Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 4

Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 FlugPlús! Tenerife 19.900 kr. Þessi og fleiri frábær flug- og hóteltilboð á www.plusferdir.is 25. ágúst Alicante 19.000 kr.26. ágúst 37.900 kr.25. ágú. – 1. sept. 29.000 kr.26. ágú. – 2. sept. ÖNNUR LEIÐ, BEINT FLUG BÁÐAR LEIÐIR, BEINT FLUG ÖNNUR LEIÐ, BEINT FLUG BÁÐAR LEIÐIR, BEINT FLUG ÓTAL ÓDÝR FLUG Í ÁGÚST STRÖNDIN KALLAR! Urður Egilsdóttir Unnur Freyja Víðisdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að takmarkanir innanlands þurfi að vera í gildi á meðan Covid-19 geisar í heiminum. Þá gerir hann ráð fyrir að örvunarskammtar verði gefnir reglulega eða ný bóluefni og að koma þurfi á fót reglubundnum skimunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi Svandísi Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra 11. ágúst, um fram- tíðarfyrirkomulag sóttvarnaaðgerða innanlands og á landamærunum. „Sjúkdómurinn er hvergi á und- anhaldi í heim- inum og þó að tök náist á faraldr- inum á Íslandi munum við búa við stöðuga ógn um að veiran ber- ist hingað til lands og valdi hér útbreiddri sýk- ingu,“ ritar Þór- ólfur í minn- isblaðinu. Hann telur því mikilvægt að efla áfallaþol og getu heilbrigð- iskerfisins en í minnisblaði sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, og Már Kristjánsson, yf- irlæknir á smitsjúkdómadeild spít- alans, skiluðu til heilbrigðisráðherra á mánudag er því lýst að Landspít- alinn hafi á þessum tímapunkti lítið sem ekkert svigrúm til þess að taka á móti óvæntum uppákomum. Gestir sýni fram á neikvæð próf Þórólfur telur að fjöldatakmörk eigi að miðast við 200 manns og að á stærri viðburðum skuli gestir sýna fram á neikvætt próf sem sé ekki eldra en 24 til 48 klukkustunda gam- alt. Þá leggur hann til áframhaldandi eins metra nándarreglu og grímu- skyldu við ákveðnar aðstæður. Þá kemur fram í minnisblaðinu að sund- og baðstaðir ættu áfram að vera opn- ir ásamt líkamsræktarstöðvum, en lagt er til að veitinga- og skemmti- staðir verði ekki opnir lengur en til kl. 23. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta eða bólusetja með nýjum bóluefnum. Þá þyrfti einnig að gera leiðbeiningar um reglu- bundnar skimanir í fyrirtækjum og á vinnustöðum, og að slíkar skimanir yrðu skylda þar sem viðkvæm starf- semi fer fram svo sem á heilbrigð- isstofnunum og hjúkrunarheimilum. Mikilvægast telur hann vera að tryggja landamærin og lágmarka flutning veirunnar til landsins. Því leggur hann til að allir farþegar verði áfram krafðir um neikvætt Covid- próf bæði áður en þeir fara um borð og við komuna til landsins. Sömuleið- is verði allir farþegar, þar á meðal börn, skimaðir við komuna til lands- ins. Tvöföld skimun og sóttkví gildi áfram fyrir þá sem ekki geta fram- vísað gildum vottorðum. Mistök að sleppa sóttkví Spurður um mögulegar breyt- ingar á tilhögun sóttkvíar, sagði Þór- ólfur í samtali við mbl.is í gær, að hann teldi að það yrðu „meiri háttar mistök“ að leyfa bólusettum ein- staklingum að sleppa við sóttkví, þar sem um 60% þeirra sem greinst hafa í núverandi bylgju hafi verið full- bólusett. Það væri því ávísun á hraðari út- breiðslu veirunnar að sleppa sóttkví fyrir bólusetta. 2 2 5 3 0 0 4 2 6 6 2 5 72 5 93 7 9 92 1. 0 87 1. 2 0 5 1. 2 16 1. 2 3 2 1. 2 93 1. 3 5 1 1. 4 13 1. 4 34 1. 4 47 1. 3 8 5 1. 3 8 6 1. 4 3 5 1. 3 8 3 1. 3 2 8 1. 2 8 0 1. 2 9 4 1. 2 3 2 1. 17 3 1. 16 2 1. 16 1 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 151 107 119 57 105 141 84 119 130 82 64 55 103 124 Heimild: LSH Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær 124 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 1.055 eru í skimunar- sóttkví 2.206 einstaklingar eru í sóttkví 2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 15.00 í gær 150 125 100 75 50 25 0 9.812 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020 106 100 21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí* *Engar tölur fyrir 24.