Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 34
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Vinsælt Ansi margir sjóða sultu til vetrarins þegar fer að hausta.
Rabarbarasultan hennar mömmu
1 kg af niðurskornum rabarbara
800 g sykur
1. Sett saman í pott og suðan látin koma upp, þá er lækkað vel í hitanum og sult-
an soðin saman í 3-4 klst á vægum hita.
2. Mikilvægt er að hræra reglulega í sultunni og með því að sjóða hana þetta
lengi verður hún þykk og dökk.
3. Þessi uppskrift myndi gefa í kringum þrjár krukkur af sultu en mamma er
vön að gera úr 5 kg af rabarbara í um 15 krukkur svo þið getið leikið ykkur
með magnið eftir þörfum.
4. Látið sultuna kólna aðeins í pottinum áður en hún er færð yfir á krukkur og
síðan er mikilvægt að loka ekki krukkunum fyrr en hún er orðin alveg köld.
Rabarbarasultan
hennar mömmu
Það er matarbloggarinn Berglind Hreiðarsdóttir
sem á heiðurinn af þessari sultu en uppskriftin er
komin frá mömmu hennar sem hefur sultað frá því
elstu menn muna eftir sér. Uppskriftin er sígild og
góð og ætti ekki að vefjast fyrir neinum.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Blautfóður.
Fullt af blautfóðri.
Fyrir hunda og ketti.
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Myntupestó
3 msk. furuhnetur, ristaðar
1 hnefafylli myntulauf
½ hnefafylli steinselja
60-80 ml ólífuolía
½ sítróna, safi nýkreistur
½-1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1 skalottlaukur, saxaður
½ tsk. hunang
u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
Grillað lambalæri
2 kg lambalæri, úrbeinað
hnefafylli steinselja
½ hnefafylli myntulauf
1 rauðlaukur, skorinn smátt
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 ½ tsk. allrahanda krydd
1 tsk. kóríanderfræ, möluð
1 tsk. sumac-krydd
½ tsk. kanill
1 sítróna, safi nýkreistur
60 ml ólífuolía
u.þ.b. 2 tsk. sjávarsalt
Myntupestó
1. Setjið allt hráefni í matvinnslu-
vél og maukið þar til allt hefur
samlagast vel. Setjið yfir í skál og
bragðbætið með salti, kælið þar til
fyrir notkun.
Grillað lambalæri
1. Setjið steinselju, myntu, lauk,
hvítlauk, þurrkrydd, sítrónusafa
og ólífuolíu í matvinnsluvél og
maukið þar til myndast hefur slétt
mauk.
2. Setjið lambalærið á bretti, legg-
ið plastfilmu yfir kjötið og notið
sléttu hliðina á kjöthamri til að slá
á kjötið þar til þykkasti hlutinn
hefur þynnst örlítið, þannig að það
eldist jafnt.
3. Þerrið kjötið og sáldrið salti yf-
ir báðar hliðar. Setjið lambalærið í
stóran renniláspoka og hellið
kryddleginum yfir, lokið pokanum
og leggið í fat. Kælið í 2 klst. eða
allt upp í sólarhring. Takið kjötið
úr kæli og látið standa við stofu-
hita í a.m.k. 30 mín. fyrir eldun.
4. Hitið grill og hafið á háum hita.
Grillið í 2-3 mín. á hvorri hlið eða
þar til kjötið hefur fengið á sig
góðan lit. Lækkið undir grillinu og
eldið kjötið í 15-20 mín eða þar til
kjarnhitinn er í kringum 51°-54°C.
5. Takið af hitanum, leggið kjötið
á bretti og látið álpappír yfir. Lát-
ið hvíla í a.m.k. 10 mín. áður en
það er skorið. Skerið kjötið í
sneiðar og berið fram með myntu-
pestói ásamt aukameðlæti að eigin
vali.
Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt
Grillað lambalæri frá Miðjarð-
arhafinu með myntupestói
Hér erum við með uppskrift að lambakjöti fyrir lengra komna. Bragðtegundirnar
sem hér mætast eru algjörlega einstakar og þessi veisla ætti ekki að svíkja neinn.
Sælgæti Íslenskt lambakjöt er einstaklega bragðmikið og vandað kjöt.
Atvinna
Atvinna