Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 26

Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 26
26 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 aðeins sjö farþegar til viðbótar við áhöfnina sem kom á vélinni til lands- ins. Er ljóst að þar fór mikil flutn- ingsgeta til spillis enda ætti A400M- vélin að geta flutt hundruð ein- staklinga milli staða ef ýtrustu leiða er leitað. Gáfu stjórnvöld þær skýr- ingar að óstöðugleiki á flugvellinum hefði verið slíkur að ekki hefði tekist að koma fleiri farþegum um borð. Í raun hefði áhöfn vélarinnar þurft frá að hverfa vegna ringulreiðar á svæð- inu. Stórveldið lætur til sín taka Þótt fyrsti leiðangur þýska flug- hersins inn til Afganistan hafi ekki skilað þeim árangri sem ætlast var til, hafa hermálayfirvöld í nokkrum ríkjum reynt að koma á loftbrú út úr landinu. Þannig birtist áhrifamikil mynd innan úr flutningavél banda- ríska flughersins, C-17, þar sem 640 manns sitja á gólfi vélarinnar sem býr sig undir flugtak í Kabúl. Var ekki ætlunin að flytja svo marga með vélinni en örvæningarfullt fólk á al- þjóðaflugvellinum braut sér leið um borð meðan skrokkur vélarinnar tók við. Í stað þess að reka fólkið frá borði tók áhöfn vélarinnar ákvörðun um að flytja það allt í öruggari heim- kynni. Er talið að þarna hafi flugstjórinn farið nærri því að slá fyrra met yfir flesta farþega um borð í einni og sömu C-17-flutningavélinni. Árið 2013 er talið að 670 manns hafi verið fluttir með sams konar vél þegar neyðarflutningar fóru fram í kjölfar þess að gríðaröflugur fellibyllur gekk yfir Filippseyjar. Rifjar upp magnað afrek Náðust einnig myndir af því mikla björgunarafreki sem vöktu mikla eftirtekt. Þá, líkt og nú, rifjuðust upp fyrir mörgum við þessar myndbirt- ingar magnaðir dagar í maímánuði 1991 þegar ótrúlegir atburðir áttu sér stað í Afríkuríkinu Eþíópíu. Á tæplega tveggja sólarhringa tímabili, 24. og 25. maí, fluttu ísr- aelsk stjórnvöld með fulltingi Banda- ríkjanna tæplega 15 þúsund eþíóp- íska gyðinga frá heimalandinu og til Ísraels. Var það gert í kjölfar þess að óöld hafði magnast í landinu, allt frá því að kommúnistar steyptu keisara landsins árið 1975 og innleiddu trú- ar- og gyðingfjandsamlega stefnu í ríkinu. Eftir því sem fleiri gyðingar flúðu land sáu hin nýju stjórnvöld sér leik á borði og meinuðu þeim út- göngu nema stjórnvöld í Ísrael greiddu fyrir henni með fjármunum eða vopnum. Í aðdraganda atburðanna í maí 1991 tókst samkomulag milli Ísr- aelsríkis og þáverandi stjórnarherra í Eþíópíu um að heimila hinum fyrr- nefndu að flytja þá 18 þúsund gyð- inga sem eftir voru í landinu á brott. En tímaramminn sem þeim var gef- inn gerði verkefnið nærri óleys- anlegt. Söfnuðu Ísraelar saman 35 flutn- ingaþotum, m.a. af gerðinni C-130, Boeing 707 og 747 sem allar settu stefnuna á Addis Ababa, höfuðborg Eþíópu. Lá mikið á að koma sem flestum farþegum í hverja vél. Ljóst er að flugöryggissérfræð- ingar Samgöngustofu hefðu ekki heimilað einni þessara véla að taka á loft að nýju þegar stefnan var tekin á Ísrael. 