ekki hirt um að halda þessu saman, en nokk- uð hefir verið skrifað upp eftir honum, og mun það birtast smátt og smátt í þessu blaði. Hér skal nú sögð ein sagan, — að Jónasi forspurðum. 24 SELEY er verstöð úr Reyðarfirði. Þaðan sóttu menn til róðra nálega frá hverjum bæ í sveitinni. Þar var aflasælt og góð veiðistöð og oft mann- margt. Það þótti aumur bóndi, sem ekki gat haft eitthvert úthald í Seley, og varla fær um að fleyta fram lífinu í Reyðarfirði. Enginn strákur þóttist maður með mönnum, nema hann kæmist út í Seley um fermingu. Þar var iðja og athöfn og oft mannfagnaður, en oft var þar harðsótt til fanga og stundum róstusamt. Þeir voru hreystimenn og hörkutól margir, sem þangað sóttu, og létu sér fátt fyrir brjósti brenna, enda var ekki heiglum hent að sækja þar sjóinn. Oft þóttu þeir heldur spozkir og kaldhæðnir, sem í Seley voru, og marg- ir þeirra annálaðir háðfuglar. Helgi hét bóndi og reri lengi í Seley. Hann var bróðir Sigríðar á Karlsskála, konu Eiríks. Með hon- um var sífellt í skiprúmi sá maður, er Stefán hét, Halldórsson frá Högnastöðum, og tvo háseta hafði hann aðra. Oft var grunnt á því góða með báts- höfn Helga og öðrum Seleyingum, og skimpuðu þeir þá og ertu. Létu þeir í veðri vaka, að þeir Helgi væru óstórir og ekki sjósóknarar á horð við aðra Seleyinga, og varð af þessu metingur nokk- ur og mannjafnaður. Einn dag sáust þeir Helgi koma siglandi í sunn- anveðri og fóru geyst í Seley, en veðrið æstist. Seleyingar stóðu á ströndinni og horfðu á sigling- una og undruðust hvað verða mundi, dáðust að og þótti ofdirfska í senn og vandsiglt í veðrinu. Sjá þeir þá allt í einu, að þeir Helgi kollsigla sig, en þeir voru þá skammt undan eynni. Allir kom- ust þeir samt á kjöl, og sáu þeir Seleyingar það vel úr vörinni. Brugðu þeir skjótt við og hrintu fram báti til bjargar. Reru þeir knálega út og komust bráðlega að þeim Helga, þar sem þeir höfðu klifið á kjölinn. „0, jæja, mikinn siglið þið nú, piltar, og er nú mál að komast af kjölnum“, kallar einn skipverji til þeirra. Þá segir Helgi við sína menn: „Þeir skulu hlæja að öðru, Seleyingar, en því, að þeir dragi mig af kjöl“, og lét sig falla í sjóinn. Þegar hann var horfinn, segir Stefán: „Við höfum lengi saman verið, og er bezt að við verðum enn samferða“, og rennir sér í sjó- inn á eftir Helga. Seleyingar björguðu síðan hásetunum og sögðu þeir af orðaskiptum þeirra Helga á kjölnum, en þeir fórust báðir. (Meira). V. Þ. G. S Y R P A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.