Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Hverir Ferðamenn eru tíðir gestir í Mývatnssveit og meðal aðdráttarafls þar eru hverirnir í Námaskarði. Þorgeir Baldursson Hver og einn maður þarf daglega að svara því hvernig lífi hann vill lifa. Á vettvangi stjórnmálanna leitum við sameiginlega að svari við því hvernig samfélag við viljum búa til og verja. Flest það sem dýrmætast er, þ.m.t. mannleg reisn, grundvallast á því að við getum verið frjáls. Í því felst að við getum tekið ábyrgð á okkar eigin frelsi. Það gerum við með því að vinna með öðrum og leita jafnvægis, t.d. með því að nálg- ast viðfangsefnin með opnum huga, hlusta á aðra, efast um eigin nið- urstöður, standa gegn þrúgandi kennivaldi, blindri kreddu og hvers kyns ofríki. Við hljótum að vilja búa í samfélagi sem lýtur ekki ströngum reglum tilbúinnar hugmyndafræði, heldur leyfir fólki að efast og rök- ræða, krefur ekki alla um und- anbragðalausa hlýðni og stjórnast ekki af heraga, heldur treystir borgurunum til að stýra eigin lífi út frá eigin innsæi, reynslu og skyn- semi. Góðir stjórnendur virða lexíur mannkynssögunnar og siðferðilegar undirstöður vestrænnar stjórnskip- unar- og lagahefðar, þar sem ein- staklingurinn fremur en hópur eða heild er grunneining samfélagsins og þar sem lögin leitast við að við- urkenna og vernda dýrmæta sér- stöðu hvers manns. Torkennileg undiralda Allt þetta rifjast upp daglega á þessum undarlegu tímum þegar stjórnvöld gerast sífellt ágengari gagnvart daglegu lífi borgaranna með vísan til kórónuveirunnar (C19). Gefnar eru út almennar fyr- irskipanir, án tillits til einstaklings- bundins heilsufars eða persónulegs ástands hvers og eins. Almenn grímuskylda er eitt dæmi. Annað dæmi er sú ráðagerð að sprauta ungmenni og jafnvel börn, sem eru þó í lítilli hættu vegna C19, með lyfjum sem enn eru á til- raunastigi. Getur verið að læknisfræðin hafi í kófi síðustu missera villst af leið og læknar misst sjónar á því grunnviðmiði að með- ferð eigi sér ekki aðeins vísindalega stoð heldur gagnist einstaklingnum sem hún beinist að? Í leit að svörum vakna fleiri spurningar: Getur verið að hér sé að eiga sér stað einhvers konar sið- ferðileg, siðfræðileg, menningarleg og pólitísk grundvallarbreyting í átt frá vestrænum gildum um sjálfs- forræði, sjálfsábyrgð, frjálslyndi og lýðræði í átt til forsjárhyggju, van- trausts, stjórnlyndis og fámenn- isstjórnar? Er hugsanlegt að við séum nú að verða vitni að lagalegri og lögfræðilegri umpólun þar sem grunneining laga og samfélags er ekki lengur einstaklingurinn heldur samfélagið sem heild? Frammi fyrir slíkum möguleika er rétt að við öll, þó ekki síst embættismenn og æðstu ráðamenn þjóðarinnar, ger- um okkur ljóst hvílíka ógn og vald- beitingu slík umbreyting myndi kalla yfir borgarana. Í sögulegu ljósi má segja að sú leið sé skýrlega vörðuð, allt frá kröfum um fylgi- spekt við nýja siði (í nafni heildar- innar eða samfélagsins), til þögg- unar, eftirlits, ritskoðunar, frelsissviptingar, líkamsmeiðinga, kúgunar, harðstjórnar og alræðis. Hlýddu! Í þessu ljósi er heldur ónotalegt að sjá raðir grímuklædds fólks (þar á meðal marga í tískufatnaði með áletruninni „OBEY“) lúta mótbáru- laust fyrirskipunum stjórnvalda um ferðir sínar og lífsmáta. Hvað gæti skýrt það að fólk samþykki svo greiðlega stórfelldar skerðingar á borgaralegum réttindum og að stjórnvöld umgangist okkur eins og börn? Er það vegna þess að við treystum því að allar aðgerðir