Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 18

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 18
eldhúsum, er bökunarskúffan. Hún er þannig, að hliðarnar eru lægri innantil og án bakstykkis, botninn kemur slétt með hliðunum að neðan og þarf helzt að vera þykkri en venjulegur skúffu- botn. Lengd skúffunnar er æskileg um 75—90 cm. Við notkun er hún tekin út og sett ofan á borð- plötuna, þannig að forstykkið snýr að veggnum og síðan hnoðað á henni og skorið. Með notkun bökunarskúffunnar er fyrirbyggt að skorið sé í plötuna á vinnuborðinu og hreinlæti við bakstur. inn mjög mikið aukið. Ég vil hiklaust mæla með notkun hennar, því að hún gefst alls staðar vel, þar sem ég þekki til. Bökunarskúffan er nýjung, sem hefur reynzt mjög vel, og œtti helzt að vera i hverju nútimaeldhúsi. Veggskápar Eitt veigamesta atriðið, er veggskápana varðar, sem og raunar alla skápa, er að hillu-millibil séu mátuleg og hæfi þeim hlutum, sem geyma á í þeim. En hlutir þessir eru, eins og vitað er, mjög misjafnir að stærð og lögun. Þess vegna er nauð- synlegt að hafa stærð þeirra hvers og eins í huga, þegar millibilin eru ákveðin. Þrátt fyrir þessa staðreynd má víða í húsum sjá skápa með löngu og jöfnu bili milli allra hillna, oft 30—40 cm., sem er það bil, er aðeins hæfir hæstu hlutum, er í skápnum á að geyma. Til þess að rúmið í skáp- unum notist til hlítar, þarf millibilið að vera mjög misjafnt, það minnsta aðeins 12—16 cm. En gæta verður þess auðvitað að nota hillurnar með hinu hagkvæma bili á réttan hátt, t. d. láta ekki kaffibollana þar sem lengst er millibilið og lenda svo í vandræðum með stað fyrir háar mjólkur- könnur. Hillurnar ættu ekki að ná alveg aftur að baki skápanna, heldur að vera eins og 2 cm. frá því, það atíðveldar hreingerningu. Dýpt veggskápanna er oft ekki stillt í hóf sem skyldi. 30 cm. utanmál er nægileg dýpt fyrir alla þá hluti, sem í þeim eiga að vera. Meiri dýpt er algerlega gagnslaus, en veldur óþægindum, þegar unnið er við veggborðið, sem oftast er undir skáp- unum. Millibilið milli vinnuborðs og veggskápa ætti ekki að vera minna en 55 cm. Þess er oft ekki gætt sem skyldi að hafa skápana þannig, að sem 90 allra auðveldast sé að halda þeim hreinum. Enn- þá verður mörgum á af gömlum vana að hafa breitt, fast stykki á milli hurðanna og út við enda skápanna, en það torveldar mjög hreingerningu skápsins að innan. Yfirskáparnir ættu alltaf að ná alla leið til lofts, jafnvel þó að viðkomandi telji sig ekki hafa not fyrir þá svo háa. Með tilliti til hreinlætis er mjög óheppilegt að hafa þá 30—40 cm. frá lofti, því að ryk, sem fellur yfir sjónar- hæð, vill oft gleymast í hinum daglegu önnum. Eitt mjög varhugavert atriði er farið að láta á sér bera í eldhúsinnréttingum hér og virðist vera allvel séð af mörgum húsmæðrum. Það eru hinar svonefndu „punthillur“. Þær hafa alls enga hag- nýta þýðingu, en verða aðeins til að auka að mun erfiði við daglega hreingerningu. Ef húsmóðirin hefur einhverja stund afgangs frá hinum óhjá- kvœmilegu störfum, væri henni þá ekki betur varið til lesturs eða handavinnu, heldur en ryk- hreinsunar eða þvotta á þýðingarlausum hillum og sillum? Fyrir nokkrum árum tfðkaðist það mjög að hafa rammahurðir með gleri í fyrir eldhússkáp- unum. Ymist var þá glerið glært eða marglitt, slétt eða með ýmiss konar upphleyptu mynstri. Þessar hurðir tilheyra að mestu leyti fortíðinni, en þó munu vera til nýleg eldhús með þessari hurðagerð. Rennihurðir úr gleri eru heldur ekki óþekkt fyrirbrigði í eldhúsum hér seinni árin. Báðar þessar hurðagerðir eru mjög óhagkvæmar og ættu helzt hvergi að sjást, sízt af öllu í eldhús- inu. Rennihurðir úr tré álít ég einnig óheppi- legar í eldhús. Hinar sléttu krossviðarhurðir eru þó sem betur fer algengastar, enda heppilegastar og ódýrastar. Rimlahurðir úr tré, sem þannig eru gerðar, að þær hverfa inn í skápana, þegar þeim er ýtt til (vel mætti nefna þær hverfihurðir, ég veit ekki til, að þær hafi hlotið neitt íslenzkt nafn ennþá) eru þó eflaust beztar allra hurða, sem völ er á, sérstaklega fyrir yfirskápana, því að ekki mun það ósjaldan koma fyrir, að fólk reki sig óþyrmi- Iega í hurðir þær, sem opnast á hinn venjulega hátt. En rimlahurðir þessar eru talsvert dýrari en hinar venjulegu, og þess vegna varla við því að búast, að þær ryðji sér almennt til rúms í náinni framtíð, þrátt fyrir góða raun, sem þær gefa, þar sem þær hafa verið notaðar. Búrin eins og þau tíðkuðust í gamla daga, með öllum sínum kirnum og trogum, munu varla þekkjast í kaupstöðum lengur. En sumir vilja SYRP A

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.