Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 16

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 16
HÚSGÖGN O G HÍBÝLI III. HELGI HALLGRÍMSSON: ELDHÚSIÐ Sennilega finnst sumum ykkar, kæru húsmæð- ur, sem lesið þessar línur, það harla mikil bíræfni af karlmanni að taka sér fyrir hendur að skrifa um eldhúsið, þetta skýfausa einka-yfirráðasvæði ykkar innan veggja heimilisins. Ef til vill eruð þið margar óánægðar með innréttinguna í eld- húsinu, sem eiginmaðurinn eða byggingameistar- inn hefur búið til handa ykkur, og liafið því ástæðu til að halda, að karlmenn hafi liarla litla hugmynd um, livaða fyrirkomulag henti þar bezt. Ég ætla samt að hætta á það að fara hér fáeinum orðum um nokkur almenn atriði er varða inn- réttingu eldliússins. Vafalaust hefur enginn staður í húsinu tekið jafn stórkostlegum stakkaskiptum á seinni árum sem eldhúsið. Því ræður hin margvíslega tækni- þróun og breytingar á lifnaðarháttum fólks. Hlóðaeldhúsið, er forfeður okkar urðu að búa við um aldaraðir, var að mörgu leyti vel úr garði gert á mælikvarða þess tíma, þó að samanburður við nútímaeldhús verði því mjög í óvil. Á eftir Idóðaeldhúsunum kom hið kaldranalega „panel“- þiljaða eldhús, að minnstá kosti í kaupstöðunum, og sennilega man flest miðaldra fólk eftir þeim frá uppvaxtarárunum. Þau voru mjög óhagkvæm á flestum sviðum. Venjulega voru þau stór, oft mestu gímöld, en þó var sjaldan ætlazt til þess að borðað væri í þeim. Kolaeldavélin var gjarna sett í það hornið, sem fjærst var birtunni, og við hana stóðu vatnsföturnar. Eitt veggborð var þar venjulega, oft mjög breitt, með skápum undir, og hurðum, sem langt bil var á milli, svo að skáp- arnir urðu hinar óþægilegustu hirzlur, og erfitt að halda þeim hreinum. Veggskápar voru mjög takmarkaðir, stundum engir, en diskagrind var venjulega á einum veggnum. Lýsing var slæm, oftast einn lampi í miðju lofti. Þessi eldhús munu vera í mörgum eldri húsuin enn, og er það senni- lega ein af heitustu óskum húsmæðranna, sern í þessum frumstæðu eldhúsum vinna, að þeim verði hið fyrsta breytt í nútímahorf. Ekkert hefur stuðlað eins mikið að þeim stór- kostlegu breytingum, sem á eldhúsinu hafa orðið, og rafmagnsnotkunin. Það hefur létt starfið til muna og stóraukið hreinlætið. Eldhúsið hefur mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna í íbúðinni. Auk þess sem það er aðal- vinnustaðurinn, er það umfangsmikill geymslu- staður fyrir alls konar matvæli og hin margvís- legustu búsáhöld. Ekki ætti það að eiga sér stað, sem því miður þekkist, að aðrir óskyldir lilutir séu geymdir þar, svo sem utanyfirföt, óhreinn fatnaður, barnaleikföng o. fl. Ég veit, að hinn þröngi húsakostur, sem alltof margir verða að búa við, neyðir fólk oft til þess að nota eldhúsið á hinn óheppilegasta hátt, jafnvel sem svefnstað einhvers úr fjölskyldunni. Slíkt neyðarástand verður að sjálfsögðu ekki tekið með í reikning- inn hér, heldur gengið útfrá hinni eðlilegu notkun eldhússins. Skipulag Þegar innrétting eldhússins er ákveðin, er mjög mikið atriði, að hafa sem stytzt bil milli þeirra hluta, sem eiga að þjóna hver öðrum, ef svo mætti að orði komast. T. d., að ,,vask“-borðið sé nálægt eldavélinni svo að vatnsburður verði sem minnst- ur, matvælaskápurinn nálægt vinnuborðinu, leir- tausskápurinn við uppþvottaborðið, ræstiáhalda- skápurinn sem fremst í eldhúsinu næst dyrunum (því að ryksugan og margir aðrir hlutir, sem þar eru geymdir, eru jafnframt notaðir utan sjálfs 88 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.