stjórnvalda séu okkur til hagsbóta? Höfum við borið þær hagsbætur saman við fórnirnar sem verið er að færa? Er almenn grímuskylda studd traustum vísindalegum rök- um? Höfum við borið saman dán- arlíkur ungs fólks vegna C19 ann- ars vegar og áhættu af nýju bóluefnunum? Samþykkjum við að börnin okkar verði sprautuð með þessum nýju efnum án tillits til nýj- ustu upplýsinga um tíðni andláta og alvarlegra aukaverkana? Heggur sá sem hlífa skyldi Af hverju taka læknar, lyfjafræð- ingar og aðrir fræðimenn ekki virk- ari þátt í umræðu um þessi mál? Vísbendingar eru um að vísindaleg umræða eigi nú undir högg að sækja. Fram hefur komið að ýmsir kennimenn vísindanna (þ.m.t. rit- stjórar alþjóðlegra fagtímarita) gangi í verki gegn hinni vísindalegu aðferð, m.a. með því að banna efa- semdir um viðteknar kenningar, birta ekki niðurstöður manna sem eru með aðrar tilgátur og með því að hindra að aðrir vísindamenn (og almenningur) fái samanburðarupp- lýsingar. Hvað stýrir þessari þró- un? Er það ótti? Göfugur tilgangur? Áróður fjölmiðla eða villandi upp- lýsingar? Án þess að gera lítið úr hættunni af C19 þurfum við samt að beita rökhugsun og yfirveguðu hagsmunamati í leit að yfirsýn og réttri leið. Treystum við okkar eigin dómgreind eða viljum við afhenda sérfræðingum öll völd? Ég hef var- að við síðari valkostinum því stjórn landsins má ekki ráðast af þröngu sjónarhorni sérvalins hóps. Í anda stjórnarskrárinnar verðum við, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að vinna saman og finna lausn- ir á grundvelli meðalhófs. Í því felst m.a. að enginn einn hópur má fara með of mikil völd og að öllu valdi verði að setja mörk. Það á við um kennivald vísindamanna ekki síður en annað vald. Í því samhengi er rétt að minna á að hin vísindalega aðferð byggist nú sem fyrr á heil- brigðum efa og gagnrýnni hugsun. C19 verður ekki kveðin niður úr því sem komið er og við þurfum að finna einhverja leið til að lifa með veirunni til frambúðar. Ætlum við að gera það með því að ofurselja okkur valdi sem kemur að ofan? Eða viljum við fá að taka sjálf- stæðar ákvarðanir, taka ábyrgð á eigin heilsu og annarra … og njóta frelsis í samræmi við það? Hér er ástæða til að minna á að lýðræð- isleg stjórnskipun hvílir á þeim grunni að ríkisvaldið stafi frá kjós- endum og að stjórnvöld starfi í um- boði almennings. Í þessu felst nánar að stjórnvöld eiga að þjóna almenn- ingi, en ekki öfugt. Höfum við ekkert lært? Sérfræðingaveldi, tækniveldi og klerkastjórnir hafa ekki gefið sér- staklega góða raun í tímans rás. Slíkar stjórnir hafa staðið í vegi fyr- ir aðgengi almennings að upplýs- ingum og byggt völd sín á því að vera nauðsynlegir tengiliðir við hið æðsta vald. Einokun upplýsinga og valdið sem af slíku leiðir hefur verið misnotað of oft til þess að við of- urseljum okkur slíku stjórnarfari á ný. Nútíminn færir okkur endurtekin stef úr mannkynssögunni. Þaðan lærum við að varast skilaboð eins og þau að of miklar upplýsingar geti verið hættulegar. Söguleg dæmi benda til þess að full ástæða sé til að gæta sín á þeim sem vilja takmarka og stýra upplýsingaflæði. Við ættum því að hafa allan vara á þegar okkur er sagt að best sé að afhenda ákvörðunarvald um stórt og smátt til útvalinnar valdastéttar. Slíkt er ekki raunhæfur valkostur í lýðræðissamfélagi, því frjálst að- gengi að upplýsingum er forsenda frjálsrar hugsunar, skoðanamynd- unar og tjáningar. Til skamms tíma getur e.t.v. virst hentugt að berja