Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 7

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 7
og stéttarbræður þeirra. Þá hafa þingskrifarar á Alþingi sama kaup, án tillits til þess, hvort starf- er unnið af karli eða konu. Allt er þetta eins og vera ber, en svo nær hið fjárhagslega jafnrétti kynjanna heldur ekki mik- ið lengra á kaupgjaldssviðinu. Samkvæmt launalögum ríkisins virðist það að vísu vera tilætlunin, að konur fái að öðru jöfnu sama kaup og karlar, en í framkvæmdinni fer því yfirleitt fjarri, að svo sé. í flestum ríkisstofnun- um finnast fáar konur í hæstu launaflokkum. Þær virðast alls ekki hafa verið færðar upp eftir starfsaldri samkvæmt sömu reglu og karlmenn. Þess vegna eru konur æ því fjölmennari eftir því sem neðar kemur í launastigann. Og í þeim launaflokki ríkisstofnana, sem nefndur er III. flokks skrifarar, má heita, að karlmenn fyrirfinn- ist ekki. — Það eru launakjör, sem aðeins þykja\ konum boðleg. Sams konar ósamræmi á sér stað í launakjörum karla og kvenna við hvers konar iðnaðar-, verzl- unar. og skrifstofustörf hjá einkafyrirtækjum. Verður þó ekki séð, hvaða réttlæti sé í því að greiða fyrsta flokks vinnu um hraða og öryggi t. d. við vélritun eða bókhaldsstörf, miklu lægra verði, ef verkið er framkvæmt af stúlku, en greiða yrði fyrir það, ef karlmaður væri fenginn til verksins. Sama er niðurstaðan, ef litið er á störf piltsins og stúlkunnar í búðinni, eða á störf karla og kvenna í margs konar verksmðjuvinnu, þar sem hand- flýtir, lægni, iðni og samvizkusemi ráða fremur afköstum en afl og líkamsþrek. — Hver sá, sem t. d. kemur í hraðfrystihús og lítur á karla og konur vinna þar að fíökun og innpökkun, mundi jafnvel verða í nokkrum vafa um, hvort réttlætis- grundvöllur fyndist fyrir mismunandi kaupi karla og kvenna á þeim víðtæka vettvangi at- vinnulífsins. í almennri daglaunavinnu er það nú algeng- ast, að konur liafi aðeins 65—70 % af kaupi karla við sömu vinnu. Þar, sem mismunurinn er allra minnstur, nær kvenmannskaupið þó 75% af karlmannskaupinu, en þeir staðir eru líka til, þar sem.kvenmannskaupið er aðeins röskur helm. ingur af kaupi karla. Áþekk þessu eru líka hlut- föllin í flestum greinum iðju og iðnaðar. Þannig mætti lengi telja. En um það þarf ekki að fjölyrða frekar. Hér er um auðsætt og áber- andi misrétti að ræða. — Misrétti, sem fyllsta ástæða er til að ráðast oæsm af alefli. o o í þeirri baráttu ættu einkum þær konur að hafa forustuna, sem þegar hafa hlotið sömu laun fyrir sína vinnu og karlmenn. Það er og víst, að verkalýðshreyfingin mun veita þessu máli fullan stuðning. Þá þarf heldur enginn að efa það, að kvenfélögin muni fylgja jafnréttismálum kvenna fast eftir, enda er það sannfæring mín, að ekki líði á löngu, þar til fullur sigur vinnst. Það mega íslendingar líka vita, að þeir eru ekki einir í för um að stíga lokaskrefið í jafnrétt- ismálum kvenna. Að því stefna nú flestar liinar bezt menntu þjóðir heimsins, og mætti það vel verða heiður þessarar litlu þjóðar að stíga þar lokasporið á undan þeim, sem stærri eru. Það skal fyllilega játað, að lögfesting á algeru jafnrétti kvenna og karia, mundi af sér leiða veru- legar breytingar í þjóðfélagi okkar. En það er jafnframt trúa mín, að þær breytingar hefðu gott eitt í för með sér. En samt eru sjálfsagt margir í vafa í þessum málum. Lítum því snöggvast á þróunarsögu málsins hér á landi í örstuttu yfirliti og hyggjum að, hvort aukin mannréttindi kvenna á liðnum áratugum muni hafa leitt til góðs eða ills. N iðurstaða þeirra athugana gæti orðið okkur vísbending: Hver mundi nú vilja svipta konur aftur kosn- ingaréttinum? Hver mundi nú vilja útiloka stúlk- ur frá námi í æðri skólum landsins? Hver mundi nú vilja innleiða bann við því, að stúlkur fengju að sanna þekkingu sína við prófborðið? Hver mundi nú vilja svipta konur rétti til embætta? Hver mundi nú vilja ætla dætrum sínum hálfan arf á móti sonunum? Hver mundi nú vilja inn- leiða það „réttlæti“ á ný, að karlmenn hefðu fimmfalt kaup á móti konum? Sjálfsagt enginn. — Slíkur afturhaldsraftur fyr- irfinnst vafalaust enginn meðal íslenzku þjóðar. innar, þótt leitað væri frá innstu dölum til yztu nesja. Allt þetta hefur verið í réttlætisátt. Ekkert þess- ara skrefa má stíga til baka. Þetta eru bara sjálf- sagðir hlutir, mundu menn vafalaust keppast um að viðurkenna. „En“. — Já, eru þeir í sannleika mjög margir, sem segja ,,en“ þegar að því kemur að taka af- stöðu til þess, hvort þessari þróun skuli fram haldið með það lokatakmark fyrir augum, að hér skuli ríkja algert stjórnmálalegt jafnrétti karla og kvenna, — jafnrétti karla og kvenna í atvinnu- SYRPA 79

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.