Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 10

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 10
hnýtzt það ræktarband, minn sem tengdan huga hefur hauðri, sem mig ól, þar sem æskubrautir birtí björtust vonarsól . .. Enn um vornótt velli græna vermir sólskin ljóst, enn þá lækir hverfast kringum hvelfdra hlíða brjóst, báran kveður eins og áður út við fjörusand, — en ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland. Ekki er ástæðulaust að staldra við ljóðræna hætti þeirra kvæða tveggja, sem nú voru nefnd. Hugsun Stefáns fellur ekki að hvaða hætti, sem er. Það á vel við hana, að þarna fara stuttar línur, stutt og gagnorð setningarlok, á eftir hverri langri línu, sem leyfir hugsun skáldsins að teygja ögn úr sér. Flest kveðskapardæmi frá Stefáni hér á eftir sýna hneigð lians til svifaseinnar nákvæmni í rök- semd kvæða og lýsingum og til varúðar gegn því að binda þau sömu hnútum og samferðamenn, en hugsun hans getur orðið fágætlega hörð og snögg, þegar einarðs úrskurðar er þörf. Með þessu óljóðræna einkenni vekur furðu, að raddmýkt Stefáns nær mildri fegurð, engu síður en örvaþytnum eða hrikaleiknum. Við heyrum í list hans, að báran kveður eins og áður út við fjörusand, og það er boðnarbára liðinna kyn- slóða að heiman. Hann vissi vel um töframátt hljóðfæra, sem fyrri skáld höfðu látið honurn eftir í söngdísasal, og hann líkti þeim við bundnu andana í ævin- týrum: Strenghvell og stormrödduð öll, stórveldi af blundandi hljómum stóðu þar glúpin og gjöli: hlekkjaðir andar í höll. Drengurinn drap við þau gómum. Losnuðu liðugt og snjallt leiftrandi raddir að bragði, hvers konar hljóð var þar falt. Höfuðið hristi hann og þagði jafnnær, en ósæll, við allt. Frægðin hans biðjandi beið. Bara hann þau fjölræmdu noti! Honum af sérhverju sveið. Hljóðpípu heiman úr koti greip hann og gekk sína leið. Síðasta vísan á ekki við sjálfan hann, heldur Þoistein Erlingsson, sem hann orti þetta um. Aðalatriði kvæðisins á jafnt við þá báða: Hvor- ugur kvað líkt fyrri skáldum. En skáldinu í Stefáni fór eins og læk í vatna- vöxtum eftir snjóavetur. Því þyngra sem farg hans hafði verið og því sárar sem hann skynjaði og skildi aldagamla kúgunina, því stórlyndari varð uppreisnarandi hans. Hann kvað um lækinn: Og ísinn og fönnin lét fjötrana slakna, og frjálslegri svip báru dalir og hólar, og andann dró Suðri, sem væri hann að vakna, og vindbólstrar steyptu á sig gullhjálmum sólar. Um veðranna heima brauzt uppreistarandi, sem eldrauðan fána á vestrið þandi. Það lireif þig svo, lækur, þér leiddist að sytra í ládeyðu móki, í gleymskunnar næði. Þín straumharpan litla fór tíðar að titra, og töluvert snjallar þú fluttir þitt kvæði, og söngur þinn hertist, og hækkandi fór hann, unz hafðirðu kveðið sjálfan þig stóran . . . Vatnavextirn'r urðu háskaflóð, sem braut og eyddi: En hvað er það helzt, sem þú herjandi eyðir? — Þú hrindir burt stíflum úr fauskum og limi, úr gilinu dauða og rotnun þú reiðir, og rykfallið gróðurlíf skolarðu brimi, og þungi þinn eykst, þegar aftranir hamla, að útflæma megirðu ruslið gamla. Kvæðið Kveld, ort í aldarlok, skýrir baráttuna í Stefáni milli dreymna, þreytta bóndans, sem fann fullnægju Við verkalok, og uppreisnarand- ans, sem gerði úr honum andvaka spámann. Bóndinn þráði rómantískan draum til að sleppa undan veruleika: Hve sárfeginn gleymdi eg og sættist við allt, ef sjálfráður mætti ég þá 82 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.