1.086 farþegar — tveir bættust við á miðju flugi Ríkisflugfélagið El Al lagði sitt af mörkum og í flotanum sem tók þátt í aðgerðinni var Boeing 747-258C-vél frá því sem enn í dag heldur í heims- met sem seint verður slegið. Um borð, á báðar hæðar vélarinnar, voru fluttir 1.086 Eþíópar sem biðu þess að komast til fyrirheitna landsins. Aldrei, fyrr né síðar, hefur flugvél flutt jafn marga einstaklinga í einu flugi — og þó. Á meðan vélin var á flugi, ein- hvers staðar milli Addis Ababa og Tel Aviv, fæddu tvær konur um borð. Vélin sem tekið hafði á loft með 1.086 farþega, lenti með þann ótrúlega fjölda og tveimur betur. Lýsingar sjónarvotta af því þegar landgangar voru tengdir við vélina að flugi loknu eru magnaðir. Var engu líkara en flóð af fólki bærist út úr vélinni. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Ísraels Addis Ababa Gríðarlegur fjöldi fólks var fluttur frá Eþíópíu tvo daga í maímánuði 1991. Ljósmynd/AFP Mannfjöldi Bandarísk herflutningavél, pökkuð af óbreyttum borgurum frá Afganistan. Fólksflutningar í skugga ógnar - Tugir þúsunda Afgana óska þess eins að komast frá heimalandi sínu sem er í höndum talíbana - Örðuglega gengur að skipuleggja fólksflutningana - Staðan er ekki einsdæmi í síðari tíma sögu Ljósmynd/theavgeeks.com Met Engin vél, fyrr né síðar, hefur flutt jafn marga farþega í einu flugi og Boeing 747-258C-þota El Al gerði 24. maí 1991. Enginn farþegi var bundinn. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is GÓLFMOTTUR LION, LEOPARD, RAINBOW, KOALA 14.990,- Gyðingasamfélagið í Eþíópíu er eitt hið elsta í heimi og teygir sögu sína allt aftur til fjórðu aldar eftir Krist. Í gegnum söguna hefur tilvist fólksins oft verið ógnað en staðan sem kom upp á níunda ára- tug og í upphafi þess tíunda á ný- liðinni öld olli því að ákveðið var að koma því í öruggt skjól í Ísrael. Fólksflutningar gyðinga frá öðr- um ríkjum til Ísraels eru alla jafna kenndir við hebreska hugtakið „Aliyah“ sem dregið er af sögninni sem merkir að ganga upp og í hin- um fornu textum vísar það lang- oftast til þess að „ganga upp til Jerúsalem“. Í trúartextum gyð- inga, sem mótast að mörgu leyti af herleiðingu þeirra frá heimkynnum þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs, heita þeir því að gleyma aldrei Ísr- ael og borginni helgu, Jerúsalem. Þá hefur páskahátíðin, sem teng- ist í grunninn brottförinni frá Egyptalandi, gjarnan tengst von- inni um „næsta ár í Ísrael“. Í þess- ari fullvissu voru vélarnar 35 send- ar til Addis Ababa 1991. „Næsta ár í Ísrael“ ENDURKOMAN TIL FYRIRHEITNA LANDSINS BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á mánudagskvöldið síðasta kom gríðarlega öflug A400M-flutn- ingaþota þýska hersins inn til lend- ingar á Hamid Karzai-alþjóða- flugvellinum í Kabúl. Var það fyrsta vélin á vegum Þjóðverja til að lenda í landinu frá því talíbanar náðu völd- um þar. Verkefni leiðangursins var að koma sem flestum Þjóðverjum frá Afganistan, en staðan í landinu er allt annað en örugg. Hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýst því yfir að ríkið standi frammi fyrir því að flytja allt að 10.000 Þjóðverja og bandamenn þeirra frá Afganistan á komandi dögum og vikum. Vélin staldraði ekki lengi við og innan tíðar þandi hún alla Ratier- figeac-hreyfla sína til fulls og hóf sig til lofts á ný og tók stefnuna út úr lofthelgi Afganistans. Skömmu síðar urðu hermálayfirvöld í Þýskalandi að viðurkenna að um borð í vélinni voru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.