niður efasemdaraddir, einangra þá sem ekki vilja lúta kennivaldinu og jafnvel svipta þá borgaralegum réttindum. Sagan sýnir að slíkt er þó skammgóður vermir, því án að- halds, gagnrýni og heilbrigðs efa fer lýðræðislegt stjórnarfar út af sporinu. Þegar valdhafar efast ekki lengur um réttmæti eigin skoðana verður ógnarstjórn að raunhæfum möguleika, því hvers vegna ættu stjórnendur að umbera tafs, hik og efasemdir fáfróðs almúgans? Lokaorð Vestræn stjórnskipun er ekki fullkomin, en hún er dýrmæt því hún hefur mótast í straumi tímans á grunni dýrkeyptra mistaka og blóð- ugra ófara. Almennum borgurum leyfist auðvitað ekki hvað sem er, en stjórnskipun okkar er ætlað að sjá til þess að valdhöfum leyfist það ekki heldur. Þeir sem telja sig hafa fundið öll svör – og þeir sem vilja afhenda slíku fólki öll völd – mega gjarnan vera minntir á að sígandi lukka er best í þessu sem öðru. Eftir Arnar Þór Jónsson » Almennum borg- urum leyfist auðvit- að ekki hvað sem er, en stjórnskipun okkar er ætlað að sjá til þess að valdhöfum leyfist það ekki heldur. Arnar Þór Jónsson Höfundur skipar 5. sætið á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi. Frá frelsi til helsis? Ýmsir höfðu vænt- ingar um að staðið yrði við fram- kvæmdaáætlun í tengslum við sam- göngusáttmála sem gerður var 2019. Gert var ráð fyrir að nýjum gatnamótum við Arn- arnesveg og Bústaða- veg yrði lokið á árinu 2021. Ekkert bólar á þessum fram- kvæmdum og er ljóst að hvorug þeirra verður tilbúin á kjör- tímabilinu þrátt fyrir skrifleg lof- orð. Ljósastýringar í borginni hafa verið í lamasessi. Var sérstaklega tekið á því að fara ætti í úrbætur strax árið 2019. Ekkert hefur gerst í þeim efnum. Frekari þrengingar Flestir eru sammála um að fara þarf í stórfellt átak í samgöngu- málum, en algert stopp hefur ríkt í borginni um úrbætur í meira en áratug. Fáum kom þó í hug að fjár- festa ætti í frekari þrengingum. Á síðustu árum hefur orðið strætó- stoppistöð fengið nýja merkingu þegar þær hafa verið færðar inn á akbrautir þannig að öll umferð stöðvast um leið og strætó. Hraða- hindranir eru víða og eru sérstakur kostn- aðarliður í rekstri bíla og strætisvagna. Nú eru uppi hugmyndir um borgarlínu í miðju vegstæða. Slíkt fyr- irkomulag myndi úti- loka vinstri beygjur og lengja þar með vega- lendir umtalsvert. Fyr- ir liggur áætlun um að lækka hámarkshraða verulega á mikilvægum brautum sem tengja hverfin saman. Slíkt mun auka enn frekar á umferðarvandann. Þá er búið að kynna þá furðulegu hug- mynd að fækka akreinum á lykilak- brautum eins og Suðurlandsbraut til að leggja undir borgarlínu. Sam- antekið eru þetta allt aðgerðir til að þrengja verulega að umferð í borg- inni. Leysum umferðarhnútana Ekkert bólar á lausnum, eins og endurbótum á hættulegum ljósa- stýrðum gatnamótum, Sundabraut og betri ljósastýringu. Krans- æðastífla verður seint læknuð með því að fækka æðum. Æðavíkkun hentar betur. Hjáveituaðgerðir eru stundum nauðsyn eins og Sunda- braut. Tæknilausnir í ljósastýringu og snjallvæðingu gangbrauta eru nútímalausnir sem hafa tafist í Reykjavík. Við eigum að vinna sam- an að snjöllum lausnum og leysa vandann. Búum ekki til vandamál þegar lausnirnar eru bæði þekktar og hagkvæmar. Fjárfest í þrengingum? Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Tæknilausnir í ljósa- stýringu og snjall- væðingu gangbrauta eru nútímalausnir sem hafa tafist í Reykjavík. Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.