-25. júlí240 af þeim sem eru undir eftirliti eru börn 65 ár er meðalaldur innlagðra á LSH Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar* 1.161 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 48 af þeim sem eru undir eftir- liti flokkast sem gulir* 25 sjúklingar liggja inni á LSHmeð Covid-19 20 liggja inni á bráðalegudeildum 5 sjúklingar eru á gjörgæslu 79 hafa alls lagst inn á LSHmeð Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins Um þriðjungur þeirra óbólusettir Um tveir þriðju bólusettir 5 flokkast sem rauðir** Um þriðjungur þeirra óbólusettir Þrír þeirra fullbólusettir Tveir óbólusettir Fjórir gjörgæslu- sjúklingar eru í öndunarvél Engir sjúklingar í innlögn eru hálfbólusettir 30. júlí 2021 154 smit *Aukin einkenni Covid-19. **Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti. Takmarkanir ríki meðan faraldur geisar - Sóttvarnalæknir lagði fram minnisblað um framtíðarfyrirkomulag sóttvarnaaðgerða - Segir að koma þurfi á fót reglubundnum skimunum - Ávísun á hraðari útbreiðslu fari bólusettir ekki í sóttkví Þórólfur Guðnason Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Skólastjórnendur vinna eftir fyrir- mælum stjórnvalda og reyna að bjóða börnum upp á óskert skóla- starf, en persónulegar smitvarnir verða í hávegum hafðar. Miðað við háa smittíðni er ekki ólíklegt að upp komi smit og stórir hópar verði skikkaðir í sóttkví í sam- ræmi við núgildandi reglur. Ekki liggja fyrir viðbragðsáætlanir en skólastjórnendur segja starfsfólk búa að reynslu frá fyrra skólaári. Bregðast þurfi við hverju tilfelli þeg- ar og ef það kemur upp. Nú þegar hafa komið upp tilfelli þar sem smit greinast á leikskólum með þeim afleiðingum að starfsemin leggst af, starfsfólk og börn fara í sóttkví. Hefur það í för með sér heil- mikið rask fyrir öll heimilin sem eiga í hlut og vinnustaði foreldranna. „Ég myndi vilja breyta reglum um sóttkví hjá einkennalausum, börnum og skólastarfsfólki. Það verður allt komið í lás eftir eina til tvær vikur ef við höldum óbreyttum reglum um sóttkví. Hjúkrunarfræðingar eiga líka börn,“ segir Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Melaskóla. Skólar standa frammi fyrir því að þurfa að vega og meta hve mikið megi skaða skóla- kerfið til að minnka líkur á smitum og sóttkví. Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri, segir að ef grípa þurfi í fjarnám verði hægt að slá því upp á einum eða tveimur dögum án mikillar fyrir- hafnar. Kennsla hefst í næstu viku Skólastarf hefst á ný eftir helgi en grunnskólarnir eru nú á fullu að und- irbúa kennsluna. Grunnskólinn á Seltjarnarnesi og Brekkuskóli eru ekki með eiginlega skólasetningu heldur byrja þeir á einstaklingsvið- tölum og voru byrjaðir á því fyrir- komulagi fyrir tíma heimsfaraldurs- ins. Brekkuskóli ætlar sér að hafa sín viðtöl í fjarfundaformi en á Sel- tjarnarnesi verða þau með hefð- bundnu sniði. Í Melaskóla í Reykjavík og Sunnu- hlíðarskóla á Selfossi verður þó skólasetning en foreldrar fá ekki að vera viðstaddir og nemendum verð- ur skipt upp í hópa sem mæta á ólík- um tímum. Stemmning meðal starfs- fólks er góð og tilhlökkun að taka á móti nemendum. „Getum ekki gert hvort tveggja“ Borgaryfirvöld hafa hvatt skóla til að halda hópum litlum og takmarka þannig raskið sem kann að fylgja ef smit greinist meðal nemenda. Á sama tíma er gerð krafa um að skóla- hald verði óskert. Jón Pétur Zimsen segir þetta andstæður. „Við getum ekki gert hvort tveggja. Þegar við hólfum af þá skaðar það skólastarf- ið.“ Jón Pétur bendir á að ef við höld- um samfélaginu gangandi muni hinn raunverulegi veldisvöxtur birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Veldisvöxtur gæti orðið í fjölda fólks í sóttkví - Óskert skólastarf að hefjast - Vill breyttar reglur um sóttkví Morgunblaðið/Hari Skólastjóri Jón Pétur Zimsen gagnrýnir reglur um sóttkví. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.