Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 28

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 28
utan við samsteypu hinna tveggja heimsvelda. Á þann hátt mundum vér jafnframt standa bezt að vígi til þess að tryggja sjálfstœði lands vors, frelsi og frið. (Undir rita 6 rithöfundar, 3 prestar, 3 arkitektar, 3 verk- fræðingar, 1 veðurfræðingur, 8 skólastjórar, 15 háskóla- kennarar, 2 húsmæður, 3 ritstjórar, 2 dómarar, 1 bóndi, 16 kaupsýslumenn o. fl., 10 menntamenn í ýmsum greinum.) Politiken 23. marz: Eftir þeim atburðum á sviði utanríkismála að dæma, sem hér hafa átt sér stað undanfarna daga, virðist einscett, að ríkisstjórnin er nú að undirbúa inngöngu Danmerkur i Atlantshafsbandalagið. Birting sátimálans hefur aukið á óttann um það, að þátttaka i bandalaginu mundi verða hœttuleg bœði stjórnmálalegu og fjárhagslegu sjálfstœði landsins. Stóraukin útgjöld til herbún- aðar jafnhliða lœkkandi framlögum til menning- ar- og félagsmála yrði óhjákvœmileg afleiðing. Sáttmálinn felur í sér vissu um tafarlausa þátt- töku i hverri þeirri styrjöld, er á kann að skella, en tryggingin, sem í honum felst til þess að hindra styrjöld er að minnsta hosti mjög vafa- söm, svo að varlega sé að orði komizt. Til þess að vinna að því marki, vœri réttara að halda þeirri utanrikisstefnu og efla hana, er mót- uð var þegar eftir að landið endurlieimti frelsi sitt, og vér mundum bezt stuðla að viðhaldi heimsfriðarins með sjálfstœðri og raunhœfri starf- semi innan véba?ida hinna Sameinuðu þjóða. Vér viljum alvarlega og eindregið vara ríkis- stjórn vora og ríkisþing við þvi að stíga jafn ör- lagarikt spor og það mundi vera, að framkværna fyrirœtlunina um inngöngu landsins i Atlants- hafsbandalagið án þess að veita þjóðinni tcekifceri til þess að kynna sér afleiðingarnar og láta i Ijós skoðun sína með allmennri atkvæðagreiðslu. (Undir greininni eru nöfn 81 arkitekts.) Forustugrein í danska tímaritinu Fremtiden, sem flytur mánaðarlegt yfirlit yfir helztu við- burði í utanríkismálum. Aprílheftið 1949. (Blað- ið var meðmælt samningnum): / umræðunum hér i Danmörku um Atlants- hafsbandalagið hafa þrjú sjónarmið aðallega komið til greina. Fyrst má telja þá, sem ólmir vildu fá samninginn samþykktan, annað hvort. vegna aðdáunar á vestrinu eða liaturs á kommún- ismanum. Svo eru kommúnistarnir, sem börðust á móti öllum tengslum í vesturátt, vegna þess að þeir vildu binda okkur við austrið. Sjónarmið beggja eru skýr og auðskilin og i fullu samræmi við ástæðurnar, er til grundvallar liggja. Og i þriðja lagi eru svo allir hinir, liinn mikli fjöldi, sem er á báðum áittum af ýmsum ástæðum og hik- ar við að velja, — allir þeir, sem helzt kysu, að Danmörk gæti staðið hlutlaus á milli hinna and- vígu aðila. Og það er hverju orði sannara, að nú er sárt að velja, sárt að verða að eiga þátt i því að gjöra heiminn ennþá öfuguggalegri heldur en hann var fyrir, sárt að verða að skipa sér i fremstu víglínu, sárt að verða að lilýða fyrirskipunum utan að um það, liversu miklu af þjóðartekjunum skuli varið til herbúnaðar og sárt að þurfa að stuðla að því að dýpka gjána á milli hinna tveggja heimshlu.a, löghelga hana — ef svo mætti að orði komast — gjöra hana ef til vill óyfirstiganlega upp frá þessu. Astæður \okkar Dana nú minna satt að segja að ýmsu leyti á þann vanda, sem Birtingur homst í forðum, þegar honum voru gerðir tveir kostir: að láta skjóta sig strax eða ganga svipugöngin (löbe spidsrod). Hann skirskoiaði árangurslaust til þess, að manninum væri áskapaður frjálsborinn vilji og að hann vildi hvorki láta skjóta sig né misþyrma sér. En það kom fyrir ekki og með angist og efa í hjarta kaus hann sér loks svipugöngin. Við höfum nú einnig orðið að gera það upp við \okkur, hvort við kysum heldur banaskotið eða svipugöngin. Og við höfum einnig valið með ang- ist og efa í hjarta. En hjá valinu varð ekki komizt, því að eftir að Norðmenn höfðu ákveðið að ganga i bandalagið, þá lá það i augum uppi, eins og Danmörk er í sveit sett, að ekki tjóaði að láta hana liggja. berskjaldaða fyrir skothrið bæði úr austri og vestri. Dómur manna um það, hvort við höfum valið rétt eða rangt er svo undir þvi kom- inn hvora hinna tveggja lifsstefna þeir aðhyllast, þeirra, sem nú eru við lýði á þessari jörð. Sumir vilja hvoruga aðhyllast, og það sjónarmið er skilj- anlegt, en jafnframt ofur óraunhæft. Meira að segja fyrir okkur Dani eru tímar einangrunar- innar úr sögunni. * Daginn, sem samningurinn var samþykktur, var mikill mótmælafundur utan við þinghúsið, 10—30 þúsund manns, segir Politiken. Til hans boðaði danska Friðarvinafélagið, og kommúnist- 100 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.