Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 15

Syrpa - 01.05.1949, Blaðsíða 15
fleira til sín taka, það verður að ræða um allt, sem fagurt er í skóginum. Það verða fleiri að leggja hönd á plóginn, við skulum litast um hver í sínu umhverfi." „Froskurinn má ekki verða ritstjóri blaðsins, það er næturgalinn, sem á að verða það,“ sagði lævirkinn litli og söng svo fagurt og frjálslega. „Hættu þessu tísti,“ sagði uglan og rak upp væl til merkis um það að á fundinum ætti að ríkja ró og regla. „Ég þekki næturgalann vel, hann er næturfugl eins og ég. Fuglarnir syngja hver með sínu nefi. Hvorugur okkar á að verða fyrir val- inu, því ef svo færi, þá yrði blaðið málgagn höfð- ingja eða heimspekinga, eða með öðrum orðum yfirstéttarblað, sem hinir voldugu réðu einir yfir; það má ekki eiga sér stað, 'þetta á líka að verða alþýðublað.“ Svo var stungið upp á að blaðið skyldi heita „Morgungjammið" eða „Kvöldgjammið“, eða blátt áfram „Gjamm“ eins og hljóðið í froskin- um, og það varð úr. Blaðið mundi bæta úr brýnustu þörf skógar- búa. Býflugan, maurinn og moldvarpan lofuðu greinum um byggingarlist, þar máttu þau trútt unr tala. Gaukurinn er skáld náttúrunnar, hann er ekki talinn meðal söngfugla, en þó mikils metinn af alþýðu manna. „Hann tranar sér alls staðar fram og er hégómlegastur allra fugla“, sagði páfagauk- urinn, „og samt er hann svo skelfing lítilmótleg- ur í útliti." Svo komu maðkaflugurnar á fund ritstjórans í skóginum. „Við erum komnar til þess að bjóða yður hjálp okkar,“ sögðu þær. „Við þekkjum fólkið, við þekkjum ritstjórana, við þekkjum ritdómarana og þeirra aðferðir. Við setjumst bara á heilbrigt hold og spýjum á það, og áður en sólarhringur er liðinn er það farið að rotna. Okkur er alveg í lófa lagið að eyðileggja snjöllustu listgáfu, ef rit- stjórnin þarf á að halda. Sé blaðið flokksblað og flokkurinn voldugur, þá er óhætt að beita hvaða ruddaskap sem er, þó að einn áskrifandi segi upp, þá koma bara 16 nýir í staðinn. Verið nógu ósvífnir, uppnefnið fólk, setjið það í gapastokk- inn, bendið á menn og blístrið — eins og ung- mennafélagarnir — þá megið þér treysta því, að þér verðið voldugir í landinu.“ „Að sjá þennan vindbelg, sem þeytist þarna um allar jarðir,“ sagði froskurinn og átti við stork- inn. „Ég verð að játa, að þegar ég var lítill, þá leit ég upp til hans og titraði af aðdáun. Og þegar hann var að spígspora í mýrinni og láta móðan mása um Egyptaland, þá víkkaði sjóndeildar- hringur minn, og ég fór að eygja undralönd í fjarska. En nú hefur hann engin áhrif á mig leng- ur, nú er ekkert eftir annað en ómur endurminn. inganna. Nú er ég orð'nn vitrari, ég er farinn að hugsa, ég er orðinn atkvæðamaður, nú er ég far- inn að skrifa ádeilugreinar í „Gjammið"; með öðrum orðum, ég er á máli mannanna réttnefnd- ur gjammari. Þetta á sér líka stað í mannheimum. Ég skrif- aði ritstjórnargrein um það í blaðið okkar.“ (H. G. fslenzkaði. Sagan er samin 1869, en kom út í fyrsta sinn 1926.) SYRPA 87

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.