Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 18
Dr. Björn Sigfusson ætlar að kenna okkur brag-
fræði!
„Syrpa“ skorar á lesendur sína að fylgjast vel
með frá upphafi. Foreldrar ættu að hjálpa börn-
unum og hvetja unglingana til að spreyta sig á
þessu skemmtilega viðfangsefni.
skeytlu og séu ekki búnir að læra það. Því skal nú
greint með nákvæmni frá bragarhætti þessum.
Braglínur eru fjórar, sem skeyta þarf saman með
stuðlum og endarími. Af þessu er nafnið fer-skeytla
og ferskeyttur háttur dregið og á í þrengstu merk-
ing einungis við háttinn eins og hann er í vísunni
að ofan, en allir 4 braglína hættir, sem margbrotn-
ari eru eða dýrar kveðnir, hafa sérstök heiti, og
skulu þau ekki rakin þessu sinni né lýst þeim
háttum.
Braglínulokin ríma saman tvö og tvö, -sand:
land, sveima: heima. Þær braglínur, sem þannig
ríma saman í lokin, eru jafnlangar, fyrsta er jafn-
löng þriðju, önnur er jafnlöng fjórðu. Lengdin er
mæld með því einu að telja kveður þeirra, 4 kveð-
ur eru í 1. og 3., þannig: Yfir/ kaldan/ eyði/sand;
— Nú er/ horfið/ Norður/land. Kveða er einnig
kölluð bragliður. Og heita þá tvíliðir þeir, sem 2
atkvæða eru (kald-an eða Nú er), en þríliðir, ef 3
atkvæði eru (kenn-ar-i, Nú á ég/hvergi/heima).
Eins atkvæðis kveður heita stýfðar kveður eða stúf-
liðir (-sanddand) og tíðkast í braglínulok og í
fleiri háttum en hinum ferskeytta.
Stuðlar eru auðfundnir í seinni hlutanum, þrem
sinnum stafurinn n:
dr. BJÚRN SIGFÚSSDN:
I. grein um bragfræði.
Máttur ferskeytlunnar.
Fyrir 80—90 árum varð norðlenzkum skólapilti
að orði á þessa leið: Ég á hvergi heima lengur, því
að Norðurland er mér horfið, ég reika í náttmyrkri
einn um kaldan eyðisand. Þetta ferðasögubrot af
Stórasandi eða annars staðar af öræfaleiðum frá
Norðurlandi til Suðurlands væri löngu gleymt, ef
höfundurinn hefði ekki orðað það betur en svona.
Hefði hann orðað það með óeðlilegri viðhöfn, væri
það einnig gleymt. En hann gerði úr því ferskeytlu
með einföldustu orðum einfaldasta bragarháttar,
sem hann kunni, og þess vegna lifir ferðasögubrot-
ið þúsund ár. Sá getur máttur ferskeytlunnar orð-
ið. Hann kvað:
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.
Kveðskapur hefur þau sérréttindi, að hann er
jafnan skilinn á tvo vegu í senn, bókstaflegan og
líkingarfullan. Hið líkingarfulla í þessari vísu er
skiljanlegt hverjum unglingi alveg eins og Kristj-
áni Fjallaskáldi, sem gerði hana. Sú vitneskja,
sem vísan gefur um eirðarleysi, heimilisleysi og
svartsýni Kristjáns, ekki aðeins þessa nótt, heldur
mikinn hluta stuttrar ævi hans, læsist inn í hugskot
hvers, sem sér fyrir sér myndina af honum reik-
andi um sandinn. Þetta er einkenni góðs skáld-
skapar og ekki leirburður, að sýna minnistæðar
myndir, sem áhorfandi getur virt fyrir sér, unz
hann skynjar meira úr þeim en hið bókstaflega.
Göfug list er stundum svo einföld, að hver sem
er gæti beitt henni til að tjá hug sinn, ef hann
kynni fáein handverksatriði til þess. Ég þykist vita,
að marga lesendur langi til að kunna að gera fer-
Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.
Síðasti, þriðji, stuðullinn verður ávallt að vera
i fyrsta áherzluatkvæði síðari braglínunnar og heit-
ir öðru nafni höfuðstafur til aðgreiningar frá hin-
um fyrri tveim. Milli stuðla í fyrri línunni má
ekki vera lengra en þarna er, en gæti verið styttra,
svo að ekki væri rangrímað að segja: Horfið nú
er Norðurland, — þótt ófegurra væri. Stuðla má
aldrei vanta í íslenzkan kveðskap og aldrei vera
fleiri kveður milli þeirra en þetta dæmi sýnir né
svo langt bil, að þeir falli máttlausir niður við eðli-
legan lestur. Þetta er það atriði vísnagerðar, sem
byrjendum hættir mest við að flaska á.
Stuðlar eru torfundnari í fyrri helmingnum,
þrem sinnum sérhljóð í upphöfum orða. Sérhljóð
stuðlast Öll saman, hver sem þau eru.
B
S Y R P A