Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 22

Syrpa - 01.02.1947, Blaðsíða 22
Jómfrú Gytha Howitz Árið 1845 kom út bók í Danmörku með þesssu nafni. tJtgefandinn, séra Jörgen Victor Bloch, var tengdasonur söguhetjunnar. Hann setti söguna saman eftir rituðum endurminningum og munnlegri frásögn tengdamóður sinn- ar, frú Gythu Thorlacius (f. Howitz, hinn 20. maí 1782). Hún fór ekki að skrifa upp minningar sínar fyrr enn tutt- ugu árum eftir að hún fluttist alfarin frá Islandi, og kann því margt að hafa fallið úr. En frásögnin öll ber vott um svo frábært minni, alúð og samviskusemi, að hún verð- ur að teljast merk heimild um lifnaðarhátttu á Islandi um þessar mundir. Sagan gerist á hinum miklu þrenginga- timum Dana, er land þeirra var skotspónn stórveldanna í Napóleonsstyrjöldinni, og er hin ævintýralega lýsing frú Gythu á ferðalagi fjölskyldunnar til Danmerkur fróðleg til samanburðar við þann styrjaldartíma, sem nú er ný- afstaðinn. — Árið 1930 gaf útgáfufélagið Levin & Munks- gaard i Kaupmannnahöfn bókina út að nýju, með nákvæm- um skýringum og formála Haraldar Prytz, málflutnings- manns. Mun hún verða birt hér öll í blaðinu, en skýringun- um sleppt. Vonandi er að lesendur hafi ánægju af lestri þessum, því sagan er atburðarík og skemmtileg frá upp- hafi til enda. Saga þessi hefst á því herrans ári 1801, sem var viðburðaríkt fyrir Danmörku eins og allir vita. Ungur lögfræðingur af góðu, íslenzku bergi brotinn, Theodór Thorlacius að nafni, hafði sótt um og fengið sýslumannsembætti á Islandi. Hann gerði þetta að ósk föður síns, sem um margra ára skeið var embættismaður í Kaupmannahöfn, en elskaði og dáði ættjörðina köldu, þrátt fyrir hina löngu útivist. Snemma á árinu hafði Thorla- cius yngri gengið að eiga ungfrú Gythu Howitz frá Amager, sem enn er lesendunum ókunnug, en þar sem það eru endurminningar hennar, sem hér verða skráðar, vona ég að þið kynnist henni bæði fljótt og vel. Áður en hún komst í kynni við mannsefni sitt, hafði hún ekkert sérstaklega verið að brjóta heilann um Island, en nú tók hún að búa sig und- ir það með brennandi áhuga og dirfsku æskunn- ar að flytja til þessarar ókunnu eyjar, langt úti í fjarskanum. Sjálfsagt hefir tengdafaðir hennar brugðið upp fyrir henni bjartri mynd af landinu, en ekki hefir henni þó getað dulizt, að hún átti í vændum mikla og marga erfiðleika og þrautir. Það hafði verið ákveðið, að skipið, sem átti að flytja þau til Islands, legði af stað í marzmánuði. En stjórnmálaatburðirnir, sem áttu eftir að sýna þáð svo greinilega hinn 2. apríl, að særinn er enn „hin forna danska frægðarleið“, urðu til þess að tefja ferðina, svo þau fengu að dvelja í Danmörku í nokkra mánuði í viðbót*). Hinn 24. dag júlímánaðar 1801 lagði skipið loks af stað, og ungu hjónin horfðu hnuggin á turna höfuðborgarinnar hverfa bak við öldurnar. Á höfn Helsingjaeyrar lagðist skipið við akkeri, svo ferðafólkið gat enn notið ánægjunn- ar af nokkurra stunda dvöl á danskri grund með ættingjum og vinum. En brátt kom að því, að þau urðu að fara um borð aftur, og sama kvöldið sigldu þau út sundið fagra í ofsarigningu, þrum- um og eldingum. Ferðin gekk slysalaust, og ekkert bar sögulegt að höndum. Frú Thorlacius lýsir skipstjóranum þannig, að hann hafi verið ruddalegur og geð- vondur harðstjóri. Segir hún, að aðeins einn far- þeganna hafi getað komið sér í mjúkinn hjá hon- um, og þessa sérstöðu sína hafi hann notað til þess að koma af stað úlfúð og óánægju meðal far- þeganna. (Þetta var fyrrverandi embættismaður, nýsloppinn úr hegningarhúsi). En samt varð nú þetta til að skapa dálitla tilbreytingu á þessari *) Þann dag réðist brezki flotinn á dönsk herskip við strendur landsins, og vörðust Danir vasklega. 12 S Y R P A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.