Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 39

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 39
marki sínu, þegar sólin gekk til viðar og tunglið kom upp, en ekki tók ég þátt í þessu; hvað á lítið músarkríli að gera á dansleik úti í skógi? Ég sat bara með naglann minn í mjúkum mosan- um og horfði á, og mér varð starsýnt á lítinn blett, sem tunglið skein allra skærast á; þar stóð tré og undir því var mosinn svo undursamlega mjúkur og fínn, að ég þori að fullyrða, að skinnið á sjálf- um músakónginum er ekki mýkra, og hann var svo fallega grænn, að það var hreinasta hvíld fyrir augað að horfa á hann. Sé ég þá ekki allt í einu, hvar kemur hópur af yndislegum smáverum, þær voru svo litlar, að þær náðu mér ekki hærra en í hné, og þær voru alvjeg eins og menn, nema fall- egri og betur limaðir. Þær kölluðu sig álfa, og klæði þeirra voru gerð úr blómablöðum og alsett skrauti af fiðrilda- og flugnavængjum, þetta var hreint ekki ósnoturt. Mér sýndist þeir vera að svipast um eftir einhverju, en ég vissi ekki, hvað það var, og allt í einu koma fáeinir úr hópnum í áttina til mín, og sá virðulegasti bendir á nagl- ann minn og hrópar: „Nei, það er einmitt svona stöng, sem okkur vantar, svona þarf hún einmitt að vera!“ Og því lengur sem hann horfði á göngu- stafinn minn, þeim mun kátari varð hann. „Ykkur er guðvelkomið að fá liann lánaðan,“ sagði ég, „en ég verð að fá hann aftur.“ „Hún vill fá hann aftur!“ kvað við í álfahópn- um og svo gripu þeir naglann minn; ég sleppti honum óðara og svo dönsuðu þeir með hann milli sín að mosabreiðunni mjúku og grænu og stungu honum ofan í hana nriðja. Þá langaði líka til að reisa vorinu merkistöng, og stafurinn minn var alveg eins og sniðinn til þess. Nú var tekið til við skreytinguna, og það var tignarleg sjón! Agnarsmáar kongulær spunnu gullna þræði utan um stöngina og hengdu á liana blaktandi fána og örfínar slæður, svo skjannahvítar í mána- skininu, að ég fékk ofbirtu í augun af því að horfa á þær; svo stráðu þær litum af fiðrilda- vængjum á snjóhvítt línið, þangað til það glitraði eins og blómstur og demantar. Naglinn minn var orðinn óþekkjanlegur, önnur eins maístöng hafði víst ekki verið reist í víðri veröld! Svo byrjuðu hátíðahöldin og álfarnir fóru að þyrpast að, þeir voru ekki í neinum fötum, það er langfínast. Mér var boðið að horfa á alla dýrð- ina álengdar, því að ég var alltof stór til að taka þátt í henni. Og nú kom hljóðfæraslátturinn! Það var eins og kliður af ótal klukkum úr skírasta kristalli, fyrst hélt ég að það væri svanahljómur, svo heyrð- ist mér gaukurinn vera farinn að gala og þröstur- inn að syngja, og áður en varði ómaði skógurinn allur af fuglakvaki, klukknahljóm, barnaröddum og yndislegum söng, og öll þessi dásemd stafaðj af vorstöng álfanna, — og vorstöngin var naglinn minn! Aldrei hafði mér komið til hugar að annað eins gæti úr honum orðið, en auðvitað er ekki sama hver á lieldur. Ég komst svo við, að ég fór að gráta, ég grét eins innilega og agnarlítil mús getur grátið, og það af einskærri gleði. Nóttin leið alltof fljótt, en við því var ekkert að gera, hún er nú einu sinni ekki lengri þarna norður frá. Með dagrenningunni leið léttur blær yfir landið, smáar bárur gáruðu tjarnirnar, allar slæðurnar fínu og fánarnir litlu fuku út í veður og vind, og köngulóarvefirnh', sem bundu blað við blað og mynduðu hengibrýr og svalir, hurfu á einu augabragði. Sex álfar færðu mér naglann minn og spurðu með hverju þeir gætu launað mér; og ég bað þá um að segja mér, hvernig þeir færu að því að búa til naglasúpu. „Hún er að spyrja, hvernig við förum að því að búa til naglasúpu!“ sagði sá virðulegi og hló, „og hún var einmitt að horfa á það! Þótti þér ekki naglinn þinn taka stakkaskiptum?" „Er það þannig að skilja?“ hrópaði ég, og svo sagði ég þeim upp alla söguna, bæði um ferðalag mitt og það, sem ætlazt væri til af mér þegar heim kæmi. „Hvaða gagn haldið þið, að rnúsakóngur- inn og allt okkar volduga ríki hafi af því,“ spurði ég, „þó að mér hafi auðnazt að horfa á alla þessa dýrð? Ekki get ég hrist hana fram úr stafnum mínum og sagt: Hérna er naglinn og svo kemur súpan! Það hefði þó alténd getað orðið eins konar ábætir.“ (Framhald.) s VRPA 111

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.