Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 38

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 38
H. C. ANDERSEN: NAGLASÚPAN (framhald) Nú verður sagt frá því, sem fyrsta litla músin sá og heyrði á ferðalagi sínu. „Þegar ég hélt af stað út í heiminn,“ sagði litla músin, „þá ímyndaði ég mér — eins og svo margir aðrir á mínu reki — að ég væri búin að gleypa alla vizku veraldarinnar, en það var mesti mis- skilningur; til þess þarf bæði ár og daga. „Ég lagði strax út á sjóinn og komst á skip, sem sigldi í norðurhöf; mér hafði verið sagt, að matsveinunum veitti ekki af því að hafa ráð undir rifi hverju, ef þeir ætluðu að gera öllum til hæfis, en það ætti að vera vandalaust, þar sem nóg er til af feitum svínasíðum, saltkjötsámum og möðk- uðu mjöli, — þarna voru allsnægtir, en einskis varð ég samt vísari um það, hvernig hægt væri að búa til súpu af einum saman nöglum. Jæja, áfram héldum við, nætur og daga, skipið veltist á báðar hliðar og sjórinn helltist yfir það. Loks komumst við þangað, sem ferðinni var heitið, og þar gekk ég á land, það var einhvers staðar langt norður á hjara veraldar. Það er óneitanlega dálítið undarlegt að koma beina leið úr litla völundarhúsinu sínu heima, fara um borð í skip, sem líka er eins konar völ- undarhús, og vera svo allt í einu komin í bráð- ókunnugt land, hundruð mílna í burtu! Þar voru villugjarnir skógarflákar með björkum og greni- trjám, og ilminn af þeim lagði langar leiðir; mér þótti hann vondur! Og anganin af villiblómun- um var svo megn, að ég fór að hnerra, hún minnti mig á bjúgu. Hér og þar voru stórar tjarnir með hreinu og tæru vatni, en tilsýndar voru þær bik- svartar á lit; þar sátu mjallahvítar álftir alveg hreyfingarlausar, og fyrst hélt ég að þetta væri hjóm á vatninu, en svo sá ég þær fljúga, ég sá þær ganga og þá fór ég að átta mig; þær eru náskyldar gæsunum, það sást á göngulaginu, enginn getur svarið sig úr ætt sinni. Ég hélt mig að mínum lík- um, hagamúsinni og skógarmýslunni, þó að harla lítið væri reyndar af þeim að læra og allra sízt nokkuð um matargerð eða tilhald, en til þess var nú leikurinn gerður með þessari utanlandsferð. Þeim þótti það svo stórfengleg hugmynd, að hægt væri að búa til súpu af nöglum, að fréttin um þessa nýung barst eins og eldur í sinu um skóginn þveran og endilangan, en ekki kom þeim samt til hugar, að hægt væri í raun og veru að fram. kvæma hana. Og ekki flögraði það reyndar heldur að mér, að það ætti fyrir mér að liggja þarna á þessum stað að leysa þennan vanda, meira að segja á þessari sömu nóttu. Það var hásumar, sögðu mýsnar, þess vegna var skógarilmurinn svo sterkur og jurtirnar svo beisk- ar á bragðið, þess vegna glitruðu tjarnirnar svona skært, en virtust þó svo myrkar á lit með sjóhvít- um svanabreiðunum á yfirborðinu. í skógarjaðr- inum voru fáeinir mannabústaðir og inn á milli þeirra hafði verið komið fyrir svo hárri stöng, að hún hefði getað verið mastur á stærðar skipi; hún var skreytt blómasveigUm og alla vega litum böndum, því að þetta var maísúlan, merki vors og gróðurs, yngismeyjar og yngissveinar stigu dans í kringum hana og sungu hástöfum til þess að yfirgnæfa tóna fiðluleikarans. Gleðin náði há- 110 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.