Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 18
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég er sveitabarn, frá Arnbjargarlæk
í Þverárhlíð í Borgarfirði, fædd á
Akranesi, næstelst fimm systkina,“
segir Ingibjörg Davíðsdóttir, sendi-
herra Íslands í Ósló í Noregi, í upphafi
spjalls, en eins og hér á eftir að koma
kirfilega fram er Ingibjörg hugs-
anlega virkasti sendiherra lýðveld-
isins, samhliða ábyrgðarstörfum, þeg-
ar kemur að tómstundum og
íþróttum, þar sem sjósundið á hug
hennar allan auk þess sem hún hleyp-
ur, hjólar, leikur á píanó, sinnir
prjónaskap af elju og ætlar að bæta
við gönguskíðum næsta vetur.
Ingibjörg er dóttir Davíðs Aðal-
steinssonar og Guðrúnar Jónsdóttur,
sem búa á Arnbjargarlæk, fædd á því
herrans ári 1970, á dótturina Alex-
öndru Mist, nema í listfræði við Há-
skóla Íslands, og ætlaði sér reyndar
aldrei í íslenska utanríkisþjónustu, en
enginn má sköpum renna eins og
margfrægt er orðið.
„Ég ætlaði að verða íþróttaþjálfari
eða íþróttakennari,“ rifjar sendiherr-
ann upp af ljúfsárum æskuminningum
þeirrar, sem lifað hefur nógu lengi til
að vita, að til eru fræ, sem fengu þann
dóm að falla í jörð án þess að verða
endilega þau blóm, sem til var sáð í
upphafi.
Í heimavist frá sex ára til 20
„Ég byrjaði í heimavistarskóla,
þannig var það í sveitinni í gamla
daga, að börn voru send í heimavist-
arskóla. Ég byrjaði sex ára gömul í
heimavist í Varmalandsskóla í Borg-
arfirði. Í framhaldi fór ég einn vetur í
Reykholtsskóla í Borgarfirði til að
ljúka grunnskólaprófinu þar sem ekki
var hægt að ljúka því frá Varmalandi.
Þá fór ég í Menntaskólann á Laug-
arvatni þar sem líka var heimavist.
Samantekið var ég í heimavist frá sex
ára til tvítugs og fannst alltaf gaman,“
segir Ingibjörg og hláturinn kumrar í
henni í lágum bordún, svo gripið sé til
gamallar líkingar nóbelsskálds þjóð-
arinnar.
Hún ætlaði sér í kjölfar stúdents-
prófs frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni í Íþróttakennaraskóla Íslands,
sem þá hét og var einnig á Laugar-
vatni, enda íþróttakona frá blautu
barnsbeini, en örlögin gripu í taum-
ana. „Það varð nú aldrei, ég innritaði
mig í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands og þar uppgötvaði ég þennan
brennandi áhuga sem ég hef á
utanríkismálum og því að vinna að
hagsmunum lands og þjóðar,“ segir
sendiherrann, sem hélt í kjölfarið til
framhaldsnáms í alþjóðasamskiptum í
Canterbury á Englandi, borg sem
miðaldarithöfundurinn Chaucer gerði
ódauðlega í Kantaraborgarsögum sín-
um.
„Það var mjög góður tími. Ég gerði
nú ekki mikið annað en að læra, lærði
allan sólarhringinn þennan tíma sem
ég var þar, en skólinn er góður og
þarna hafa fleiri Íslendingar numið, ég
er afskaplega ánægð með dvölina
þarna, þetta er ægilega fallegur mið-
aldabær og útskriftin var í dómkirkj-
unni. Skólinn stendur uppi á hæð það-
an sem horft er niður á byggðina og
þarna er óskaplega gott að vera,“ rifj-
ar Ingibjörg upp.
Sendiherrann hefur marga fjöruna
sopið, og kannski bókstaflega, þar sem
eitt fjölmargra áhugamála Ingibjarg-
ar er sjósund, sem hún stundar árið
um kring, nú við norskar strendur þar
sem sær er ekki beint hlýjastur í
heimi.
Kolféll fyrir sjósundi
„Ég segi stundum að sjósund sé
mitt jóga, sem kannski er hæpin full-
yrðing þar sem ég hef ekki stundað
jóga,“ játar sendiherrann glettinn.
