Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 30
KARLADÁLKUR Kæra Syrpa. Hér sendi ég þér heilan bunka af bréfum frá sjálfboðaliðum og vildi helzt láta þau koma öll. Ég treysti þér a. m. k. til að taka þessi tvö, sem ég merkti, frá friðsama .borg- aranum og henni Helgu litlu til Tobbu hennar Gunnu systur; þær eru jafnaldrar, greyin litlu, og hafa gaman af að sjá bréf- ið á prenti og Gunna bað mig að koma því á framfæri. A, B, C, D ... Guðbrandur Jónsson, prófessor, ritar langa grein í Mánu- dagsblaðið þann 4. aprxl um inngöngu Islands í Atlantshafs- bandalagið og bardagann á Austurvelli. Greinin nefnist „Þegar sagt hefui' verið A, verður að segja B“, og hefst á þessum jesú- ítiska vísdómi: „Nú er Alþingi búið að samþykkja þátttöku okkar í At- lantshafsbandalaginu, og er það vel farið, enda sjálfsagt til öryggis landinu. Að því hafa verið færð mörg rök og stundum góð, en þó ekki alltaf hin réttu. Þetta hefur vafa- laust ekki verið gert af því, að flutningsmenn málsins vildu halla réttu máli, heldur af hinu, að það er margreynt, að hin réttu rök bíta ekki nærri alltaf á fólkið — það vill hafa sín rök, hvort sem rétt eru eða röng — og sérstaklega mundi það oft leiða það af braut rétts skilnings, ef því væri sagður allur sannleikur í einu. Þegar þarf að fara með eitthvað í felur, vill oftast fara svo, að felendur sverja sárlega fyrir það, sem verið er að dylja, og lenda síðan allajafna í vand- ræðum, þegar þarf að kveða upp úr með það.“ Lesandanum hlýtur að verða að spurn: Hver eru hin réttu rök, sem verið er að dylja? Og prófessorinn svarar afdráttar- laust (til þess að firra vandræðum?): „Með ályktun sinni á dögunum hefur Alþingi sagt A, en nú verður það lika að segja B með því að gera nauðsynleg- ar ráðstafanir til þess, að bandamenn vorir geti setzt í land- ið og varið það og ísland þar með öðlazt það öryggi, sem það er að slægjast eftir með samningnum." Þetta eru þá hin réttu rök, sem óttast er að biti ekki á fólkiðl En því að krjúpa á fjórum fótum og fara huldu höfði af hræðslu við fólkið? Nei, nú skal herja, ekki aðeins i Austurveg, heklur einnig heima fyrir: Hér skal komið upp „sæmilega stórum lögregluher", sem búinn yrði „aflmeiri tækjum" en táragasi, „til þess að hin löglega ríkisstjórn gæti haft allt í hendi sér, ef til frekari átaka kæmi". 1 greininni er ýmislegt fleira athyglisvert, til dæmis gagn- rýni á „herkænsku" lögreglunnar á Austurvelli og ráðleggingar um að króa menn „næst“ inni í þröngum sundum til þess að hafa ráð þeirra i hendi sér. En það skal ekki rakið hér. Aðal- atriðið er þetta: Við lestur greinarinnar vaknar, eða öllu held- ur styrkist, sá grunur, að almenningi hafi ekki verið birt öll gögn í þessu máli. Ef sagt hefur verið A, verður þá ekki að segja bæði B og C og D? Svarið er auðvitað: Engar upplýsing- ar fyrir hendi, umræður bannaðar! En manni verður á að geta sér til að það sé svona: A frummálinu Atlantic Treaty Bases Chewing gum Destruction A máli Morgunblaðsins: Friðarbandalag Gistihús Efnahagsviðreisn Fyrirvarar Glæsilegur málflutningur. Það er næsta spaugilegt að bera saman frásagnir blaðanna af pólitískum kappræðum. Viðkvæði beggja aðila er undantekn- ingarlaust: „Andstæðingarnir stóðu uppi algerlega rökþrota og gátu engu svarað glæsilegum málflutningi okkar manna.“ Nú, hvoru megin rökin eru kann að vera erfitt að skera úr — það má finna „rök“ fyrir næstum hvaða óhæfuverki sem er. En „glæsileikinn" — eitt af þessum margþvældu orðum, sem búið er að slíta alla merkingu úr — hann er oftast hvorugum megin. Er yfirleitt hægt að hugsa sér óglæsilegri kappræður og blaða- deilur en þær, sem tíðkast hér á íslandi? Skammir, fúkyrði og brigzlyrði, og það jafnvel frá mönnum sem slíks er sízt að vænta af. Hversu má þetta bera til? Jú, kannast ekki allir við jafnvægislögmálið í eðlisfræðinni um tvö ker, sem tengd eru saman með pípu? Það segir einfald- lega, að sé vatn í kerunum, þá er vatnsborðið alltaf jafnhátt í þeim báðum. Og það gildir, óháð því hvað kerin eru stór. Þó annað kerið sé sjálft úthafið og hitt forarpollur, þá er vatns- borðið jafnhátt í báðum. Nákvæmlega hliðstætt lögmál gildir í kappræðum. Deili tveir aðilar, þá er „yfirborðið" á málflutn- ingi þeirra alltaf jafnhátt. Jafnvel þótt annar sé vitringur og hinn hálfviti. Og vitringurinn verður að lækka sig niður á yfirborð hálfvitans — og það veit hálfvitinn. Deilur af slíku tagi eru auðvitað gagnslausar, já, grátbrosleg- ar. Því geta ekki sómakærir menn stillt sig um að svara mál- gögnum forheimskunarinnar í sömu mynt og gera sér ljóst, að allur almenningur er orðinn leiður á fúkyrðunum? Friðsamur borgari. * Elsku hjartans Tobba mín! Veiztu, mamma sagði í kvöld að nú yrði ég bara að skrifa þér, ó ég skammast mín svo mikið að vera ekki búin að skrifa þér og það var svo mikið gaman að fá bréfið þitt, þakka þér kærlega fyrir bréfið þitt elsku hjartans Tobba mín og nú ætla ég að skrifa þér nokkrar línur. Er búið að laga löppina á hon- um Grána gamla? Veiztu nokkuð, um daginn fóru allir niður á Austurvöll og ég var að leika mér í parís við hana Stínu og það var svo gott veður, hún Stína er í sama bekk og ég og hún á heima í kjallaranum á húsinu sem er búið að kvikna í og við Stína fórum líka niður á Austurvöll af því allir fóru niður á Austurvöll það var svo gott veður. O það var svo mikið af fólki og ég hélt að lúðrakarlarnir ætluðu að fara að spila en 102 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.