Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 9

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 9
BJÖRN SIGFÚSSON : KVEÐSKAPUR XII. grein um kveðskap STEFÁN GUÐMUNDSSON - St. G. St. - Sextán ára piltur fyrir norðan gerði hring- hendu upp úr mansöng Víglundarsögu til Ketil- ríðar: Brýni kænu í brim og vind, bylgjan græn þó vatni um hlíðar, ef úr sænum yddir tind yfir bænum Ketilríðar. Stefán Guðmundsson hét hann, vinnupiltur í Mjóadal upp frá Bárðardal. Þar eru auðnir einar nú og sandrok, því að langt er síðan. Þetta gerðist 1869, seint á dögum Bólu-Hjálmars og áður en út komu ljóðabækur Jóns Thoroddsens og Kristj- áns Jónssonar fyrsta sinni. Hallæri var nýgengið yfir norðan lands, og fátækt bannaði Stefáni skólavist, sem liann þráði. Hagmælskan, sem hann iðkaði í fásinninu, var útrásarleið fyrir af- burðagáfur, en framan af kvað hann rugl, sem hann vildi ekki varðveita síðar. Þarna er þó vísa geymd með þróttugri fegurð og sjóróðragleði Stefáns úr Skagafirði. Næst hittum við Stefán Guðmundsson í ann- arri heimsálfu, Vesturheimi, þrítugan að aldri og bundinn við öreigastrit, sem kæfir niður skáld- gáfu hans. „Við verkalok“ eitt kvöldið kvað liann samt ljóð, sem hefst þannig: Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um'sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, en kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt — Friður vinnugleðinnar og þreytunnar streymir frá kvæðinu öllu, og í lokin óskar Stefán að kveðja seinast heiminn með eins klökkum brag og þessum ,,og hvað sem kaupið veröld kann að virða, / sem vann ég til“. Atta árum síðar varð Stefán, sem nú kallaði sig Stephan af þægð við ameríska bréfbera, jafngam. all og Jónas Hallgrímsson var við dauða sinn og hafði enn eigi kveðið neitt, sem halda mundi nafni hans lengur á lofti en annarra vesturís- lenzkra hagyrðinga, ef ekki hefði meira eftir komið. En árið 1891 tók Stefán í sig kjarkinn að yrkja eins og sá einn getur, sem á náðargáfu og þorir að gefa sig henni á vald. Frá því ári, sem er annars merkilegt tímamótaár í sögu sósíalismans víða um lönd, hefur Stefán verið einn af þjóðskáldum okkar og eldist seinna en öll þau skáld, sem ólust hér upp síðar á öldinni en hann. Hér er ekki hægt að rekja þróunarsögu Stefáns. En einmitt um þetta leyti var hann búinn að gera upp við sig lífsskoðun sína alla og slíta nokk- ur þau bönd, sem gerðu Iiann tímabundinn ís- lenzka þjóðarástandinu, eins og það hafði verið 1870. Hann kastaði kristni, afneitaði trú á stjórn- málaleiðtogana eigi síður en prestana, hataði yfir- ráð auðvalds jafnt og hervahls. Frá íslandi var hann slitinn, fannst honum, og gaf upp þá fyrir- ætlun að flytjast nokkurn tíma heim aftur, þótt það væri von hans, er hann fór vestur, en landinu unni hann aldrei heitar en eftir þetta. Hann kvað Útlegðina (1891): Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland, þó að fastar hafi um hjartað SYRPA 81

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.