„Vinkona mín, Unnur Hansdóttir, sem
vann með mér í forsætisráðuneytinu á
sínum tíma, kynnti mig fyrir sjósundi
á 45 ára afmælisdaginn minn árið
2015, um hávetur. Ég hélt þá að þetta
yrði eitt skipti, en ég kolféll fyrir þessu
sporti og hef stundað það síðan,“ segir
Ingibjörg. „Sjósundi fylgir andleg og
líkamleg vellíðan, sem ég á erfitt með
að útskýra, en gefur mér einnig mik-
inn kraft. Mér finnst sjórinn bestur
þegar hann er sem kaldastur, þá er
áskorunin mest, hvort tveggja and-
lega og líkamlega. Maður þarf að
hugsa mikið um öndunina, hlusta á lík-
amann og að skynja kraftinn í sjónum
er magnað,“ segir þessi íslenska val-
kyrja af iðkun sinni.
Spjótkast aðalgreinin
„Ég er alveg klár á því, að þeir sem
stunda sjósund eru hressari og
skemmtilegri en gengur og gerist,“
bætir Ingibjörg við og er ekki ör-
grannt um að sannleikskorn leynist,
þar sem sendiherrann borgfirski er
hvort tveggja viðræðugóður og stór-
skemmtilegur.
Auk þess að synda í Atlantshafinu
er Ingibjörg hlaupagarpur, hjólar
mikið, prjónar, nam píanóleik sem ung
kona og tekur aðeins í gítar. „Ég er
stríðin og hef alltaf verið svolítill
ærslabelgur held ég, alveg frá því ég
var barn, æfði til dæmis frjálsíþróttir
og var mín aðalgrein spjótkast, ásamt
því að vera í fótbolta, sundi og borð-
tennis og fleiru, en ég hef aldrei verið í
fimleikum, það er held ég of fíngert
sport fyrir mig,“ segir sendiherrann
og hlær.
„Ég get eiginlega ekki svarað þér
almennilega um hvernig gítarglamrið
í mér kom til. Ég lærði á píanó sem
barn og unglingur, einhver sjö eða
átta ár held ég, en mig langaði líka að
læra á gítar svo ég keypti mér gítar og
nótnabók fyrir nokkrum árum og fór
að pikka upp lög sjálf, mest sönglög,
mér finnst þetta skemmtileg áskorun,
en ég spila ekki beint fyrir framan
fólk, þetta er mest fyrir sjálfa mig. Svo
spila ég líka töluvert á píanó, ég á flyg-
il heima í Garðabæ og svo er hljóðfæri
hérna í sendiherrabústaðnum svo ég
held mér þokkalega við,“ segir Ingi-
björg.
Prjónaskapinn segist hún einkum
hafa frá móður sinni, sem setjist aldrei
niður án þess að prjóna. „Ég byrjaði á
þessu fyrir nokkrum árum og prjóna
nú bara mest á sjálfa mig og dóttur
mína.“
Ingibjörg hefur því augljóslega
margt á prjónunum og eitt af því er að
vera fulltrúi fósturjarðarinnar í Nor-
egi og þangað víkur talinu því nú. „Ég
hóf störf sem sendiráðsritari í
utanríkisráðuneytinu á Íslandi 1999,
sem er diplómatísk staða með flutn-
ingsskyldu, sem táknar að maður er
fluttur milli staða með nokkurra ára
millibili. Maður er kannski X ár í Nor-
egi, á Íslandi og einhvers staðar ann-
ars staðar, yfirleitt fjögur til fimm ár á
hverjum stað, en frá því eru frávik,
fólk getur verið skemur og það getur
verið lengur,“ útskýrir Ingibjörg.
Á ferli sínum hefur hún fengist við
flesta flokka utanríkismála þótt rík-
astan þátt skipi þar alþjóðastofnanir,
mannréttindi og mannúðar-, friðar-,
öryggis- og afvopnunarmál.
„Og reyndar einnig viðskiptamál,
en ég hef kannski minnst verið í þró-
unarmálum. Árið 2010 var ég flutt til
Vínarborgar sem staðgengill sendi-
herra, sem þá var sendiráð og fasta-
nefnd með sjö önnur umdæmislönd.
