Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 9. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 193. tölublað . 109. árgangur .
Grillsneiðar
Fjallalamb
1.133KR/KG
ÁÐUR: 1.889 KR/KG
Grilltvenna
Lambamjöðm
nautarumpst
2.099KR/KG
ÁÐUR: 3.499 KR/KG
og
eik
Vínber rauð
500 g
249KR/ASKJAN
ÁÐUR: 498 KR/ASKJAN
50%
AFSLÁTTUR
40%
AFSLÁTTUR
40%
AFSLÁTTURTILBOÐ GILDA 19.--22. ÁGÚST
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
AFSLÖPPUÐ EIN-
LÆGNI Í STÍL OG
FRAMSETNINGU ÆRSLABELGUR Í ÓSLÓ
REKUR TVO
SVEITABÆI
Í WASHINGTON
SENDIHERRA ÍSLANDS 18-19 Í VESTURHEIMI 20-21GÓÐAN DAGINN FAGGI 52
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt rannsóknir fyrirtækjanna sem
leituðu að olíu á Drekasvæðinu hafi
ekki leitt til þess að vinnsla hæfist
skiluðu þær miklum verðmætum
fyrir Íslendinga. Vísindamenn hjá
Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR)
segja gögnin milljarða virði og muni
nýtast þjóðinni í framtíðinni. Olíu-
leitarfyrirtækin fengu rannsóknar-
leyfi með skilyrðum um skil á gögn-
um til stjórnvalda hér á landi. Það er
væntanlega það eina sem olíuleitin
skilur eftir sig.
Misbrestur hefur verið á því að er-
lendir rannsóknarleiðangrar sem
hingað koma fullnægi skilyrðum
leyfa sinna og afhendi stjórnvöldum
gögn um rannsóknir sínar. Stjórn-
völd hafa falið ÍSOR að ganga eftir
skilum á þessum gögnum.
Steinunn Hauksdóttir og Bjarni
Richter, yfirverkefnisstjórar hjá
ÍSOR, segja mikilvægt að skýr
stefna og markmið séu við skipu-
lagningu rannsókna á hafsbotni og
leitað sé allra leiða til að afla þekk-
ingar. Í undirbúningi er stórt alþjóð-
legt rannsóknarverkefni sem ÍSOR
og Jarðvísindastofnun HÍ taka þátt í.
Ef verkefni Íslendinga ná í gegn á
þeim vettvangi verður borað í hafs-
botninn við landið á árinu 2024 og
borkjarnar fást til rannsóknar. »6
Gögnin milljarða virði
- Olíuleit og erlendir leiðangrar skilja eftir mikil verðmæti
Bíltúr um Helluhverfið til móts við álverið í
Straumsvík er ævintýri líkastur. Á þessu iðn-
aðarsvæði má finna ótrúlegt magn af rusli og úr-
gangi og sums staðar er eins og gengið sé inn á
tökustað kvikmyndar. Hörður Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafn-
arfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs, segir að
margar kvartanir hafi borist eftirlitinu vegna
umgengni á svæðinu. »22
Morgunblaðið/Eggert
Gróðurinn hylur bílhræin í Hafnarfirði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra staðfestir að þjóðaröryggisráð
hafi fjórum sinnum fundað um þá
ógn sem kann að steðja að íslensku
efnahagslífi í ljósi þess að kerfi þau
sem tryggja snurðulausa virkni smá-
greiðslukerfa í landinu eru allar í
eigu erlendra aðila og lúta ekki að
fullu leyti íslenskri lögsögu. Hún
segir að Seðlabankinn hafi vakið at-
hygli ráðsins á þessari stöðu á haust-
dögum 2019 og að í kjölfarið hafi
fjármála- og efnahagsráðuneytinu
verið gert viðvart.
Gunnar Jakobsson varaseðla-
bankastjóri segir að Seðlabankinn
vinni að þróun nýrrar innlendrar
greiðslulausnar sem sé óháð erlendri
íhlutun. Vinna sé í gangi í samstarfi
vð Reiknistofu bankanna og að henni
vindi hratt fram. Hann segir í sam-
tali við Morgunblaðið að ekkert
krísuástand sé uppi vegna þeirrar
stöðu sem skapast hefur. »25
Bregðast hratt við
- Seðlabanki vinnur hörðum höndum
að sjálfstæðri innlendri greiðslulausn
„Sjúkdómurinn er hvergi á und-
anhaldi í heiminum og þótt tök náist
á faraldrinum á Íslandi þá munum
við búa við stöðuga ógn um að veiran
berist hingað til lands og valdi hér
útbreiddri sýkingu,“ ritar Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir í minn-
isblaði sínu til Svandísar Svav-
arsdóttur heilbrigðisráðherra um
framtíðarfyrirkomulag sótt-
varnaaðgerða innanlands og á landa-
mærunum vegna kórónuveirufarald-
ursins.
Hann telur að takmarkanir innan-
lands þurfi að vera í gildi á meðan
kórónuveirufaraldurinn geisar í
heiminum. Þá gerir hann ráð fyrir
að örvunarskammtar verði gefnir
reglulega eða ný bóluefni og að
koma þurfi á fót reglubundnum
skimunum. Mikilvægast telur hann
að efla áfallaþol og getu heilbrigð-
iskerfisins og að tryggja landamær-
in og lágmarka flutning veirunnar til
landsins. »4
Morgunblaðið/Eggert
Skimun Koma þarf á fót reglu-
bundnum skimunum við Covid-19.
Munum búa
við stöðuga
ógn af Covid
- Mikilvægast að
efla áfallaþol
#
W
e
T
h
e
1
5