Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 10
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 STANDUR FYRIR SKAMMTARA Svartur eða hvítur DROPABAKKI RAFKNÚINN SKAMMTARI 1200 ml silfur eða hvítur 1 x KC sótthreinsifroða 1200 ml Inniheldur Aloe Vera og húðmýkjandi efni ERU SÓTTVARNIRNAR Á HREINU Í FYRIRTÆKINU? Fæst í verslunum Rekstrarlands og útibúum Olís um land allt. Pantanir í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. KIMBERLY CLARK TILBOÐ 1 Tilboðsverð: 19.995 kr. m/vsk. KIMBERLY CLARK TILBOÐ 2 Tilboðsverð: 11.780 kr. m/vsk. SÓTTHREINSISTANDAR Í ÚRVALI, SÓTTHREINSIFROÐA FYLGIR KC RAFKNÚINN SKAMMTARI 1200 ml hvítur eða silfur 4 x KC SÓTTHREINSIFROÐA 1200 ml Inniheldur Aloe Vera og húðmýkjandi efni Siglufjörður | Undanfarna daga hafa staðið yfir rif á geymum og þar með lokun á birgðastöð Olíu- dreifingar á Siglufirði, sem reist var 1944, og einnig á birgðastöð Skeljungs. Tankarnir eru norð- austanverðri Þormóðseyrinni, skammt vestan Öldubrjóts. Birgðastöð Olíudreifingar á staðnum hefur ekki verið starf- rækt um nokkurt skeið og má segja að lokun stöðvarinnar hafi hafist þegar félagið gaf elsta geymi stöðvarinnar á Síldar- minjasafnið í bænum fyrir nokkr- um árum, en hann hefur síðan ver- ið notaður þar sem tónlistarsalur og vakið verðskuldaða athygli gesta. Þeir geymar sem eftir eru og hafa verið rifnir núna eru smíðaðir árin 1937 og 1946 og því komnir til ára sinna. Síðustu árin sem stöðin var starfrækt var eldsneyti keyrt á hana frá Akureyri, en ekki hefur verið landað eldsneyti frá skipi á stöðina í nokkur ár. Að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar, eru ekki áform um endurbyggingu stöðvarinnar þar sem stefna und- anfarinna ára hefur verið að fækka birgðastöðvum eins og kostur er vegna mikils kostnaðar við rekstur þeirra. Bættar samgöngur gera Ol- íudreifingu kleift að fækka birgða- stöðvum sem aftur leiði til þjóð- hagslegs hagræðis. Að rifi loknum tekur við hreins- un á þeim mengaða jarðvegi sem kann að finnast á lóð birgðastöðv- arinnar. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Siglufjörður Verktakar hafa unnið við það síðustu daga að rífa niður gömlu olíutankana. Olíudreifing lætur rífa gömlu olíutankana á Siglufirði - Olíubirgðastöð var fyrst komið upp í bænum árið 1944 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Landspítalinn og Reykjalundur vinna nú að verklagsreglum er varða það hvaða sjúklingum Miðgarður, sólarhringsdeild Reykjalundar, get- ur tekið á móti. Til að létta undir með Landspítal- anum leituðu stjórnvöld til Reykjalundar. Gerð var tíma- bundin breyting á aðalsamningi milli Reykjalund- ar og Sjúkra- trygginga Íslands til þess að spítalinn hafi meira pláss fyrir Covid-sjúklinga. Gildir hún til 28. febrúar 2022, með starfshléi yfir jól og áramót. Á Miðgarði eru tólf til fjórtán legu- rými fyrir einstaklinga sem þurfa hjúkrun allan sólarhringinn samhliða endurhæfingu. Verður deildin nú nýtt fyrir sjúklinga sem flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt er að þurfi innlögn í sólarhringsþjón- ustu í allt að sex vikur. Nýti Land- spítali ekki þessa heimild verða laus rými nýtt af Reykjalundi í samráði við spítalann. Ekki endilega Covid-sjúklingar Á þetta að hjálpa til við útskrift- arvanda spítalans. Því er ekki endi- lega um Covid-19-sjúklinga að ræða heldur frekar aðra sem styttist í að hægt sé að útskrifa og geta nýtt sér endurhæfingu með einhverjum hætti. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar, segir að með þessu ættu ólíkar deildir Landspítalans vonandi að geta losað um pláss og tekið við nýjum innlögnum. Verið er að meta hvort fjölga þurfi starfsfólki eða færa það en Pétur bendir á að deildin sé til og breyt- ingin sé aðallega sú að nú muni annar sjúklingahópur koma inn á hana en vanalega. Um sé að ræða fjölbreytt- ari sjúklingahóp en Reykjalundur tekur alla jafna á móti og kemur því til með að útvíkka starfsemina Miðað verður við að nýta það starfsfólk og þann búnað sem til er á Miðgarði og taka við sjúklingum í samræmi við það. Þeir sem þurfa gjörgæslu eða mikla og sérhæfða að- stoð verða ekki í þeim hópi sem flyst yfir á Reykjalund. Ekki heldur fólk með færni- og heilsumat sem bíður eftir sæti á hjúkrunarheimili. Skipuð hefur verið sérstök innlagnanefnd til að meta hvert tilvik fyrir sig í ljósi verklagsreglnanna sem eru í vinnslu. „Við vonum að þetta hjálpi, margt smátt gerir jú eitt stórt,“ segir Pétur og bætir við að starfsfólk Reykja- lundar sé tilbúið að leggja sitt af mörkum í þessu erfiða ástandi. Óum- flýjanlega verður dregið úr hefð- bundnum innlögnum á sólarhring- sdeildina, meðan samningurinn er í gildi. Innlagnir á hana undanfarið hafa þó verið takmarkaðar meðal annars vegna heimsfaraldursins. Að öðru leyti ætti þetta aðeins að valda lágmarkstruflun á annarri hefðbund- inni starfsemi. thorab@mbl.is Reykjalundur tímabundið svar við útskriftarvanda - 12-14 legurými á sólarhringsdeild - Innlagnarnefnd Morgunblaðið/Eggert Reykjalundur Önnur starfsemi ætti ekki að verða fyrir miklu raski.Pétur Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.