Og þar eru líka stofnanir á vegum
Sameinuðu þjóðanna ásamt Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu. Það var
gríðarlega fín reynsla, ég var næst
flutt frá Vínarborg til sendiráðs Ís-
lands í London 2014 sem staðgengill
sendiherra, sem var í raun fyrsta
skiptið sem ég var í hefðbundnu tví-
hliða sendiráði,“ segir sendiherrann af
ævintýralegum starfsferli. Þarna urðu
þó nokkur straumhvörf í atvinnulífi
Ingibjargar.
Ráðgjafi í utanríkismálum
„Þegar ég var í London bauðst mér
að taka við stöðu í forsætis-
ráðuneytinu á Íslandi þannig að ég
flyt þangað árið 2015 og tek við stöðu
ráðgjafa forsætisráðherra í utanrík-
ismálum og sinnti því starfi til ársins
2018. Þar er ég fyrst hjá Sigmundi
Davíð, svo hjá Sigurði Inga, Bjarna
Benediktssyni og Katrínu Jak-
obsdóttur, ég var reyndar styst hjá
Katrínu þar sem ég var kölluð til
starfa aftur í utanríkisráðuneytinu og
var svo flutt í stöðu sendiherra Íslands
í Ósló,“ segir Ingibjörg.
„Tíminn í forsætisráðuneytinu var
frábær reynsla, gríðarlega mikil vinna
og mikið álag, en gefandi og skemmti-
legt.“
– Hver skyldi þá hafa verið aðdrag-
andinn að flutningnum til Óslóar?
„Ég var skipuð sendiherra 1. janúar
2016 þegar ég var við störf í forsæt-
isráðuneytinu. Það er nú þannig að
þegar maður ræður sig til starfa í ut-
anríkisráðuneytinu undirgengst mað-
ur svokallaða flutningsskyldu, ég nátt-
úrulega hef búið í ferðatösku frá sex
ára aldri í heimavist þannig að ferða-
töskulíf er lítið mál fyrir mig. Flutn-
ingsskyldan felur í sér að þú ert flutt-
ur á milli starfsstöðva
utanríkisþjónustunnar með nokkurra
ára millibili og það var kominn tími á
flutning á mér og ég var beðin um að
taka við Ósló.
Sá sem ég tók við af hér í Ósló, Her-
mann Ingólfsson, var frá sama tíma
fluttur til Brussel og gegnir stöðu
fastafulltrúa Íslands hjá Atlantshafs-
bandalaginu. Ég flutti í lok júlí 2019,
en afhenti Noregskonungi trún-
aðarbréfið mitt 29. ágúst og þegar
maður hefur afhent þjóðhöfðingja
trúnaðarbréf er maður fullkomlega
kominn til starfa í hlutverk sendi-
herra. Þar til trúnaðarbréfið er afhent
eru vissir hlutir sem maður má ekki
gera í landinu,“ segir sendiherrann.
Ekki greint frá í smáatriðum
Um þetta ferli er ekki mikið rætt,
hvernig skyldi afhending trún-
aðarbréfs fara fram? „Maður mætir
bara í sínu fínasta pússi með trún-
aðarbréf sitt undirritað af forseta Ís-
lands og afturköllunarbréf fyrir for-
verann, ég sumsé afhenti konungi
afturköllunarbréf fyrrnefnds Her-
manns. Þessi tvö bréf afhenti ég kon-
ungi í hans höll hér í Ósló,“ segir Ingi-
björg.
„Oft afhenda nokkrir sendiherrar á
sama degi. Ég afhenti til dæmis með
sendiherrum Kína, Mexíkó og Búlg-
aríu. Konungshirðin sækir sendiherr-
ann og ekur í höllina þar sem maður
„Ég hef alltaf verið ærslabelgur“
- Sendiherra Íslands í Ósló er sveitabarn úr Borgarfirði - Fyrrverandi spjótkastari sem stundar
sjósund, gítarleik, hlaup og prjónaskap - Ekki alltaf í kokteilboðum - Keyrði um þverbak í Covid
Ljósmynd/NTB/Scanpix fyrir norsku konungshöllina
Í konungsríkinu Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra Íslands í Noregi, afhendir konungi trúnaðarbréf sitt í ágúst
2019. Við sama tækifæri funda sendiherrar með konungi, en efni þeirra funda er almennt ekki rætt opinberlega.
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Meðgöngubelti
Fagfólk STOÐAR veitir
nánari upplýsingar og ráðgjöf.
Tímapantanir í síma 565 2885.
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is