Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 8

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 8
málum — í fjármálum — í hjúskaparmálum — í menningarmálum og launamálum? Mér finnst ekki líklegt, að þeir verði ýkjamarg- ir. — Það er nefnilega örugglega víst, að aukin mannréttindi kvenna brjóta ekki í bág við hags- muni þjóðfélagsins. Og þó hefur Alþingi að þessu sinni fellt að verða við réttmætum óskum um jafnrétti kvenna og karla. — Frumvarpinu um réttindi kvenna var mætt með rökstuddri dagskrá, þar sem segir, að vegna þess að það sé óvíst og óljóst, að hve miklu leyti konur búi við þrengri rétt í þjóðfélaginu en karlmenn, verði blessaðri ríkisstjórninni falið að athuga og rannsaka málið, og leggja síðan frum- varp um réttarbætur fyrir Alþingi — einhvern tíma seinna — ef purfa þykir. — Þetta verkefni var þó stjórninni óljúft að taka að sér, og var dag- skrártillagan felld við aðra umræðu málsins. Því næst var svo frumvarpið sjálft einnig fellt með jöfnum atkvæðum. — Við vitum vel, hversu sjald- gæft það er, að eikin falli við fyrsta högg og mun. um enda líka það, sem Þorsteinn kvað. Þess vegna segjum við nú við þig, íslenzka kona: ,,Þú skalt ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, unz brautin er brotin til enda.“ ÞRJÚ SMÁLJÓÐ eftir Dorothy Parker Nocturne Alltaf ég fann, að það endanlegt var. (Úlfgráir skýflókar. Blaðvana greinar). Manni ég unni — og það fór þar. (Þykknar í lofti og náttvindur kveinar). Breiðsla’ yfir staðreynd er bleyðileg, brunnið er eldfjallið, storknar þess hliðar. Alltaf ég fann, að það fceri á einn veg, fyrr eða síðar. Allatið var mér sá endir Ijós. (Úrhellisregn lemur mioldir, sem flaka). Bliðara lœtur ný blómarós. (Blik undir sólstöfum. Smáfuglar kvaka). Nú kýstu þá, sem mér yngri er, urðar hamingju liðinnar tiðar. Jceja, það fer vist eins fyrir mér, fyrr eða síðar. Myndir í tóbaksreyk Hve glcest var fyrs'a ástin, svo æskudjörf og fin! Sú önnur likust vatni i hreinu, hvítu glasi. Þriðja ástin ást lians, en öll sú fjórða min, iog eftir það ég hefi ei reiðu á mínu kcerleiksbrasi. N iðurstaða Rakhnifur blóðgar. Bróm veldur kvöl. Fýla’ er af gasi. Fljót eru svöl. Blásýra brennir. Bregst snara flest. Skammbyssa’ ei lögleg. ----Að lifa er vist bezt. Sigurður Þórarinsson þýddi. 80 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.