Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 33

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 33
að viðurkenna jafnréttiskröfur kvenna — a. m. k. á pappírnum. I. J.: Gott. K. Ó.: Ég tel alveg sjálfsagt, að konur og karlar búi við full- komið jafnrétti í þjóðfélaginu, hafi sömu aðstöðu tii að neyta krafta sinna við hvaða störf sem er, sömu rétt- indi, sömu skyldur og sömu laun fyrir sömu vinnu. Ég er því fylgjandi frumvarpi þessu. M. B.: Ég álít að það sé að mestu komið undir ábyrgðartil- finningu kvenna sjálfra hvort, eða hvenær, fullkomið jafnrétti fæst. Ég tel það rétt að konur fái sama kaup og karlar, ef þær óska þess, enda eru menn þá lausir við alla samkeppni úr þeirri átt. 3. Beiðni þeirra Einars Ol. Sveinssonar, Gylfa Þ. Gísla- sonar, Klemensar Tryggvasonar, Pálma Hannessonar og Sigurbjarnar Einarssonar um heimild Alþingis til málshöfðunar gegn Olafi Thors fyrir meiðyrði í þing- ræðu? 1. Tilefnið? 2. Tíminn, sem fór í umræðurnar? I. J.: Beiðnin hefði ekki átt að koma fram. 1. Ósæmilegt. 2. Alltof langur. A. Þ.: 1. Þegar litið er á umrnæli þingmannsins, er auðsætt að tilefni til málshöfðunar er ærið. Samt sem áður tel ég, að þessir ágætu menn hefðu ekki átt að biðja Alþingi að rjúfa þinghelgina, svo að þeir gætu lögsótt umrædd- an þingmann. Þeir, er láta þjóðmál til sín taka geta allt- af vænzt þess að verða níddir og ærumeiddir af mönn- um, er telja sig þurfa á slíkum vopnaburði að halda. 2. Um tíma þann (og þá um leið fé), er fór í þessar um- ræður, er það helzt að segja, að hann virðist í allgóðu samræmi við vinnubrögð Alþingis á ýmsum öðrum málum. B. S.: 1. Tilefnið var aðdróttun frá Ólafi Thors, básúnuð út í blöðum og til þess ætluð að hræða almenning frá að tala eins opinskátt um utanríkismál og landráð og þeir menn höfðu gert, sem O. Th. nafngreindi. Hótun var fólgin í aðdróttuninni, og markmið hennar verður að sjást í því ijósi, en ekki í hinu ljósinu, sem dómstólar gátu tendr- að. Ónóg var að sanna, að ásökunin var röng, þegar urn seinan var orðið að fyrirlryggja verkanirnar, sem hún hafði þegar haft á þorra hinna dómgreindarlitlu í land- inu. Menn ólíkustu skoðana trúðu Ólafi strax. Ihalds- sálir hugðu marga háskólakennara orðna að bióðþyrstum kommum, og kommúnistar tveir fóru við áeggjan þessa að mæla menntaskólarektor að vallarsýn til að sjá, hve þungri kylfu hann mundi sveifla í slag með verka- mönnum. Markmið þessa tiltækis Ólafs Thors var pólitískt og ekki unnt að mæta því að gagni nema með fræðslu um stjórnmálaaðferðir. Dómsniðurstaða og sektir væru þeirri fræðslu hjálp, en ekki hið eina nauðsynlega. Á hinn bóginn er þinghelgi þingmanna svo sögulegur og ómissandi þáttur þingræðis, að glapræði hefði verið að rifta henni af þessu tilefni og fórna þannig meira verðmæti fyrir hið minna. Niðurstaða Alþingis að vísa beiðninni frá var rétt. 2. Þegar niðurstaða verður rétt, má fyrirgefa þinginu langmælgi, fremur en þegar beitt er ýmist langmælgi eða umræðubanni til að þvæla illu máli gegnum þing. F. Ó.: Það er, að sjálfsögðu, brot á öllum velsæmisreglum að alþm. svívirði utanþingsmenn á þann grófasta hátt er tungan leyfir af þeirri einu ástæðu að þeir eru honum ekki sammála í stjórnmálum. Beiðni þeirra félaga um leyfi til þess að höfða mál gegn Ólafi Thors er því ekki annað en tilraun til þess að hazla Ólafi völl, þar sem báðir aðilar geta sótt og varizt. Þinginu bar því skylda til þess að veita þetta leyfi, svo framarlega sem það vill ekki lögvernda óheiðarlega og ódrengilega málefnabar- áttu. Úrslit málsins sýndu hins vegar að meirihluti þingmanna vildi ekki sleppa þessum forréttindum og verður hver og einn að geta sér til um það hugarfar, sem liggur til grundvallar slíkri ákvörðun. G. C.: Ræða þingmannsins er tilraun til þess að hræða menn frá hinu frjálsa orði. Tel þó ekki rétt að skapa fordæmi með því að svipta hann þinghelgi, enda hefur það sýnt sig, að hér er ekki þörf að leita álits dómstólanna. Þing- maðurinn hefur þegar hlotið sinn dóm. K. Ó.: Það mun því miður ekkert einsdæmi að þingmenn ger- ist úr hófi fram hvassyrtir um utanþingsmenn í ræðum sxnum. Naumast myndi þó bæta úr skák að svipta þá þinghelgi, og ekki myndi við það verða friðvænlegra í þjóðfélaginu, enda nokkur hætta á, að slíkt yrði mis- notað. Eflaust hefði Alþingi getað varið betur þeim tíma, sem fór í þessar umræður. M. B.: Það er leiðinlegt að slíkt skuli ske. En ég skil ósköp vel að þeir herrar alþingsmenn vilji ekki bera ábyrgð á því, er þeir segja á þingi. 4. Tillaga Fjárveitinganefndar um lækkun styrkja til skálda, rithöfunda, listamanna, vísindamanna og fræðimanna? Á. Þ.: Hér virðist urn smásmygli að ræða. B. S.: Gerð móti betri vitund flestra þingmanna, eins og sann- aðist við úrbót þá, sem þeir gerðu við 3. umræðu fjár- laga. F. Ó.: Mér eru Ijósir erfiðleikar fjárveitinganefndar við að klamlxra saman fjárlögum, enda hefur það verk verið alltorsótt, þar sem fjárlög fyrir yfirstandandi ár eru enn óafgreidd, hins vegar held ég að hin vísa nefnd hafi ekki ráðizt á garðinn þar sem hann er hæstur, þegar hún leggst á skáld og fræðimenn; að vxsu virðist manni nú vandséð hvaða erindi sumir Jxeirra eiga í víngarðinn, en allt um það höfum við lengst af stært okkur af þess- um fulltrúum okkar og ég myndi gera tilraun með að setja þá á, enda eiga sumir Jxeirra það margfaldlega skilið. Hins vegar er mér það ljóst, að sú regla sem und- anfarið hefur gilt um úthlutun styrkja til þessara S YRPA 105

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.