Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 19

Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 19
ritar í gestabók, er raðað upp í rétta afhendingarröð, gengur inn til kon- ungs þegar tíminn er kominn, afhend- ir trúnaðarbréfið og sest svo niður á einkafundi með konungi í svona tutt- ugu mínútur, þar sem rædd eru ýmis mál sem sjaldnast er greint frá í smá- atriðum,“ segir sendiherrann leyndar- dómsfullur. „Ég get samt sagt þér að við Har- aldur konungur ræddum vinsamleg tengsl landanna, sameiginlega menn- ingu og rætur og þennan mikla vin- skap þjóðanna. Eigi maður að bera kveðjur gerir maður það. Ég færði kveðju frá forseta Íslands til konungs og reyndar einnig frá tveimur fyrrver- andi forsetum Íslands, en þetta eru yfirleitt ekki samtöl, sem maður greinir frá í smáatriðum,“ segir Ingi- björg og blaðamaður skynjar góðlát- legt högg á handarbakið. Utan- ríkisþjónustan er og verður sveipuð vissri þoku. Meginhlutverkið hagsmunagæsla Senn líður að lokum viðtals, enda engin hemja að halda uppteknum sendiherrum íslenska lýðveldisins á snakki allan daginn. Um hvað skyldu helstu verkefni íslenska sendiráðsins í Ósló snúast? „Já, það er reyndar góð spurning á þessum tímum,“ játar sendiherrann. „Meginhlutverkið er að sinna hags- munagæslu Íslands og Íslendinga í Noregi og öðrum umdæmislöndum sendiráðsins, og í raun að framkvæma stefnu íslenskra stjórnvalda hverju sinni,“ segir Ingibjörg. „Almennt tök- um við á móti fjölda Íslendinga í hverri viku, afgreiðum umsóknir um vegabréf, svörum fjölda fyrirspurna, staðfestum skjöl og fleira.“ Þessar lýsingar koma illa heim og saman við þá mynd sem margur hefur af utanríkisþjónustunni. Eruð þið sem sagt ekki bara alltaf í kokteilboðum? Sendiherrann hlær dátt. „Nei, ég er ekki alltaf í kokteilboðum, en ég skal segja þér annað, margir halda að á tímum Covid hafi öll starfsemi dottið niður. Ég tók við sendiherrastöðunni í Ósló sjö mánuðum áður en kórónu- veirufaraldurinn skall á. Í venjulegu árferði er borgaraþjónustuhlutverk sendiráðsins auðvitað ofboðslega viða- mikið. Þar keyrði um þverbak á tíma- bili vegna útbreiðslu Covid,“ segir Ingibjörg frá. Lætur vel af dvölinni Varla er þá hægt annað en að spyrja hvernig sendiherranum sjálf- um líði í Noregi. „Rosalega illa,“ svar- ar hún og hlær hrossahlátri. „Nei, mér hefur bara liðið vel. Það er gott að vera Íslendingur í Noregi. Ég finn alls staðar vinarþel og hlýju í garð Íslands og Íslendinga. Ég hef aðlagast mjög vel og hef átt alveg frábæran tíma hérna. Það eina sem ég hef saknað, fyrir utan að geta lítið séð fólkið mitt á Íslandi vegna veirunnar, er hve lítið ég hef getað ferðast um þetta fallega land sem Noregur er, en þetta stendur allt til bóta,“ segir ærslabelgurinn, sjó- sundgarpurinn, spjótkastarinn, píanó- leikarinn, prjónakonan og sendiherra Íslands í Noregi, Ingibjörg Davíðs- dóttir, í lok hressandi samtals. Hvort það sé jafn hressandi og sjósund skal reyndar ósagt látið, en hver og einn verður líklega bara að finna það út á eigin forsendum. Lengri útgáfa af viðtalinu verður birt á mbl.is. mbl.is Fjallganga Útivistargarpurinn Ingibjörg í ægifögru umhverfi í göngu á Snæfellsnesi.Heimsókn Erna Solberg forsætisráðherra og norrænir sendiherrar í sendiherrabústaðnum. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Það á ekki að koma neinum á óvart að fólk eldist, börn fæðast og fólk verður veikt bæði á líkama og sál. Sterkt, opinbert og gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi er öflugasta tækið til að tryggja heilbrigði og öryggi fyrir okkur öll, óháð félagslegri stöðu eða búsetu. Heilbrigði okkar á að byggja á félagslegum forsendum en ekki markaðsvæðingu sjúkdóma. Ekkert stjórnmálaafl getur skilað auðu · heilbrigðismál eru kosningamál! Heilbrigðisþjónusta · Öryggi fyrir alla Það er nóg til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.