Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 26

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 26
2) að þátttaka Danmerkur í því tákni ekki ör- yggi, heldur aukna hættu fyrir landið, og 3) að þátttakan verði til þess að leggja auknar fjárhagsbyrðar á herðar dönsku þjóðinni, og má að sjálfsögðu um öll þessi atriði deila með góðri samvizku á báðar hliðar. Með öðrum orðum: Höfuðástæðurnar fyrir mótspyrnu okkar íslendinga gegn inngöngunni í Atlantshafsbandalagið komu því all-s ekki til greina í Danmörku. Þessi grein birtist í blaðinu Kvinden og Sam- fundet, marzheftinu 1949 (höfundurinn er ekki dánski sendiherrann á Islandi): Bodil M. Begtrup: Liggur þessi ósköp á? Það eru margir hrœddir i Danmörku þessa dag- ana, hræddir að láta í Ijós skoðun sina á máli, sem varðar framtíð Danmerkur svo ósegjanlega miklu: Inngöngu landsins í Atlantshafsbanda- lagið. Þeir, sem samningnum eru meðmæltir, eru svo sem hvergi smeikir, nei, þeir bylta sér i blöðun- um af hjartans lyst eins og fiskurinn i sjónum, og sömuleiðis á opinberum fundum og i einka- umræðum. Andstæðingar samningsins fá aftur á móti ekki nema takmarkaðan aðgang að hinum borgaralegu blöðum, þeir halda enga opinbera fundi og eru varkárari i orðum en venja er til i þessu landi. Hvað getur það verið, sem múlbindur svo það fólk, sem annars er ekki vant að skirrast við að tala eins og því býr i brjósti? Það er ekkert annað en hrœðslan við það, að verða kallaður kommún- isti. Svo langt erum við leidd i þessu lýðræðis- landi, að ef kommúnisíarnir segja: tveir og tveir eru fjórir, þá hlaupum við upp til handa og fóta til þess að reyna að sanna, að tveir og tveir séu fimm. Nú er suo komið, að ekki þarf annað en að benda á mann ogsegja: Hann er vist kommúnisti. Þá getur svo farið, að hann missi af stöðu, sem hann hafði von um, eða að honum gangi úr greip- um önnur tækifœri til þess að komast áfram, án þess að nokkur maður geri sér það ómak að grennslast eftir þvi, hvort flugufóíur hafi verið fyrir þeirri ásökun, sem fólst í litla orðinu „víst“. Þetta er. háskalegt. Við erum ekki öll lýtalausir englar, og það er ofur auðvelt, ef náunginn er á einhvern hátt þrándur í götu okkar, að ýta hon- um út á kaldan klakann rneð einu meinleysislegu orði. Þess vegna er það, að almennir borgarar, sem ekki eru í öruggri höfn neins stjórnmála- flokksins eru hræddir að láta í Ijós andúð á A tlantshafsbandalaginu. Það er skammt siðan að meiri hlutinn innan stjórnmálaflokkanna var á móti inngöngu Dan- merkur i Atlantshafsbandalagið. Forsætisráðherr- ann var heldur ekki með henni, og þó er heims- friðurinn grundvöllur samningsins. Ætli það sé ekki óhætt að segja, að við höfum öll, að kommúnistunum undanskildum, óskað þess af heilum hug, að hægt væri að komast út úr þessum vanda með því að stofna bandalag Norð- urlandanna, — auk þess, sem við þráðum það einnig af mörgum ástæðum öðrum, að þessi óska- draumur rættist? Þvi miður heppnaðist þetta ekki, iog daginn eftir ósigurinn steypti forsœtisráðherrann sér lieljarmikinn kolllinis og kom niður iskyggilega nálægt Atlantshafsbandalaginu. Hver óbreyttur borgari sá, að ráðherranum var þetta alls ekki að skapi. En samstundis brá svo við, að allar opin- berar umræður um málið steinþögnuðu, alls stað- ar nema í kommúnistablaðinu „Land og Folk“, en það blað lesa fæstir aðrir en þeir, sem eru fyrirfram sannfœrðir um, að þeim beri að vera á móti. Þau blöð, sem höfðu verið sáttmálanum andvig, drógu sig gætilega í hlé og höfðu dyrnar opnar í hálfa gátt út að Atlantshafinu. Það hefur ekkert legið í láginni hingað til, að Danmörk er litið land og hættulega sett á hnett- inum. En stundum i sögu okkar hefur það borið við, að þessar staðreyndir vildu gleymast ásamt þeim ályktunum, sem af þeim þurfti að draga. Nú eiga margir erfitt með að skilja það, að við verðum að afneita hinu hefðbundna hlutleysi okkar vegna þess, að Norðmenn töldu rétt að Noregur gengi i Atlantshafsbandalagið. Sviþjóð gerði það ekki. Það er engin æruskerðing í þvi falin að viður- kenna smæð sina og haga stjórnmálum sínum samkvæmt þvi, eftir eigin höfði. Og það er held- ur enginn ærumissir að viðurkenna staðreyndir 98 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.