Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 34

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 34
manna, er algert handahóf, og verður f framtíðinni að koma þar annarri og betri skipan á. G. C.: Einungis sem menningarþjóð höfum við möguleika á að skapa okkur virðingu út á við og viðurkenningu á sjálfstæði okkar. X, J.: Athugunarverð. Ýmsir eru styrktir, sem tæplega eiga rétt á því. K. Ó.: Þetta væri spor aftur á bak. Að því ber að stefna að hækka þessa styrki, en ekki lækka þá. M. B.: Hættuleg braut. Álit þó með styrki til skálda, rithöf- unda og listamanna, að styrkja bæri aðeins nokkra þá helztu, en ekki eins og nú, hvern þann, er kemst að þeirri niðurstöðu, að hann sé ekki til annars fær, og því gerir tilraun á þessu sviði. 5. Tillaga íjárveitinganefndar um 25000 framlag til þess að láta þýða rit dr. Jóns Dúasonar? Á. Þ.: Ég get ekki gert mér grein fyrir nytsemi þessarar fjár- veitingar, enda eru rit dr. Jóns Dúasonar mér ókunn að mestu. B. S.: Um markmið þess er ég ófróður, vil því ekki lofa né lasta. F. Ó.: Mér hefur skilizt að styrkur til dr. J. D. sé framhalds- styrkur til þess að koma á enskt mál riti hans um Land- nám í Grænlandi. Er Dr. Jón mikill áhugamaður um að íslendingar afli sér nýlendna, og eru raunar fleiri íslendingar með því marki brenndir. Mér finnst hins vegar að íslenzkum stjórnmálamönnum, velflestum, væri kringra að hugsa eilítið betur um stjórnina á heima- landinu, áður en þeir leggja út í imperialistiskt stríð, og er ég af þeim sökum ekki fylgjandi neinum fjárútlát- um í þvi skyni. G. C.: Ókunnugur ritum dr. Jóns. I. J.: Mætti bíða betri tíma. K. Ó.: Ég hef engan áhuga fyrir þýðingu þessara rita, að þeim annars ólöstuðum. M. B.: Hef aðeins lesið lítið af ritum dr. Jóns Dúasonar, en efa að þau standi svo langt framar öllu öðru, sem skrif- að hefur verið, að þeim beri sá heiður að þýðast á ríkis- ins kostnað. 6. Flugvallarhótelið: 1. Heilabrot dagblaðanna um nafnið? 2. Ferðir íslendinga til þess að skoða hótelið? 3. Afskipti Ferðaskrifstofu ríkisins af þessum ferðum? F. Ó.: Flugvallarhótelið er mjög þörf bygging, nafnið skiptir mig engu máli. Skemmtilegra væri þó að íslendingar réðu einhverju um stjórn þess og að Jónas vinur minn þyrfti ekki að leika þar neina skuggatilveru, eins og mér hefur skilizt af opinberum tilkynningum, er birtar hafa verið um mannaforráð hans þar syðra. Ferðir ís- lendinga þangað suður eftir eru ekki hrósverðar á neinn hátt, hvorki að því er snertir áhuga Ferðaskrifstofunn- ar á að sýna hið „Unga ísland“ þarna á nesinu, né heldur, og þó miklu síður, ef satt er sagt um lubbaskap þeirra landa, er ekki geta gengið um hús án þess að sýna innræti sitt og margumtalaðan menningararf, með því. að krota út veggi og eyða húsmunum. Virðast slíkir heldur eiga heima „innan garðs“ en „utan“. K. Ó.: Allur sá gauragangur var mjög hvumleiður og van- sæmandi. M. B.: í þessu máli kemur eins og oft áður greinilega fram minnimáttar- og vanmetakennd íslendinga gagnvart út- lendingum. Sú var tíðin að danskar búðarlokur þóttu bera ægishjálm yfir hérlenda menn og hlutum við fyrir- litningu Dana að launum, og ekkert var fínt nema það væri danskt. Þá náðu kynni okkar ekki lengra. Nú þurfa þær að vera amerískar eða guð veit hvað og laun- iri væntanlega þau sömu. Nú eru jafnvel gefnar út handbcekur fyrir íslendinga, hvernig þeir eti mat sinn eða geri annað slíkt víðs vegar út um heim, þó að um þetta sem annað sé sinn siður í landi hverju, og þykist enginn minni af ncma Islendingar. Um flugvallarhótel- ið hef ég heyrt það eitt merkilegast, að það hafi slegið öll met í byggingarkostnaði og er ekki ófróðlegt að sjá, hversu það má verða. 1. (Heilabrot dagblaðanna um nafnið.) Á. Þ.: Flestir munu hafa litið á þau „heilabrot“ sem ódýran „brandara dagsins". B. S.: Það vildi ég, að Hótel Keflavík sómdi íslandi ávallt eins vel og hótelsnafnið sæmir. Vilji nokkur verða til að rifja upp heilabrot dagblaða um ráðgerð nöfn þess, dugir ekki annað til varðveizlu en ríma þau saman í vísu. Hástuðlað Atlantis yrði að styðjast höfuðstaf: ískariot. — Er ekki einhver búinn að kveða vísuna? G. C.: Dindilmennska. I. J.: Hlægileg. 2. (Ferðir Islendinga til þess að skoða hótelið.) Á. Þ.: Við vitum vel, að víðtækur, siendurtekinn áróður víð- lesinna blaða hefur alltaf nokkur áhrif. B. S.: Fyrrum og allt til unglingsára minna þóttust „sigldir menn“ bera af alþýðu, og mjög óx Sölvi Helgason við það, að hann fór á Brimarhólm í þrælkun og kom heim „sigldur". Fólkið, sem fíknast er í að framast af kynnum við erlent yfirráðasvæði hérlendis, streymdi til gistihúss- ins til að fá að vita eitthvað um Bandaríkjamenn, og sumt af þvx fór þar ránshendi til að eiga undarlega minjagripi að státa af við kunningjana og segja: „Á þess- um minjagrip geturðu séð, að ég þekki útlönd, — er sama sem sigldur maður." Óskandi er þó, að framaleið þess fólks verði ekki hin sama og Sölva, þrælkun í her- gagnasmiðjum kóngs á Brimarhólmi. G. C.: Ekki óeðlilegt þó íslendinga fýsi að sjá erlent hótel. I. J.: Þar sannaðist hið fornkveðna, að „ofmikið að öllu má gjöra". 106 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.