Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 17

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 17
eldhússins) o. s. frv. Stundum er dálítið erfitt að korna þessu æskilega fyrir, vegna þess að gluggum og dyrum hefur verið óheppilega fyrirkomið. Að óathuo;uðu máli munu fáir gera sér í hugar- lund, hve húsmóðurinni eru spöruð mörg auka- spor í vel skipulögðu eldhúsi. Skýringamyndirnar, er fylgja hér með, sýna nið- urstöður rannsókna, sem Svíar hafa framkvæmt varðandi fyrirkomulag í eldhúsum. Hin síðari ár hafa þeir einnig haldið uppi mjög athyglis- verðum rannsóknum varðandi notagildi hinna ýmsu áhalda, sem daglega eru notuð í eldhúsinu. Hcr scst greinilega, að mismunurinn er mikill á sporafjölda þeim, setn húsmóðirin verður að stiga daglega í illa (efri mynd- in) og vel skipulögðu eldhúsi. Vinnuborð og upppvottaborð Bor(Sliœðin skiptir mjög miklu máli. Hún hef- ur breytzt talsvert á seinni árum. Fyrir um það bil 15—20 árum var þægileg hæð á eldhúsborði álitin um 78 cm. Síðan hefur liæðin farið vaxandi vegna rannsókna, sem fram hafa farið á þessu sviði. Á Norðurlöndum er 85 cm. hæð algengust síðari árin, en í Ameríku mun 90 cm. hæð álitin henta bezt. Fótstykki (sökkull), 10 cm hátt, ætti að vera undi;r öllum veggborðum, 4—5 cm innar en fremsta brún borðanna. Ekki færri en tvær út- dragsplötur ættu að vera í hverju eldhúsi, önn- ur til brauðskurðar, en hin til að skera á fisk- og kjötmeti. Plata uppþvottaborðsins ásamt „vaskinum“ ætti helzt að vera úr ryðfríu stáli, enda algengast nú á seinni tímum. Fötu undir úrgang er heppilegast að hafa á palli innan á Fötunni, sem cetluð er undir úr- gang, er hentugast að homa fyrir á palli innan á hurð i uppþvotta- borðinu. hurð í uppþvottaborðinu. Lok ætti lielzt að vera á þessari fötu. Nauðsynlegt er að loftræsa þenn- an skáp vel. Viðvíkjandi uppþvottinum langar ar mig til að minnast á þurrkgrindina, sem ég held að ennþá sé of lítið notuð hér, en mjög þekkt annars staðar sem liinn þarfasti gripur í eldhúsinu. Margar gerðir eru til af þeim á markaðnum erlendis, bæði úr tré og málmi, en fáar munu hafa komið í verzlanir hér. Þó hefur ein búsáhaldaverzlun bæjarins öðru hvoru haft góða gerð úr ryðfríu stáli á boðstólum. En þær hafa stundum verið lengi í sýningargluggunum, og bendir það til þess, að húsmæður sækist ekki mjög eftir þeim, sennilega vegna þess að þær þekkja ekki hina miklu kosti þeirra. Mörgum eldhússtörfum er þannig háttað, að mjög þægilegt er að vinna að þeim sitjandi, þó of lítið sé það tíðkað. Með tilliti til þess er lieppi- legt að hafa kafla undir vinnuborðinu án skápa og opna til veggjar, svo að hægt sé að sitja þar við borðið. Stóllinn þarf þó auðvitað að vera talsvert hærri en venjulegir stólar, helzt þannig að hægt sé að hækka hann og lækka eftir vild. Slíkir stólar eru talsvert notaðir í eldhúsum víða erlendis og þykja mjög hentugir. Ef að miðstöðvarofninn er ekki undir glugga í eldhúsinu, er mjög hentugt að setja þurrkskáp á vegginn fyrir ofan liann, til að þurrka þar upp. þvottaklúta o. fl. Ein nýjung, sem hér mun vera aðeins í örfáum Vel hólfuð hnífaparaskúffa i upþþvottaborðinu er til mikilla þæginda. S YRPA 89

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.