Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 29

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 29
ar tóku einnig þátt í honum. Presturinn séra Uffe Hansen átti að hafa orð fyrir friðarvinunum, en hann gat ekki látið til sín heyra vegna þess, að lögreglan hafði bannað notkun hátalara. Hvergi sá ég í blöðunum ókvæðisorð um þennan prest né brigzlyrði um það, að hann væri heimskingi. — Ekkert eggja. eða grjótkast átti sér þarna stað, enda voru 600 lögregluþjónar á víð og dreif inn- an um manngrúann. En inni í þingsalnum gerð- ust atburðir daginn áður, sem varla hefðu þótt fínir hér. Þegar utanríkisráðherrann hafði lagt frumvarp ríkisstjórnarinnar um inngöngu lands- ins í Atlantshafsbandalagið fyrir þingið og var í miðri framsöguræðunni, heyrðist allt í einu hróp og hávaði frá neðri áheyrendapöllunum og plagg mikið úr pappír kom sígandi niður í salinn með brauki og bramli.Áþví stóð með heljarstóru letri: ÆSKULÝÐURINN ER Á MÓTI ATLANTS- HAFSSÁTTMÁLANUM. Þegar lögreglan var búin að koma pappírsflykkinu og óróaseggjunum, sem með það voru, út úr salnum og ráðherrann farinn að tala aftur, kom annað plagg ofan af efri pöllunum og á því stóð: ÆSKULÝÐURINN VILL EKKI LÁTA LÍFIÐ FYRIR WALL STREET og jafnframt var þetta hrópað hástöf- um. LIFI WALL STREET var líka hrópað. - Blöðin gerðu sér engan mat úr þessu. Politiken segir fréttina í grein, sem er tæpur dálkur á lengd og með yfirskrift, sem ekki er sú stærsta á blað- síðunni; síðan er þetta ekki orðað meir, að minnsta kosti ekki næstu daga. Og utanríkisráð- herrann virðist alveg hafa gleymt þessum atburði, þegar hann flutti ræðu sína í Washington 4. apríl. Ekkert sigurhrós virð’st hafa verið að lieyra í þingræðum hinna dönsku forsvarsmanna samn. ingsins. Margir þeirra lýstn því yfir, að þeir teldu inngönguna í bandalagið neyðarúrræði. Og sum. ir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt þeir væru samningnum meðmæltir: „Danir eiga aðeins um tvœr leiðir að velja,“ sagði utanríkisráðherrann, Gustav Rasmusen, „hernaðarlega einangrun eða inngöngu í Atiants- hafsbandalagið„Ekkert lýðræðisriki vill standa í sporum okkar nú. Það er Rússland, sem á sökina,“ sagði Edvard Sörensen, talsmaður vinstriflokksins. Ole Björn Kraft, talsmaður íltaldsflokksins, sagði: „Andstœðingar samnings- ins — (ég á hér ekki við kommúnistana, því að hvatir þeirra eru annarlegar) — gleyma vanda- málinu varðandi vopnin. Flokkur minn liefur alltaf verið sammála Norðmönnum um pað, að eina lausnin á pví vceri pátttaka í Atlantshafs- bandalaginu. Á þessu strönduðu samningaumleit- anir Norðurlanda.“ „Við tókum ekki þessa ákvörðun fagnandi,“ sagði Júlíus Bombolt, tals- maður jafnaðarmannaflokksins og forseti neðri deildar þingsins, og þessa setningu notar Poli- tiken í stóra yfirskrift. Þó er blaðið með samn- ingnum, — en krefst þjóðaratkvæðagreiðslu. „Stjórnm hefur þvingað fram samþykkt sarnn- ingsins með allt of miklum ákafa . . . Flokkur minn vill ekki bera ábyrgð á þessari ákvörðun, sökum þess að liann álítur, að hún verði ekki þjóðinni. til heilla,“ sagði Jörgen Jörgensen, tals- maður „venstre radikale“ flokksins, sem var óskiptur á móti samningnum. Samt bar enginn þessnm flokki á brýn, að hann væri í þjónustu Rússa. J. K. s v r p A Fundur Friðarvinafélagsins. Séra Ujfe Hansen með pjáturlúður. 101

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.